Leita í fréttum mbl.is

Samtök eldri Sjálfstæðismanna

finnst mér lítið duga til að hugsa um kjör þeirra eldri. Enda sýnist mér að frammá mennirnir séu flestir með verðtryggðan lífeyri frá fyrri mektardögum  og því ekki eins viðkvæmir fyrir skerðingum og vonbrigðum  eins og aðrir. Ætli stofnun þeirra sé vísvitandi gerð til að drepa málum þeira eldri á dreif? Allavega er ekki mikið talað um stöðu loforða til eldri borgara á þessum fundum heldur frekar sungið hósíanna fyrir liðinni gullöld íhaldsins. Ég hef því verið frekar latur að mæta á þær samkundur.

En mér hefur dottið í hug að spyrja sjálfan mig að því, þó ég sé arfhreinn og gegnumblár D-lista kjósandi, hvað ég myndi gera núna á þessu æviskeiði ef hér kæmi fram flokkur sem hefði það á stefnuskrá sinni að beita afli sínu á þingi við að standa vörð um kjör aldraðra og að haldin séu loforð í þeim málaflokki. Myndi hann ekki freista mín? Myndi hann ekki hvetja aðra flokka til dáða frekar en hitt?

Hver myndi afstaða slíks flokks verða í öðrum málum? Gæti hann ekki haft rafræna kosningu um einstök mál meðal löglegra flokksmanna? Hann þarf þá enga stefnuskrá að semja fyrir kosningar aðra en að vinna að efndum loforða sem aldraðir hafa fengið í gegn um tíðina.

 

Myndi þessi flokkur nokkuð fara að æsa sig yfir kvótakerfinu? Loka Reykjavíkurflugvelli? Ganga í ESB? Friða rjúpuna?

Erum við gamlingjar ekki búnir að fá nóg af yfirlýsingum allra flokkanna um málefni þessara hópa fyrir kosningar og svo efndunum eftir kosningar? Myndi ekki bara vera allt í lagi að nota samtakamáttinn eins og verkfallsfólkið er að gera núna?

Ekki getum við krumpudýrin farið í verkföll eins og öll  hin dýrin í skóginum? Við getum ekki neitt svona óskipulögð sem við erum. Við erum auðvitað einskis virði til framtíðar enda eigum við enga. Alþingismenn eiga því allskosta við okkur eins og er og þeir hlusta ekki á okkur milli kosninga af því að við látum þá komast upp með það. Fyrir kosningar eigum við að trúa hverju sem er sem við gerum. Þessvegna kjósum við af gömlum vana. Nennum við því endalaust?

 

Þetta yrði flokkur sem má treysta til góðra verka að öðru leyti. Hann myndi hafa vit á að saga ekki þá grein sem hann situr á. Hann gæti sem best stjórnast af beinu lýðræði innan flokksins. Þarf ekkert að spekúlera í því hvað hann hafi sagt eða segi á morgun því hann hefur enga stefnu.Þessi flokkur yrði því nefnilega ópólitískur með öllu og færi aðeins eftir klárum vilja flokksmanna, hugsanlega með auknum meirihluta? Ef til vill gætu jafnvel öryrkjar og fatlaðir rúmast innan hans líka?

Það er ekki líklegt að þessi flokkur fari að beita ósanngjarnri kröfugerð að fyrra bragði á Alþingi. Það er heldur ekki líklegt að virðing Alþingis fari minnkandi með tilkomu flokksins þar sem gamlingjar eiga margir slifs og sparitau síðan í gamla daga. Og ekki fer neinnn frá þeim flokki á þing sem ætlar að verða þar eilífur augnakall eða vinna sig í álit. Það er því viðblasandi að flokkurinn er bara í skammtíma málum og þá aðallega að herma upp á hina flokkana fyrri loforð. En hann hefur líklega eitthvað að bjóða sem aðrir gætu þarfnast.

Hvað vantar þá? Sagði ekki Gunnar Thoroddsen að vilji væri allt sem þyrfti? En er það ekki stundum það eina sem vantar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

JæjaHalldór minn 

ertu nú bara farinn að hugsa út fyrir sjálfstæðisflokkinn Þinn - og kannski löngu kominn tími til að þú gerðir það.  Þú átt nú kannski líka skýringu á því af hverju flokkurinn þinn og fyrrum flokkurinn okkar er kominn úr 48% fylgi í 24%,  Getur verið að það sé vegna þess að hann hafi ekki staðið við gefin loforð og sinni einum of mikið sérhagsmunahópum sem kannski halda flokknum líka uppi fjárhagslega.  Getur kannksi verið að flokkurinn höfði bara alls ekki neitt til unga fólsins í dag - fólks sem er betur menntað en við vorum og sér bara gamla karla og valdaklíkur innan þessa flokks,  Legðu nú höfuðið í bleyti og hugsaðu málið 

Kristmann Magnússon, 11.4.2015 kl. 23:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég skil nú ekki af hverju þú ert að setja mér þetta fyrir. Ertu ekki búinn sjálfur að lofa að hækka 24 % með einu atkvæði?

Þú ert þá ekki tiltækur í svona nýjan flokk sjálfur duðrotaður Sjálfstæðismaður í næstu kosningum? Kýs bara svona en ekki öðruvísi. Alltaf sama þvertréið hann Mannsi

Halldór Jónsson, 12.4.2015 kl. 12:01

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú flæktur í eigin neti og liggur spriklandi í forinni!

Halldór Jónsson, 12.4.2015 kl. 12:02

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Það er alveg merkilegt með þig Halldór minn að þegar þig vantar tökin þá grípur þú alltaf til skætings og óþverraskaps,

Það er varla hægt að rpkræða við svona menn eins og þig þegar þú lætur sv ona - reyndu að svara með rökum en ekki skætingi.  Ég veit ekki annað en þú hafir sagt að þú þyrftir e.t.v. að fara að leita að öðrum flokki því þinn gamli flokkur virtist bara vera týndur.

Af hverjur er þinn gamli flokkur og einnig minn gamli flokkur kominn úr 48% í 24% fylgi - svaraður mér og ekki með neinum bölvuðum skætingi - ég get alveg farið út í skæting ef það er það sem þú vilt  EN reyndu fyrst að vera kurteis EF þú þá kannt það lengur 

Kristmann Magnússon, 13.4.2015 kl. 17:10

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að þú faír alltaf þá kurteisi hjá mér sem þú átt skilið gamli  pólitíski skætingurinn .Ég er bara að benda á að þú  ert trúlofaður að kjósa XD og getur því ekki annað farið vegna Bjarna og vörugjaldanna. Sama hvað annað gerist. Er það ekki rétt hjá mér?

Af hverju er það eitthvað mér að kenna þó flokkurinn sé i 24 %? Af hverju á ég að skýra það? 

En þú getur byrjað á því að spyrja hvort kjósendur séu ekki búnir að fá nóg af talinu um kvótakerfið sem sé þetta yfirburða fiskveiðistjórnarkerfi,Sá söngur komi ekki í staðinn fyrir slagorð eins og stétt með stétt og eign fyrir alla.Í staðinn er lagt til bónusar í bankakerfi, ábyrgt greiðslumat og ekkert talað um annað en að kaupa af verktökum á tvöföldu kostnaðarverði.Þó var flokkurinn talsvert lengi án þín en þitt afturhvarf viðrist ekki nægja til að hífa upp fylgið.

Halldór Jónsson, 13.4.2015 kl. 20:15

6 Smámynd: Kristmann Magnússon

Það er ekki nema von að fylgið hrynji af ykkur og alvdeg mátulegt á ykkur ef flokkurinn talar til kjósenda eins og þú við mig núna.  Með risa skætingi og dónaskap eru þið að hrekja frá ykkur fylgið að ég nú ekki tali um þig og þinn persónulega skæting og dónaskap.

Ég veit að Ísak vinur okkar snýr sér við í gröfinni á ofsahraða yfir því hvernig þú kemur fram við félaga Cand.is

Kristmann Magnússon, 13.4.2015 kl. 22:42

7 identicon

Halldór eru þessi samtök ekki nú þegar til undir nafninu Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað helduru að meðalaldurinn er byrjaður að vera þar á bæ?

Ég hefði líka haldið að svona harður sjálfstæðismaður eins og þú Halldór værir til í að leggja niður aumingjagreiðslunar eins og sönnum hægrimanni sæmdi í staðin fyrir það að vera í sérhagsmunagæslu fyrir félagsmálapakkið.

Það mundi spara ríkinu um 10% af núverandi útgjöldum og lækka skattbyrði landans til muna. Væri það ekki dásamlegt.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband