Leita í fréttum mbl.is

Alþingi í dag

hefur verið upptekið af því að ræða þingsályktunartillögu um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Mikið er vitnað til þess að forystumenn stjórnarflokkananna hafi lofað slíkri atkvæðagreiðslu ítrekað fyrir kosningar.Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar er stefna hans skýr og samþykkt á Landsfundi sem enginn þingmaður getur gengið gegn, hvað orð sem fallið hafa öðruvísi.

Dagurinn leið við ítrekað rölt þingmanna í pontu til að svara því sem síðasti ræðumaður svaraði ekki. Og svo kom sá aftur til að svara hinum. Og sem áhorfandi, var ég nánast engu nær um útá hvað þessi sýning gekk. 

Brynjar Níelsson reyndi án árangurs að skýra það út fyrir Helga Rafni Pírata hversvegna sitjandi ríkisstjórn sem vill ekki ganga í Evrópusambandið getur með engu móti beðið um áframhald viðræðna. Hún getur því augljóslega ekki farið að stefna slíku máli í þjóðaratkvæði bara til þess að hafa þjóðaratkvæði í máli sem hún sér enga ástæðu til að leggja í þjóðaratkvæði.  Hún er löglega kjörin á almennum kosningum. Hún hefur því þingmeirihluta til þess að fella framkomna tillögu. Hún myndi gera það ef með þarf. Svo hversvegna eru settar á þessar ræður? Ég spyr mig af hverju stjórnarþingmenn eru yfirleitt að taka til máls í svona máli og framlengja þjáningar þingsins.

Nú eru alvarlegir tímar í deilum á vinnumarkaði. Einmitt núna þegar öll hagvaxtarmerki sýna aukinn kaupmátt launa og eflingu þjóðarhags, þá er verið að kveikja elda um allt þjóðfélagið svo farið er að rjúka stafna á milli í meira og minna pólitískum verkföllum Sem stjórnarandtaðan reynir að magna sem mest hún má af fullkomnu ábyrgðarleysi eins og fyrri daginn.

Einhvern veginn hefði ég haldið að meira máli skipti að taka þau mál til meðferðar en að karpa svona um mál sem á enga möguleika að ná fram að ganga. Sérstaklega þegar allir aðilar að vinnudeilunum hafa lýst yfir skilningi á afleiðingum stöðugleika og hættunni sem af verðbólgu stafar.

Það m á til sanns vegar færa að menn uppskeri nú afleiðingarnar af uppgjafarsamningunum við læknana. Þar byrjaði auðvitað núverandi kröfugerð sem mátti sjá fyrir. Spítalarnir lamast nú af sömu ástæðum og þá.  Án lækna hefur spítali engan tilgang. Læknir án starfhæfs spítala hefur engan tilgang heldur.Hvorutveggja óstarfhæft.  Sjúkdómar, dauðsföll og fæðingar halda hinsvegar áfram eins og ekkert hafi í skorist. Alþingi Íslendinga ætti að hafa áhyggjur af þessari stöðu fremur en slíkum deilum um keisarans skegg sem fara fram í dag.

Ég get ómögulega komist að þeirri niðurstöðu að þessi þingdagur hafi skipt einhverju máli fyrir þing og þjóð. Ég er sannfærður um að hann breytir engu fyrir mig eða nokkurn annan í bráð né lengd. Miklu heldur opinberar hann lágkúru einstakra þingmanna, sem virðast ekki koma auga á tilgang sinn á Alþingi og fá sig til að standa að slíkri sóun á kröftum sínum og þjóðarinnar með því að standa fyrir svona sýningu í getuleysi og gersamlegu kæruleysi um þjóðarhag.

Virðing mín fyrir stjórnarandstöðunni á Alþingi óx ekki í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað er þessi Helgi Hrafn Pírati að hamra á því, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, sem landsfundur flokksins vildi alls EKKI, á sama tíma og fulltrúi Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gersamlega svikið það stefnumál sitt fram að borgarstjórnarkosningunum að hafa skuli atkvæðagreiðslu meðal almennings um flugvallarmálið?

Píratar hafa greinilega látið kaupa sitt atkvæði í flugvallarmálinu - þykjast vera fylgjandi beinu lýðræði og voru sjálfir með þá lofuðu stefnu sína fyrir kosningar, að þeir vildu atkvæðagreiðslu um málið, en nú hafa þeir algerlega snúið við blaðinu og eru ekki vitund traustverðari en flokkarnir sem þeir kalla "gömlu spilltu flokkana sem svíkja öll sín kosningaloforð"!

Svo er þetta ESB-mál allt litað af áróðurslygi 365 fjölmiðla og vinnusvikara eða vanhæfra á Rúvinu sem tala jafnan um að "menn vilji sjá samninginn," en það yrði bara ekki um neinn samning að ræða, ekki einu sinni samningaviðræður (negotiations), ESB hafnar slíku alveg og segir viðræðurnar einungis snúast um aðlögun umsóknarþjóðar að regluverkinu og í hvaða röð og hve hve langan tíma sú aðlögun skuli taka! Sjá hér: "Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB)

Og ef einhver hér heldur, að ESB myndi EKKI  taka sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna, þá lesi hann/hún þetta: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1228690/

Jón Valur Jensson, 15.4.2015 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband