Leita í fréttum mbl.is

Umhverfisfasisminn er afstæður

Þó að maður hafi verið að geysa sig hér á þessu bloggi á undanförnum árum og spyrja af hverju  háspennumöstrin á Hellisheiði séu að ryðga niður í kring um Hellisheiðarvirkjun og af hverju rafeindatæki bili meira sem þau eru nær virkjuninni, hafa engin önnur svör fengist en þögnin ein.Jú, eitthvað minnst á niðurdælingar á H2S, einhverntímann, einhvernvegin en óráðið hvernig.

Nú er rannsókn í gang sem tengir saman dauðsföll og mengunina frá virkjuninni. Sama þögnin af því að hér er sósíalísk framkvæmd á ferðinni. Þarna er fólkið eins og Dagur Bé og EssBjörn í framkvæmdum en ekki vondir kapítalistar og gróðapungar.

Ég er búinn að standa talsvert í því að reyna að fá leyfi fyrir vindmyllum, bæði í Bláskógabyggð og á Skeiðum. Í báðum tilvikum á einkalandi þar sem umhverfisáhrifin geta ekki með nokkru móti náð út fyrir landamerkin  nema hin sjónrænu. Hvað þá að þau geti farið ofan í lungu fólks eða skemmt mannvirki í nágrenninu.

Þetta er ekki nokkur lifandi leið að fá tréhestana í sveitastjórnunum til að skilja. Sama hvað þú reynir, sama hversu brýnt er að framkvæmdin komist áfram til að framleiða verðmæti. Þeim gæti ekki verið meira sama um það tjón sem þeir valda á fjárhag mínum og félaga minna?

Þetta er þvílíkt stórmál í augum ráðamannanna að ekki er nokkur leið að fá samþykki til að fénýta sína eigin landareign. Einhverjum, einhversstaðar  annarsstaðar gæti þótt þetta ljótt að hafa fyrir augunum. Þó veit enginn hvort þessi aðili er yfirleitt finnanlegur.Setjum þetta bara í salt. Skítt með þó að við tröðkum á skattborgurunum. Alger blinda á hlutverk kjörinna fulltrúa."Vi alene vider" sögðu kóngarnir okkar.

Hef ég eitthvað stöðvunarvald þó mér finnist hlöðubygginga á næsta bæ ljót? Ef það er vindmylla þá er hún hugsanlega svo ljót að nábúinn getur ekki þolað hana. Alveg án þess að spyrja hvort honum gæti þótt hún falleg? Jafnvel þó að hægt sé að skrúfa hana niður með því að fjarlægja 150 bolta svoe ekkert myndi sjást eftir?

Hellisheiðarvirkjun verður ekki skrúfuð niður með 150 boltum.  Nomenklatúran í Borgarstjórn Reykjavíkur  og sósíalistunum í öðrum sveitarstjórnum leyfist allt meðan einstaklingurinn stendur réttlaus gagnvart umhverfisfasistunum. Ég verð að anda að mér því eiturgasi sem Borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík hentar að freta út í loftið í Hverahlíð. Og þola framleidda jarðskjálfta ef svo ber undir.  En ef þeir vilja ekki horfa á vindmylluna mína þá er það nóg ástæða til að stoppa allt. Þá varðar akkúrat ekkert um mína hagsmuni frekar en hver sé vilji þjóðarinnar í Flugvallar-,Hofsvallagötu-,eða Grensásvegarmálum.

Sýnir þetta ekki hversu umhverfisfasisminn er útbreiddur á sveitastjórnarstiginu í okkar landi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan hvenær voru stóriðjufyrirtækin og þeir sem græða á virkjununum annað en "kapítalistar og gróðapungar"? 

Hitt er satt að virkjanirnar eru á ábyrgð stjórnmálamanna og því "sósíalískar" framkvæmdir til þess að þjóna valdaöflum "kapítalista og gróðapunga."

Til dæmis hefði Kárahnjúkavirkjun hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði verið farið í hana af sovéskum hætti, því að bæði voru of lítil arðsemi og of mikil áhætta þess eðlis, að virkjunin hefði aldrei orðið að veruleika ef stjórnlyndir pólitíkusar hefði ekki knúið hana í gegn. 

Ómar Ragnarsson, 13.4.2015 kl. 23:05

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég verð að segja frá mínum sjónarhóli séð, þá eyðileggja vindmyllur fagurt landslag.

Farðu til San Francisco og keyrðu yfir brúnna sunnan megin við borgina í áttina til Oakland.

þar í hæðunum austan megin við fjörðin er hundruðir af vindmyllum og það eyðileggur landslagið algjörlega.

það er óþarfi að eyðileggja fegurð Íslands, þegar það er hægt að fá raforku á annan hátt.

Fyrir utan það, þá eru vindmyllur að slátra fuglalífi sem er auðvitað önnur góð ástæða að leyfa ekki vindmyllur, ekki bara á Íslandi og heldur alstaðar annarstaðar á þessari jarðkringlu okkar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.4.2015 kl. 23:20

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Omar, allar virkjanir á Íslandi  þar til að heimarafstöðvar vog vindmyllurnar í þykkvabæ voru gangsettar eru á sósíalískum grunni.Og það sem meira er að Nomóneklatúran setur verðið og er eini kaupandinn, þú mátt ekki framleiða rafmagn og selja Pétri og Páli.

Jóhann, vindmyllur slátra ekki fuglalífi. Við höfum ekki fundið einn einasta dauðan. Hér eru ekki leðurblökur né þessi sérstaka fuglategnund fálka í Ameríku sem er svo vitlaus að hún getur ekki lært á vindmyllur eins og gæsir, alftir og aðrir fuglar gera.

Þarn kemurðu að því. Þú vil ráða útsýninu hjá þér. Á ég þá að ráða hvernig þú byggir á þínu landi,  hvaða lit þú hefur á húsinu þínu osfrv.? Hvar endar svona vitleysa. Það eer ekki nóg raforka á Íslandi. Vatnið er endanlegt. Vindurinn er enn nægur.Þetta heldur ekki vatni hjá þér Jóhann minn, ég er eiginlega hissa hvað þú ert einsýnn í þessu máli sem ert annars svo fjári skynsamur

Halldór Jónsson, 13.4.2015 kl. 23:57

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú það sem gerist í Kaliforníu og viðar í USA og PETA hefur mótmælt vindmyllum.

Kanski eru íslenskir fuglar gáfaðri en fuglar í USA 😇, eru kanski engir fálkar á Íslandi.

Það er nú svo Halldór minn að í mörgum hverfum hér í USA þá málar þú ekkert húsið þitt eins og þú vilt og þú byggir engan smá kofa í hverfi sem er með reglur um yfir 200 fermetra hús verði að byggjast í hverfinu. 

Ekki veit ég hvort þú leigir eða átt eignina sem þú býrð í þegar þú ert í Flórída, en það eru flest hverfi með Home Owners Association (HOA) þannig að þessi kenning þín að fólk geti gert það sem því sýnist á sinni lóð heldur ekki þvagi Halldór minn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.4.2015 kl. 20:30

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já það eru samræmingarreglur í deiliskipulögum. En í mínu tilviki er um að ræða bújarðir. það er allta annar hlutur en íbúðahvervi með home owners association.Ef þú ættir einn ranch myndirðu vilja stja vindmyllur á hlöðuþakipð eins og aðrir bændur í kring eða bora eftir olíu með turnum.

Halldór Jónsson, 14.4.2015 kl. 22:24

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekki neitt sem ég er að finna upp um fugla dauða af völdum vind illa, ég set inn link fyrir bara eina grein um þetta málefni.

Samkvæmt þessu þá eru vindmyllur að drepa hundruðir þúsunda af fuglum. Verð að segja að ég bjóst nú ekki við svona háum tölum.

https://naturalreactions.wordpress.com/2013/12/11/estimating-the-extent-of-fatal-bird-collisions-with-wind-turbines/

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.4.2015 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 3418285

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband