Leita í fréttum mbl.is

FIH bankinn seldur

á stórkostlegu undirverði segir Hannes Hólmsteinn. Það hafa nú margir vitað og bent á fram að þessu. En engum dottið í hug að kenna Má Guðmundssyni um þá vitlausu ákvörðun að selja bankann á þeim tíma sem hann var seldur og fyrir það smánarverð sem hann var seldur á. Már Guðmundsson er ekki svo vitlaus.

Það er búið að ganga mikið á í vinstri pressunni(sem er eiginlega öll fjölmiðlun önnur en Morgunblaðið)um að útlista fyrir almenningi hvernig Davíð Oddsson hafi látið plata sig til að lána AlThani í gegn um Kaupþing ótryggt 80 milljarða. Hvernig þessi óhæfi seðlabankastjóri,gersneyddur af tilliti fyrir íslenskum hagsmunum, lét hafa sig í að gera óvildarmönnum sínum í Kaupþingi þennan greiða gegn ónýtu veði í FÍH bankanum hefur verið sungið býsna oft. Þetta hefur verið notadrjúgt á öllum rógsrásum sem vinstri menn ráða. 

Margir hafa þótt sig sjá skuggann af "Store Stygge Ulv" að baki Más Guðmundssonar og gerða hans í Seðlabankanum. Eins og líka var með aðförina að Gunnari Birgissyni í Lífeyrissjóðsmálinu í Kópavogi sem er svipaðs eðlis.

Það ætti að vera morgunljóst að Már Guðmundsson hefði ekki tekið svona stóra og vitlausa ákvörðun eins og að selja FIH bankann án fyrirmæla af æðri stöðum. Núna á að velta Má upp úr stjórnvisku  annars manns.

Alveg eins og að það reynist nú að allt sem Gunnar Birgisson gerði í viðskiptunm milli Kópavogbæjar og Lífeyrissjóðsins var viðskiptalega rétt og löglegt. En það var þá hentugt að nota álygar  í áróðrinum á þeim tíma. Þeir Már og Gunnar  sem fyrir úlfinum urðu sitja uppi með tjónið en gerandinn sleppur í báðum tilvikum

Ef að hér væru starfandi við ljósvakamiðla alvöru ópólitískir fréttamenn myndu þeir væntanlega kalla einhverja í viðtal útaf þessu máli. En auðvitað skipta einhverjir 1-200 milljarðar af almannafé engu máli fyrir þá þegar hinn góði málstaður er annarsvegar. Því er höfð dauðaþögn.

Því er tapið af sölu FIH bankans stórsigur í stéttabaráttunni og æskilegt skref til alræðis öreiganna þó framið hafi verið viðskiptalegt glapræði í pólitískum tilgangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það vita nú orðið flestir hver fer með "alræði öreiganna", eða a.m.k. að það gera ekki öreigarnir sjálfir.
En það hlýtur að vera augljóst að milljarðatap ríkissjóðs vegna þessara viðskipta eru ekki hagstæðir láglaunafólki í kjarabaráttu.

Kolbrún Hilmars, 22.4.2015 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband