Leita í fréttum mbl.is

Er ekki hægt að nota eitthvað úr þessu?

Cameron ávarpaði Breta eftir sigurinn eftir því sem Morgunblaðið greinir frá:

" Við get­um gert Bret­land að stað þar sem all­ir eiga mögu­leika á góðu lífi sem eru reiðubún­ir að vinna og standa rétt að mál­um,“ sagði Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, í dag þegar hann flutti ávarp fyr­ir fram­an Down­ingstræti 10. Skömmu áður hafði hann gengið á fund Elísa­bet­ar drottn­ing­ar og fengið umboð til þess að mynda nýja rík­is­stjórn eft­ir að ljóst varð að flokk­ur hans, Íhalds­flokk­ur­inn, hefði fengið meir­ir­hluta þing­sæta í bresku þing­kosn­ing­un­um sem fram fóru í gær.

Ca­meron sagði að stefnu­skrá Íhalds­flokks­ins væri stefnu­skrá vinn­andi fólks. Með meiri­hluta í þing­inu gæti ný rík­is­stjórn flokks­ins fram­kvæmt allt sem þar kæmi fram. Enda væri meiri­hluta­stjórn eins flokks að hans mati ábyrg­ari gagn­vart kjós­end­um. Lagði hann áherslu á aukið fram­boð iðnáms í Bretlandi, aukna dag­vist­un barna og aukn­ar ráðstöf­un­ar­tekj­ur al­menn­ings með lækk­un skatta. Millj­ón­ir nýrra starfa yrðu til og mik­ill fjöldi hús­næðis byggt sem venju­legt fólk hefði efni á.

Þjóðar­at­kvæði fer fram um ver­una í ESB

For­sæt­is­ráðherr­ann sagði enn­frem­ur að þjóðar­at­kvæði um veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu færi fram eins og heitið hefði verið og Skot­land fengi stór­aukið vald yfir eig­in mál­um. Þar á meðal varðandi skatt­heimtu. Sama yrði raun­in með aðra hluta breska kon­ung­dæm­is­ins, Eng­land, Wales og Norður-Írland. Ný rík­is­stjórn myndi leggja áherslu á að sam­eina landið og tryggja að ár­ang­ur­inn af betri stöðu í bresku efna­hags­lífi skilaði sér til allra lands­hluta.

„Þetta snýst um að veita öll­um lands­mönn­um tæki­færi þannig að sama hvaðan fólk kem­ur hafi það mögu­leika á að ná sem mest­um ár­angri,“ sagði Ca­meron. Meðal ann­ars að þeir tekju­lægstu hefðu mögu­leika á mennt­un, störf­um og framtíðar­von. Framtíðin fæli í sér mik­il tæki­færi fyr­ir Bret­land. Sam­an gætu Bret­ar tryggt land­inu, sem ætti sér glæsta sögu, glæsta framtíð. „Í sam­ein­ingu get­um við gert Stóra-Bret­land enn stærra.“

Spurning er hvort við í Sjálfstæðisflokknum gætum ekki notað eitthvað úr þessu hjá Cameron? Er ekki eins og mann minni að við höfum séð eitthvað svipað áður í gömlum stefnuskrám Sjálfstæðisflokksins meðan hann var og hét?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jú, medan hann var og hét. "Nú er hún Snorrabúd stekkur" og ekki margt sameiginlegt med thví sem ádur var, í flokknum, thví midur.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.5.2015 kl. 19:30

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ætli það - kannski var eitthvað 'varið' í sjálfstæðisflokkinn fyrir einhverjum áratugum en núna ....

Rafn Guðmundsson, 8.5.2015 kl. 22:11

3 identicon

Mér sýnist hann Bjarni Ben ekkert minni karakter en Cameron, með sínar stóru hugsjónir fyrir landið eins og orkuauðlindarskattinn.

Menn töluðu um hann, að hann væri fæddur með silfurskeið í munni, má vera satt en skiptir ekki máli þar sem hann getur ekki gert af því.Hann hefur sýnt það að hann hvort sem hann á silfurskeið eða ekki, þá er hann bara drengur góður og hugsar fyrir heildina. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.5.2015 kl. 22:11

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru það þá ekki fordómar að klifa endalaust á því,að menn eigi efnaða foreldra. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2015 kl. 02:11

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Bjarni er góður drengur og hann er eldklár hvað varðar rekstur ríkisins.En hann getur ekki staðið einn í eldlínunni í ráðuneytinu og drifið flokkstarfið áfram samstímis. Samstarfsmennirnir eru lítið að hjálpa. Sjáið Náttúrupassan, styttingu menntaskólans,makrílinn,lekamálið. Það er eins og þingmennirnir séu mállausir og svo latir að þeir nenni ekki að fara út á akrana að prédika og vökva. Valhöll er steindauð og þaðan kemur ekki neitt. Við höfum flottan formann  en það er ekki nóg, hann verður að hafa eitthvað lið með sér sem nennir að berjast. Hvað erum við með marga varaformenn sem áttu að sinna flokksstarfinu?

Halldór Jónsson, 9.5.2015 kl. 08:22

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ef einn flokkur nær ekki hreinum meirihluta á Bretalandi þá er talað um veikar stjórnir.  Á íslandi er talað um sterkar stjórnir hafi þær 35-6 þingmenn, það virðist eingu skipta hvað flokkarnir sem að henni standa eru margir. 

Hrólfur Þ Hraundal, 9.5.2015 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband