Leita í fréttum mbl.is

Á sunnudaginn... kemur

klukkan 10 fyrir hádegi verður kvótakerfið í fiskveiðum á Íslandi lagt niður. Þá falla allar núverandi fiskveiðiheimildir niður og ekki verður hægt að krefjast tryggingar í þeim þar sem þær hverfa og koma ekki aftur.

Frá sama tíma er öllum Íslendingum heimilaðar fiskveiðar innan 200 mílna, með venjulegum takmörkunum Hafrannsóknastofnunar, þar sem að frá þeim tíma er allur fiskur í sjónum við Ísland eign þjóðarinnar og fer Alþingi með forræðið í umboði hennar. Með allan afla skal komið með að landi og hann veginn og flokkaður. 

Innflutningur fiskiskipa verður háður leyfum og miðast hann við fyrst um sinn að ekki verði um aukningu á sóknargetu að ræða þar til annað verður ákveðið.

Hafrannsóknastofnun fer áfram með fiskirannsóknir og þær ráðstafanir sem hún telur nauðsynlegar hverju sinni."

Eitthvað í þessa veru er hægt að komast út úr kvótakerfinu á einu augabragði og fara nýjar leiðir. Kerfi sem er byggt upp á úthlutuðum kvótum á grundvelli hins og þessa og líka á keyptum aflaheimildum fellur niður eftir að hafa verið í notkun hálfan mannsaldur. 

Varðandi hina fiskifræðilegu þætti þá má spyrja hvort allt hafi verið fram sett með hinum eina mögulega hætti. Hafa togararöllin svarað öllu fullkomlega? Hafa ekki týnst stórar stærðir í öllum reikningunum? Hafa grásleppuveiðar ekki sýnt að kvótasetning tegunda er líklega oft óþörf og meint rányrkja í veiðum á sjó stundum ofmetin af fjármálalegum fremur en fiskifræðilegum forsendum? Var ekki einnig veitt djarflega og langt umfram útreikninga í Barentshafi? Er hugsanlega ekki veitt miklu meira við Ísland en opinberlega er um talað?

 

Þessi auglýsing mun líklega ekki birtast meðan núverandi stjórnarflokkar eru við völd þar sem þeir hafa ekki þessa stefnu. Það verður því fyrst eftir að menn koma sér saman um að hverfa af braut úthlutana sérleyfa til einstaka gæðinga í stað jafnræðis þegnanna og byggja upp markaðshagkerfi fyrir Íslendinga hvað varðar náttúruauðlindir og framleiðslu sem byggir á sjálfbærum landgæðum?

Kjördæmasukk eins og Sjónvarpið skýrði frá í kvöld er eitthvað sem fólk sættir sig ekki lengur við. Sjálfstæðisflokkurinn verður að horfast í augu við það, að skilyrðislaus hlýðni við kvótakerfið er ekki að safna fylgi að flokknum lengur. Fólkið er hætt að trúa öllu sem sagt er.

En engu að síður er afnám kvótakerfisins ekki flóknari en þetta. Útfærsluatriði geta orðið með allskyns hætti en aðalatriðið að er að þjóðin geti sæst við sjálfa sig sem hún virðist ekki ætla að gera svo lengi sem þetta kerfi varir. 

 

..Á sunnudaginn kemur.....

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekki að gera sér rellu út af smámunum. Þetta gerðu Færeyingar.

Sigurður Þórðarson, 14.4.2015 kl. 17:20

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mæltu manna heilastur!
Oft hefur nú verið hrært í pönnukur af minna tilefni.

Og auðvitað er þetta ekki flókið. Í raun einfaldasta viðfangsefni stjórnvalda í dag og það skilvirkasta til árangurs fyrir efnahagskerfið, dreifbýlið og þar með allan landslýð.

Árni Gunnarsson, 14.4.2015 kl. 17:25

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Reglugerð um takmarkanir á þorskveiðum togskipa árið 2016.

1. gr. Reglugerð þessi tekur til eftirfarandi skipaflokka.

1. Skuttogara, þ.e. togskipa sem taka trollið inn um skutrennuna og eru með aflvél 900
hestafla eða stærri og ísa eða kæla fisk til geymslu fram að löndun.

2. Frysti skuttogara sem vinna fisk og frysta um borð.

3. Þegar í grein þessari rætt er um aflvél og mestu lengd skipa er miðað við mælingar
Siglingamálastofnunar ríkissins.

2. gr. Skipum þeim sem eru talin í 1. gr. eru bannaðar þorskveiðar, sem hér segir:

1. Í 30 daga samtals á tímabilinu 1. Janúar til 30. apríl 2016 og þar af skal hvert skip
láta af þorskveiðum í a.m.k. 10 daga á tímabilinu 1. Janúar til til 28. febrúar 2016.

2. Í 45 daga samtals á tímabilinu 1. Mai til 31. Ágúst 2016, og þar af skal hvert skip
láta af þorskveiðum í a.m.k. 25 daga á á tímabilinu 1. júlí til 31 Ágúst 2011 6

3. Í 35 daga samtals á tímabilinu 1. September til 31. desember 2016.

4. Hafi skip í þessum flokki tryggt sér veiðar annars staðar á árinu 2016 er útgerðinni
heimilt að sameina frádráttar daga sem fara í aðrar veiðar og draga frá þeim þorskbann
dögum sem hér er um fjallað.

3.gr. Útgerðaraðilar ráða tilhögun veiðitakmörkunar samkvæmt 2. gr., en láti skipið ekki af
þorskveiðum skemur en 4 sólahringa samfellt, telst sá tími ekki með í tímabili
veiðitakmörkunar á þórski.

4.gr. Við ákvörðun á því, hversu lengi skip láta af þorskveiðum hverju sinni, gilda
eftirfarandi reglur.

1. Upphaf tímabils miðast við þann tíma, er skip kemur í höfn til löndunar afla úr
síðustu veiðiferð fyrir tímabil.

2. Lok tímabils miðast veið þann tíma, er skip heldur úr löndunarhöfn til þorskveiða
á ný.

3. Sigli skip með afla til löndunar erlendis og reynist þorskur yfir leyfilegum mörkum sbr.
5. gr telst jafnlangur tími og fer í siglingar með afla út og til heimahafnar aftur, ekki
með í tímabili veiðitakmörkunar á þorski

5.gr. Á þeim tíma, sem skip láta af þorskveiðum sbr. 2. og 6. gr., má hlutur þorsks í heildarafla
hverrar veiðiferðar ekki nema meiru en hér segir

1. 5% í 33 daga
2. 15% í 44 daga
3. 30% í 33 daga

Fari þorskafli yfir leyfileg mörk samkvæmt 1. mgr. sbr. 2. og 6 gr., verður andvirði þess
sem umfram er, gert upptækt samkvæmt lögum um upptöku
ólöglegs sjávarafla nr. 32/1976.

6.gr. Útgerðaraðili skal, þegar eftir löndun og strax er löndunarnótur liggja fyrir, tilkynna til
ráðuneytisins með skeyti, hversu lengi skipið lét af þorskveiðum, hvert var hlutfall þorsk
í afla og til hvaða prósentuflokks, sbr. 5.gr., veiðiferðin telst.
Hafi skipið ekki stundað fiskveiðar á þessum tíma, er það lét af þorskveiðum, skal
tilkunna í skeyti / netskilaboðum, hvaða tímabil skipið lét af þorskveiðum, um leið og
skipið heldur til veiða á ný.
Útgerðaraðila eru bundnir við tilkynningar sínar og geta ekki gert breytingar á þeim,
nema að fengnu samþykki ráðuneytisins.
Berist ráðuneytinu ekki skeyti innan þriggja sólahringa frá því er löndun lauk, sbr. 1
mgr. eða skip heldur til þorskveiða sbr. 2. mgr . eða reynast upplýsingar rangar,
getur ráðuneytið ákveðið, að tilkynnt tímabil reiknist ekki með sem þorskveiðibann.

7.gr. Verði upplýsingar samkvæmt 6.gr. ekki látnar í té, getur ráðuneytið ákveðið að
hlutaðeigandi skip skuli láta af þorskveiðum ákveðið tímabil. Fari hlutur þorsks
yfirleyfileg mörk samkvæmt þessari gein, varðar þaðupptöku samkvæmt 2.mgr. 5.gr.

8.gr. Sjávarútvegsráðuneytið getur sett nánari reglur um framkvæmd reglugerðar þessarar ef
nauðsyn krefur.

9. gr. Brot á reglugerð þessari varðar refsingu samkvæmt ákvæðum laga nr. 445. apríl 1948,
um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og ákvæðum laga nr. 81 31. maí 1976, um
veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra
mála.

10. Reglugerð þessi er sett samkæmt ákvæðum laga nr. 445. apríl 1946, um vísindalega
verndun fiskimiða landgrunnsins og ákvæðum laga nr. 8131. maí 1976, um veiðar í
fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni
öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Ólafur Örn Jónsson, 14.4.2015 kl. 17:37

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kjördæmaptið og sukkið fer fyrst og síðast fram á höfuðborgarsvæðinu.Kjördæmapotarar höfuðborgarsvæðisins sitja í ráðuneytum og ríkisstofnunum og soga allar stofnanir ríkisins og allt vald til höfuðborgarsvæðisins.Nú er krafan sú að ríkið eigi allan veiðirétt við ísland og setji hann á uppboð, þótt ríkið hafi aldrei átt hann heldur fólkið við ströndina.Landsbyggðin þarf að horfast í augu við ríkisófreskjuna á höfuðborgarsvæðinu og hafna ríkieign á veiði réttinum.Sveitarfélög á Landsbyggðinni geta leyst veiðiréttinn til sín eins og ríkið.En skársti kosturinn væri að Landsbyggðin losaði sig við þennan skika kringum Seltjarnarnesið og léti þetta afætulið sjá um sig sjálft.Stofna nýtt ísland sem væri allt landið, fyrir utan þennan útnára ,smáblett í kringum Seltjarnarnesið.Og þá gætir þú Halldór keypt togara og ráðið 

Óla ufsa sem kaftein og gert út á togveiðar í Skerjafirði og innan við Viðey.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2015 kl. 20:40

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn hefur nú endanlega gengið fyrir björg og svikið Landsbyggðina.Á flokksþingi hans fyrir skömmu var samþykkt að ríkið skyldi eiga veiðiréttinn,taka hann eignarnámi.Þetta þýðir það ef af verður að fara verður með þessa "ríkiseign" eins og aðrar eignir ríkisins samkvæmt gildandi lögum.Ef ríkið nýtir ekki eignina sjálft verður hún að fara í sölu eða til leigu.Þá fyrst byrjar tilflutningur aflaheimilda frá byggðarlögum og var hann þó nægur fyrir vegna laga sem ríkið setur um veiðiréttinn,framsal veiðiréttarins og veðsetning á eignum sem ríkið á ekki.Hafi Framsóknarflokkurinn skömm fyrir athæfi sem enginn íslenskur flokkur hefur vogað sér að bera á borð,ekki einu sinni Samfylkingin.En innan Sjálfstæðisflokksins eru vissulega menn sem vilja ríkisvæða veiðiréttinn.Slíkir menn eiga varla heima í Sjálfstæðisflokknum.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2015 kl. 20:54

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hugmyndir framsóknarmanna virðast ganga út á það að þegar ríkið verður búið að stela veiðréttinum endanlega,og setja það í stjórnarskrá að ríkið eigi hann,geti ríkið gert leigusamninga til einhverra ára við einhverjar útvaldar útgerðir.Ekkert liggur fyrir að þeir sem eru í útgerð núna muni gera leiguamninga við ríkið, þó það væri hægt.En það er ekki hægt samkvæmt þeim lögum sem eru um eingir ríkisins ef þær eru fénýttar.Þar gildir jafnræðisregla um að allir verða að hafa jafnan aðgang að þeim.Það þýðir einfaldlega að þær verða að fara á uppboð.Þar með færi allur veiðiréttur Vestmanneyinga á uppoð og gæti allur horfið á einum degi.Ætlar enginn að vakna við þetta síðasta rugl Framsóknarflokksins.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2015 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband