Leita í fréttum mbl.is

Erlingur Garðar

Jónasson skrifar hressilega grein í Mbl. sem oft áður.

Hann segir:

"Hvað leiðir af öðru, vantraustið grasserar, þetta er hræðilegt og fjölmiðlar með Moggann minn í broddi fylkingar eru í djúpum skítamokstri dag eftir dag og ég sjálfur alltof oft. Hvar og hvenær skyldum við skrifbeitar og allir aðalleikarar leikhúss fáránleikans skynja að nú er komið nóg? Nú er virkilega komið nóg af fokking fokk, því lítið er gagn eða gaman af spjallinu þegar aukaatriðin eru aðalatriði, formið orðið að forsendu. Þetta heitir víst að smíða ónothæfan úlfalda úr mýflugu. En þurfum við endalausar svartnættisspár?

 

Já, það er bráðnauðsynlegt og er miklu verðmætara en áhyggjurnar hér að ofan sem eru byggðar á samviskubiti viðkvæmra sála hvers tíma og eru einstaklega léttbærar hörðnuðum sálum í nútímafjölmiðlun. Þetta kom fram hjá fyrrverandi ritstjóra Mbl. þegar hann staðhæfði m.a.: »Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt.«

 

Ljóðagerendum allra tíma hefur verið meginmál að vara við lífsháskanum.

 

Jarðsamband þeirra pólitísku hugsjóna sem helst hafa ráðið Íslandi var rifið upp með rótum að mati Matthíasar skálds og Morgunblaðsritstjóra með tilvísun til uppgjörs hans og skáldsins frá Kötlum við pólitíska bernsku þeirra í bók Matthíasar »Vígvöllur siðmenningar« sem sýnir að skáldið titrar milli steins og sleggju og þykir sárt að þurfa að yrkja nú sem Jóhannes úr Kötlum. Við eldri skiljum ekki t.d. að óreiða »hægri« stjórnvalda eigi að valda eignarnámi »vinstri« stjórnvalda í eignum okkar og skerðingu á áunnum bótarétti frá tryggingasjóðum eftir að okkar kynslóðir hafa skilað landinu ríku af alls konar gæðum og verkfærum til að viðhalda auði auðlinda til öryggis um alla framtíð.

 

»Svo að askurinn sjálfur verði aldrei tæmdur og fuglar geti sungið fyrir komandi kynslóðir,« eins og Matthías vildi.

 

Skammhleypt stjórnvöld slá enn upp skjaldborg um fjármálastofnanir, brask og svipað bruðl í opinbera bákninu sem áður. Með því að virkja okkur nytsama sakleysingjana fáum við gjaldstofna með nýjum gerðum jarðsambandslausra þjónustugjalda hugmyndalausra stjórnvalda, sveitarfélaga og banka. Þetta er rán og ekkert annað, of langt er seilst við að taka upp bankabónusa, sem var elexírinn í nýjasta hruninu.

 

Rúmlega 20 milljarða aukaskatti á lífeyrisþega frá 1. júlí 2009, álögðum af vinstri skjaldborginni, hefur t.d. enn ekki verið skilað þrátt fyrir að vera í eðli sínu skyldusparnaður en ekki skattur.

 

Ludvik Holberg kvað:

 

<ljóð>Með orðum vega yfirvöld,

 

en ekkert sjálfir megna.

 

Eitt er: um sjókort orða fjöld

 

Og annað: skipstjórn gegna.

 

Í blaða og funda gargansgríð

 

Menn geta fjölmargt sannað.

 

En til að stjórna landi og lýð

 

Þarf langtum meira og - annað. (Sennilega þýddi Hannes Hafstein)

 

Auðvitað eru púkarnir á fjósbitanum margir og vissulega er erfitt fyrir okkur að kveða fólin niður en það verður víst að leyfa þeim að vera þar og sennilega er það hagkvæmast, því ekki standa þeir undir þungum byrðum.

 

Við þökkum hins vegar forsjóninni fyrir að hafa átt djarfa frumkvöðla, og það að við byggjum Ísland, við búum við verðmæti og við eigum öryggi, en við tökum undir í herópi Einars Ben: Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands. Við erum vöknuð...! er það ekki?

 

Frú Vigdís forseti sagði að 100 ár þyrfti til að afla sér borgaralegrar menningar en lærdómsferill okkar væri aðeins 67 ár og meðal ríkjandi meinsemda væri umræðuformið í pólitískri umræðu sem Kiljan kallaði þrætubók.

 

Þó virðist ástandið ekki betra í Danmörkinni minni samkvæmt nýjustu fréttum þaðan. Í umræðu um vantraust milli aldursflokka segir í danskri umræðu um þessar mundir: Það er ekki auðvelt að skapa sameiginlegan skilning á þeim verkefnum sem liggja fyrir dönsku samfélagi næstu 10 ár. Það er aftur og enn aukinn halli og þess háttar verkefni sem eru á næstu grösum, eins og allir vita.

 

Alvarlegast er að hin breytta samsetning af þegnum samfélagsins er að hinir öldruðu eru móðgaðir og sárir og afneita með öllu að vera byrði á samfélaginu. Og þeir yngri vilja ekki greiða eftirlaun öldruðum sem enn hafa vinnugetu og geta spilað golf. En þeir sömu ungu telja það rétt sinn að gefa sér langan tíma til að mennta sig, fara frá einni grein til annarrar í menntakerfinu eða fara kynningarferðir um heimsbyggðina, áður en þeir fara að taka þátt í framleiðslu verðmætra afurða heima fyrir, sem fjármagna samfélagsgæðin og rétta við hallann.

 

Þar sem það eru pólitískir þykjustuleikir stjórnmála sem mest og best telja hjá almenningi verður umræðan um velferðarmál samfélagsins drulluskítug. Borgurunum er sama um heilaga eiða eða annað, ef biðlistarnir eru bara stuttir.

 

Það virðist því ekki hægt að búa við pólitíska frasa lengur um heimóttarskap okkar á skerinu.

 

Já, frú Vigdís forseti, »kartöflurnar eru víst alls staðar soðnar í vatni« eins og þýska máltækið segir."

 

Ég fór óhjákvæmilega að velta fyrir mér hvað ég gerði ef Erlingur myndi berja saman stjórnmálaflokk til framboðs í öllum kjördæmum? Ópólitískan flokk sem sem hefði einungis þá stefnu að styðja mál sem auka hagvöxt þjóðarinnar og stöðva eða jafnvel endurheimta skerðingar til aldraðra?

Myndi ég kjósa hann? Myndi ég kjósa hann ef hann hætti að leggja fjármagnstekjuskatt á verðbætur af sparifé eins og hinir flokkarnir gera allir?

Setjum svo að þessi einfaldi flokkur næði 5-10 manns á þing? Gæti jafnvel náð fylgi af Pírötum? Hann gæti lent í aðstöðu til að segja skák? Þessi flokkur þekkir alla íslenska stjórnmálamenn og veit upp á hár hvaða karakter hver þeirra hefur. Þessi flokkur hefur nefnilega lengri reynslu en aðrir flokkar og lætur ekki fokka með sig.

Spurning um afl og úthald? Golfáhuga stjórnarformannsins í Félagi eldri Borgara sem ekki munu kemba hærurnar á Alþingi? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Lárus Árnason

Almáttur hjálpi þer Halldór. Þetta jaðrar við guðlast að þú sanntrúaður Sjalli, sért að ganga af trúnni !  Þá getur Sjálfstæðisflokkurinn tekið sér orð sr. Sigvalda og beðið guð að hjálpa sér. Kv.cool

Eðvarð Lárus Árnason, 15.5.2015 kl. 16:37

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Nei Eðvarð
þetta hefur verið að smá ágerast hjá honum Halldóri. og ég efast um að orð sr. Sigvalda dugi í þessu tilfelli 

Kristmann Magnússon, 15.5.2015 kl. 19:30

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Eddi minn, hvaða flokkur sýnist þér ætla að hugsa um aldraða og kjör þeirra eftir kosningar? Hver er þín reynsla?

Mannsi hefur hinsvegar skilið vel allt það sem séra Sigvaldi sagði fram að því að honum féll allur ketill í eld. 

Halldór Jónsson, 16.5.2015 kl. 11:17

4 Smámynd: Eðvarð Lárus Árnason

Halldór minn.  Ég held að af fenginni reynslu að þessi þjóð okkar ætti ekki að hafa kosningarrétt í svona 4 ár eða lengur því hún hefur ekki þroska til þess að fara með atkvæðin og atkvæðin hafa ekki heldur nægan þroska.  Heimskan birtist á ýmsum sviðum s.s.ruglinu sem er að gerastí Feneyjum þar sem rugludallar leika sér með peninga frá ríkiskassanum og eyðileggja mannorð  Íslendinga þar.Við höfum utanríkisráðherra sem hefur ekki getu til að skrifa bréf þannig að viðtakandi skilji efni bréfsins.  Ég ætla ekki að nefna múslimadýrkun né Reykjavíkurflugvöll. Það gæti verið landi og þjóð hollt að viðtæki utanþingsstjórn, sem hefði 4ár til að koma skikki á.  Ef þessi ríkisstjórn hrökklast frá þá vitum við að við viljum ekki Samf.og Komma. Karlinn á götunni segir að næsta stjórn verði Píratar með það brot sem eftir verður af Sjálfstæðisflokknum.  Ekki verður það tilhlökkunarefni.  Bkv.cry

Eðvarð Lárus Árnason, 16.5.2015 kl. 11:53

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Lnegi getur vont versnað

og sem betur fer gott besnað!

Halldór Jónsson, 16.5.2015 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband