Leita í fréttum mbl.is

Sátt um sjávarútvegsstefnuna

er Sjálfstæðisflokknum ofarlega í huga skiljanlega þegar fylgi flokksins er  ekki að rísa mikið frá degi til dags.

Flokkurinn boðaði til fundar um efnið s.l. mánudag í Valhöll og var Þorsteinn Pálsson einn frumumælenda. 

Ég var ekki meðal fjölmargra fundargesta en mér hefur heyrst að frummælendur teldu góðar horfur á því að sátt gæti náðst um málið, sérstaklega ef menn vildu sjá að kerfið er og hefur verið það besta í heimi. Og vissulega er margt gott hægt að gera fái maður frið til þess.

Þó hefur Jón Gunnarsson, sem var einn framsögumanna, lýst því yfir við annað tækifæri, að hann styðji ekki makrílfrumvarpið nýja feli það í sér framsalsheimildir.

Þarna er kominn fram  grundvallarmunur í hugsun sem gengur þvert á útlistunina á hagkvæmni framsalsins. Og hugsanlega er Jón þarna með höndina á auma punktinum í þjóðarsálinni sem er að menn geti hagnast á því að gera ekki neitt sjálfir vegna þess að hafa gert eitthvað í gamla daga sem hefur fært þeim eignarhald á óveiddum fiski.

Manni heyrist það á fólki hingað og þangað að veiðirétti eigi að fylgja veiðiskylda og hagkvæmnissjónarmið eigi að víkja eitthvað fyrir því sjónarmiði.  Nú kaupa menn kvóta þegar þeir eru á leiðinni til lands með afla sinn. Og er þá nokkuð ljóst að að það er ósýnilegur sjósóknari um borð.

Þetta fer í taugar margra og hleypir í þá mælsku um þjóðareign, stjórnarskrá og svoleiðis. Sem ekki hefur minnsta mark verið á tekið til þessa.

Það verður gaman að fylgjast með því hvort Sjálfstæðisflokknum tekst að skapa sátt um sjávarútvegsstefnuna og þá á hvaða forsendum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418432

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband