Leita í fréttum mbl.is

Bjarni góður

á Sprengisandi.

Bjarni hefur óneitanlega skýra sýn á hina stóru hlið yfirstandandi kjaraviðræðna. Hann rakti í skýru máli hversu gersamleg ósamstæðni er með kröfum hinna ýmsu hópa. Hvernig hver treður á öðrum án tillits til heildarinnar. Hann sagðist hafa heyrt kröfur um 100 % hækkun frá einstöku hópum sem gætu alls ekki gengið. 

Hann svaraði Sigurjóni eftirminnilega þegar Sigurjón ætlaði að fara að byrja kratasönginn um ónýtan gjaldmiðil Íslendinga. Bjarni sagði þá að þeir sem héldu það að þeir gætu hagað sér eins við annan gjaldamiðil og þeir gera við okkar gjaldmiðil og byðu krónunni kkar uppá, þeir færu villir vega sem myndi leiða umsvifalaust til stórfellds atvinnuleysis.

Hann sagði fyrirkomulag kjaramála vera úrelt sem líklega blasir við öllum. Það vantaði ramma utan um kjaraviðræður okkar.Ef hægt væri að halda uppi verkföllum í einni grein með styrkjum úr öðrum greinum væri eitthvað meiriháttar að.

Bjarni ræddi um afnám gjaldeyrishaftanna sem ríkisstjórnin stefndi að að leggja fyrir þingið sem fyrst. Þó að óvissan núna á vinnumarkaði hjálpaði ekki til með því máli.

Margt væri nú gott í umhverfi þjóðarinnar. Við værum ekki að flytja inn erlenda verðbólgu með olíuhækkunum og þess háttar. Útlitið á Íslandi hefði í víðum skilningi sjaldan verið eins gott og það væri núna.  Landsframleiðslan væri í hæstu hæðum, kaupmáttur hefur aldrei verið meiri en núna, verðbólgan hefur aldrei verið lægri í langan tíma. Vöruskipti væru í jafnvægi,ferðamannaiðnaður væri í mikilli sókn og margt þar í lagi.

Nú væri hinsvegar brothætt ástand í okkar þjóðfélagi sem gerði það að verkum að auðvelt væri að glutra niður því sem áunnist hefði. Það væri jafnvægi í sjávarútvegi og í veiðum úr stofnum okkar. Það gæti alls ekki gengið að hver gæti veitt að vild sinni úr þeim. Við værum að virkja orkuna. Við hefðum verið að byggja þetta núverandi góða ástand upp á áratugum. Mannauður okkar væri núna mikill til framtíðar og myndi mjög líklega beinast til tækni og þekkingar á mörgum sviðum. Við þyrftum að tengja betur saman skólana og rekstrarumhverfið.

Með skynsemi gætum við farið niður með vexti til lengri tíma. Gjaldeyrishöftin væru á útleið þó þau  færu kannski aldrei alveg. Það getur verið nauðsynlegt segir Bjarni að þjóðhagsvarúðarráðstafanir séu í gildi til að fyrirbyggja slys eins og ef farið væri aftur í erlenda gjaldeyrisinnlánasöfnun. Hvort slíkt séu höft eða varúðarráðstafanir?

Stöðugleikaskatturinn er ólíkur öðrum sköttum ekki tekjuöflunartæki, heldur til að gera okkur kleyft að við getum lyft höftum. Tekjurnar af honum eiga að jafna og  styðja við losun lamennra gjaldeyrishafta. Eiga þær reglur þá að ná jafnt yfir erlendar fjárfestingar Íslendinga vegna jafnræðis spyr þá Sigurjón? Nei segir Bjarni, segir svo ekki vera á þessari stundu. Hinsvegar verði ávallt að ríkja jafnræði og skulu öll viðmið verða athuguðuð í því sambandi.

Hver er vandinn? Hann er  að gengið og verðbólgan gætu farið af stað ef útstreymi gjaldeyris verður of ört. Slitabúin eru okkur vandamál og snjóhengjan er svo annar okkar vandi. Slitabúin eru búin að bagsa við sín mál í 7 ár án þess að þeim sé lokið. Nú verður að grípa inn. Við ætlum okkur að aftengja sprengjuna svo ekki verði hætta á hruni með afnámi haftanna. Þessvegna erum við að leggja mat á hættuna af slitabúunum.

Peningar eru kannski ekkert að fara segir Sigurjón og hefur eftir  Jón G.í London. Bjarni er ánægður með þetta op bendir á að margt sé svo jákvætt á Íslandi miðað við önnur lönd að það sé hreinlega ekki víst nema fjármagn leiti til landsins í stað þess að yfirgefa það. Það geta vissulega alveg verið líkur á að fjármagn leiti hingað frekar en öfugt 

Það eru engin lög um að vextir íslenskum  krónum eigi að vera háir. Þeir ráðast fyrst og fremst af okkur  sjálfum og okkar hegðun. Ef að allar launa hækkanir fara út um allt þá verður óhjákvæmilega vaxtahækkun og verðbólga. Ef af þessu leiddi 10 % hærri vextir hérlendis og meira atvinnuleysi, þá væri það í samræmi við sögu okkar.  Þá leið hafa Íslendingar alltaf valið og þá sögu og afleiðingar þekkjum við. Við þurfum að líka að tímasetja betur stórar  framkvæmdir segir Bjarni.

Sigurjón spurði hvort reynsluleysi ríkisstjórnarinnar sé um að kenna að koma ekki náttúrupassanum á.  Bjarni útilokaði það  í sjálfu sér ekki enda hefði enginn verið í ríkisstjórn fyrr. En yfirleitt kæmu ríkisstjórnir ekki öllu sínu fram.

Við þurfum þá hinsvegar að setja fé í framkvæmdir við náttúruperlur sem okkur tilheyra úr því að þetta kemur ekki til.

Gríðarleg fjölgun ferðamanna er að eiga sér stað. Náttúrupassanum var ætlað að leysa þetta og fjölga ferðamannastöðum. Verkefnin fara ekkert. Við yrðum að leggja úr ríkissjóði í staðina sem ríkið ber ábyrgð á. Flækjustig eru of mörg hjá okkur í mörgum málum. Besta útfærslan var náttúrupassinn svo við verðum að gera eitthvað annað ef við ekki viljum hann.

Verðtrygging er ekki með sama vægi eða sama málið hjá Bjarna og Sigmundi Davíð. Þeir hafa hinsvegar báðir skýra sýn á þau mál. Bjarni telur óraunhæft að útrýma verðtryggingunni alfarið. Hún hafi í mörgu reynst heilladrjúg.

Húsnæðismálin eiga ekki uppruna sinn í Framsóknarflokknum sagði Bjarni. Okkur vanti skýrari framtíðarsýn svo sem hvað varðar Íbúðalánasjóð og framtíð húsnæðislána. Við þurfum að taka afstöðu til Íbúðalánasjóðs, og  hvað getum við gert til að jafna bótakerfin í húsnæðismálum og leigumálum.

Samstarf ríkistjórnarflokkanna er jafngott og það hefur verið frá byrjun. Bjarni sgist ekki hafa minnstu áhyggjur af því. Ég hef ekki áhyggjur og ekkert vandamál með það segir Bjarni.

Spurður um Páll Jóhann og makrílinn, þá segir Bjarni slík mál auðvitað óþægileg þegar upp koma  en ekki einsdæmi. Þau yrðu leystþ  Óheppilegt spyr Sigurjón?  Bjarni svarar með því að áður en þetta mál komi upp hafi bændur veri á þingi lengi, líka sjómenn, líka skipstjórar og  útgerðarmenn. Þeir greiða hver um sig eitt atkvæð af 63. Alþingi er ekki venjuleg stjórnsýslustofnun. Alþingi er er spegill þjóðarinnar segir Bjarni.

Vaskurinn í ferðaþjónustu var settur af ykkur segir Sigurjón. Frændur þínir eru í Borgun og þetta er allt saman óþægilegt fyrir þig. Það er allt reynt í pólitík svarar Bjarni. Frændur mínir eru þarna  en ég fylgist ekki með hvað þeir eru að gera. Ég veit ekkert um atvinnulífið núna. Ég sleit öll tengsl við það og sagði mig úr öllum stjórnum fyrirtækja fyrir 7 árum. Ég valdi að vinna á mínu stjórnmálasviði. Ég hef ekkert að fela og ég er með hreint hjarta. Engir brestir eru í stjórnarsamstarfinu. Viltu bara ekki bera þetta saman við síðustu stjórn Sigurjón?.

Það er styrkur meirihluti  á þingi.Það var og er ásetningur okkar í ríkisstjórninni að gera aðgerðir sem bæta lífskjör í landinu. Þau verði betri í ár en árið áður. Hefur einhver könnun sýnt að við viljum ganga í ESB spyr Bjarni þegar Sigurjón ætlar að byrja með þjóðaatkvæðismálið og viðræðuslitin.  Þessi ríkisstjórn ætlar ekki í ESB, það liggur alveg fyri segir Bjarni að lokum. Og það er aðalmálið hvort þjóðin hefur vilja til að ganga í Evrópusmabandið.

Ef fólk ætti þess kost að hlusta betur á Bjarna og hans málflutning væri Sjálfstæðisflokkurinn ekki fastur í 25 % tölu til langframa.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hysja upp um sig í áróðursmálunum og trúboði sjálfstæðisstefnunnar. Það er til hreinnar skammar og hroðalegt fyrir okkur fótgönguliðanana að horfa upp á dugleysi Valhallar. Það er eins og neistann vanti elgerlega. Það þýðir ekkert að vinna bara 9-5 ef maður ætlar að veiða sálir.

Bjarni er nefnilega góður í því sem hann er að gera. Aðrir í flokknum eiga að sjá um áróðurinn og almannatengslin en standa sig bara ekki. Þessvegna er fylgið pikkfast í 25 % og Valhöll veðsett upp í rjáfur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Tek undir með þér Halldór - Bjarni stóð sig frábærlega vel á Sprenigsandi í morgun - ekkert hik - öllum spurningum svarað um hæl og svarað vel. Vaxandi maður hann Bjarni eftir að hann losnaði við Davíð af öxlinni á sér.

Hins vegar er ég ekki sammála Bjarna um að  bændur hafi nú bara haft eitt atkvði til að kjósa um sérhagsmunamál sín Þeir stóðu saman eins og klettur og höfðu meirihluta til að koma öllum sínum málum í gegn um þingið. Það muna nú margir tollskrána 100% tollur á nagla og skrúfur en 0% á hófnagla og girðingalýkkjur - 100% á lýsingartæki en 0% á lampagler svo bændurnir gætu nú komist með hjálp olíuluktanna út í fjósið. Nei þegar þeir voru í meirihluta á þingi þá hugsuðu þeir sko vel um sig og sína.   

Kristmann Magnússon, 26.4.2015 kl. 19:04

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Jahá Mannsi

Bændur eru búmenn og hugsa vel um sig og sína og voru lengi sameinaðir í góða flokknum sínum. Maður las Samvinnuna í sveitinni þó minn bóndi Hann Jón Jónsson í Árdal, ættaður frá Gilsbakka, kvæntur Halldóru Hjartardóttur að norðan keypti líka Ísafod g Vörð.Makalaus tími sem maður átti hjá þeim heiðurshjónum og ógleymanlegt að hafa kynnst þar gamla Íslandi sem enginn þekkir í dag

Halldór Jónsson, 26.4.2015 kl. 19:27

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bjarni hefði átt að láta það ósagt að ef til vill hefði verið gert of mikið af því aðh ækka lægstu laun umfram aðra,Hann laug.Hann miðar við prósentuhækkanir.Með kauphækkunum í prósentum breikkar stöðugt bil þeirra sem fá minnst í krónum og þeirra sem fá mest.Líla hefði hann mátt sleppa því að tala um að launafólk eigi að koma fram sem ein heild.Það þýðir það að færa á valdið yfir verkalýð á Landsbyggðinni til hátekjufólks á Höfuðborgarsvæðinu.Vonandi troða vilhjálmur og Aðalsteinn þessu öfugu ofan í hann.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2015 kl. 21:22

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Enginn hugsaði betur um bændur á þingi, en kaupfélagsstjórinn, þingmaðurinn og ráðherra landbúnaðarins til margra ára en Sjálfstæðismaðurinn Ingólfur á Hellu.Blessuð sé minnig hans.Þá var Sjálfstæðisflokkurinn alvöruflokkur.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2015 kl. 21:28

5 Smámynd: Eðvarð Lárus Árnason

Sæll Halldór.  Þú segir að það dugi ekki að vera bara við veiðar mannsála á milli 09 og 17:00 Það má vera, en veiðimennirnir þurfa beitu, annars veiðist ekkert.  Hvað gætu veiðimennirnir notað til beitu??  Kannski makril.  Makríll flæðir sumarlangt yfir fiskimiðin okkar og hirða ætið í lífríkinu, þannig að skaði er að.  Halldór ég vil benda þessum veiðimönnum sem þú nefnir í bloggi þínu á.  Notið makril sem beitu.  Stuðlið að því að veiðar smábáta á makril verði gefnar frjálsar og og fiskimenn allt í umhverfis landið geti aflað sér og þjóðinni björg í bú.  Þetta gæti gefið duglausum sálnaveiðimönnum í Valhöll sem þú nefnir svo, mokveiði...

Eðvarð Lárus Árnason, 26.4.2015 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband