Leita í fréttum mbl.is

Einkavæðum fangelsin

fangelsihér á landi. Við ráðum ekki við afplánunarvandann eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Mér  er sagt að í Bandaríkjunum sé mörg ef ekki flest fangelsi einkarekin. Fangelsi eru byggð samkvæmt staðli og aðrar framkvæmdir líka.

Þarna er nýr atvinnuvegur í boði á Íslandi.Ekki er vafi á að þetta munleiða til stórfelldrar lækkunar á kostnaði, sem er löngu farinn úr böndunum eins og þeir geta séð sem lynna sér teikningarnar af nýja fangelsinu á Hólmsheiði.  Með réttri flokkun fanga er ekki vafi á að fækka má verulega á þessum biðlistum sem nú við blasa og lækka kostnað.

(Meðfylgjandi mynd vill ekki koma inn vegna tæknilegra öðrugleika sem dundu yfir bloggið skyndilega og óvænt.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég spyr:

Hvers vegna er verið að setja fleiri í fangelsi núna en fyrir, segjum 20 árum?

Hvað var ákveðið að hafa ólöglegt nú, sem var allt í gúddí þá?

Og ég get ekki mælt með að fangelsi verði einhver gróðaatvinnuvegur, vegna þess að það gæti leitt til þess að fangelsin fari að lobbýa fyrir því að fleira verði gert refsvert, að viðlagðri fangavist.

Eins og er í USA.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.4.2015 kl. 20:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er sitthvað til í því Ásgrímur að fangelsin sækist eftir hörðum dómum í USA. En  hvað skal gera? Glæpamenn eiga að vera í fangelsum segja Bandaríkjamenn og ég held að það sé sitthvað til í því. Allavega eiga þeir ekki að valsa um á meðal borgaranna og halda áfram iðju sinni. 

Það kom hér Bandaríkjamaður og sagðist geta reist sambærilega stórt fangelsi og Hólmsheiðina fyrir þriðjung af kostnaði í byggingu, ég man ekki hvað hann sagði um rekstruinn.

Halldór Jónsson, 23.4.2015 kl. 20:56

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Gleymum því ekki að þjóðinni hefur fjölgað en það versta er að misyndimönnunum hefur fjölgað hlutfallslega meira og þess vegna þarf meira fangelsispláss en frir 20-30 árum 

Kristmann Magnússon, 23.4.2015 kl. 21:48

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Eitt sinn sagði viskumikil persóna mér, að þeir sem ættu það kannski minnst skilið að vera hjálpað, þyrftu kannski mest á hjálp að halda?

Hvað finnst þér um það?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.4.2015 kl. 22:22

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Anna mín, þú kemur mér oft á óvart með því hvernig þú hugsar út fyhrir kassann, En þegar ég hugsa úm þessi orð þín þá get ég ekki séð að þetta þeufi neitt að rekast á. Einkarekið fangeldsi er bara að sníða af kúrfunum á mydunum og ég held að það myndi flýta fyrir því að menn gætu byrjað nýtt líf lausir undan kvíðanmum að eiga eftir að fara í afplánun.

Rétt er athugað hjá þér Mannsi. Þetta á við gæði Alþingimsnna líka, það hefur komið niður á gæðunum þessi fjölgun flokka.

Halldór Jónsson, 24.4.2015 kl. 08:29

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Fyrst af öllu þurfum við öll að spyrja okkur þeirra mikilvægustu mannlegu siðferðisspurninga í samfélagsins mannlífinu:

Hvers vegna höfum við fangelsi í hinum vestræna ("siðmenntaða") heimi? Hvar á lífsleiðinni fóru þessir frelsissviptu einstaklingar út af réttri braut, og hvers vegna?

Það er okkur Íslandsbúum öllum nauðsynlegt og hollt, að velta þeirri spurningu fyrir okkur. Ekki síst vegna þess að dómskerfið á Íslandi er gjörsamlega óverjandi vegna klíkuspillingar.

Einka-mafíu-klíkuvinavæðingar-dómskerfi og einka-mafíu-vinavæðingar-fangelsi?

Það þarf varla nokkur maður að fara langt út fyrir hugsana-kassann, til að sjá hvernig útkoman úr slíku spillingarkerfi yrði?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.4.2015 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband