Leita í fréttum mbl.is

Ætlum við að klúðra því

að taka engar tekjur af ferðamönnum í ár? Virkilega? Finnst okkur þetta bara allt í lagi enn eina ferðina enn að geta ekki látið túristana einu sinni losa vatn sómasamlega við náttúruperlurnar? Hvað þá að ganga Laugaveginn í papírsfjúki.

Úr því að Náttúrupassinn verður ekki að lögum þá á ráðherrann að gefa út reglugerð um að erlendir ferðamenn greiði komugjald og að Íslendingar eigi að láta peninga í bauk þar sem stoppistaðir eru. Einfaldara getur það ekki verið.

Drífa í þessu Ragnheiður Elín. Gerum þetta eins og menn. Ekki klúðra mörghundruð milljónum þetta sumar sem náttúran kallar og hrópar á. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Halldór, Íslenskir nískupúkar borga ekki fyrir lagfæringar efir sitt traðk og þaðan af síður fyrir eftirlit með kjánum.  Íslenskir minni hluta hópar ráð Íslandi í dag, og svo lítur út sem því verði ekki breitt nema með kúbeini.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.4.2015 kl. 11:53

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Borgum við ekki fyrir allt sem ríkið gerir með okkar sköttum? m.a. svona, afhverju ætti túrsitinn ekki að taka þátt í þeim kostnaði, nógu mikið kostar að sækja þá út um allt land þegar þeir eru í vandræðum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.4.2015 kl. 14:27

3 identicon

Ég hjólaði einu sinn gamla járnbrautaleið um Black Hills í Suður Dakota. Þar keypti maður sér passa þar sem maður fór inn á leiðina.

Það var þannig gert að í púlti var umslag. Þú skrifaðir nafnið þinn á blað sem var í því, tókst afrit af því, settir blaðið aftur í umslagið ásamt gjaldinu, lokaðir umslaginu og settir það í læstan póstkassa undir púltinu. 

Þegar ég fór inn á leiðina var biðröð við púltið og póstkassann en enginn var vörðurinn til að fylgjast með, en samt virtust allir vilja borga og styðja við það að hægt væri að viðhalda leiðinni sem var um 120 mílur um gríðarlega fallegt landslag og lá  í gegnum gamla gullgrafarabæi eins og Hill City, Keystone, Custer hjólað framhjá Crazy Horse monument  og endað í Deadwood.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 14:27

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, þið mælið allir rétt. Rafn Haraldur, það þarf ekkert eftirlit með að Íslendingar borgi. Þeir sem vilja svíkja það sem þeim er til trúað er bara skítseyði eins og Gunnar á Hlíðarenda gerði sjálfan siga að með því að snúa aftur.

Halldór Jónsson, 26.4.2015 kl. 14:40

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Hvað varð um allan skattinn til ríkissjóðs, af öllum þessum gjaldeyrisfærandi ferðamönnum, á hinum fjölmörgu ferðaþjónustustöðum á Íslandi?

Fór skatturinn til Lúxemborgar og víðar, af gömlum vana? Án afskipta fjármálaeftirlitsins? Og svo finnst sumum siðblindum baktjaldastjórnendum að þrælarnir á Íslandi eigi að borga skaðann. Af gömlum spillingarkerfisins vana?

Þarf ekki að horfast í augu við staðreyndir raunveruleikans, í spilltu  stjórnsýslu og "eftirlits"-kerfi Íslands?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.4.2015 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 615
  • Sl. sólarhring: 814
  • Sl. viku: 5892
  • Frá upphafi: 3190234

Annað

  • Innlit í dag: 527
  • Innlit sl. viku: 5023
  • Gestir í dag: 464
  • IP-tölur í dag: 445

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband