Leita í fréttum mbl.is

Samkeppnissektir

leggjast á hin og þessi fyrirtæki öðru hverju. Sá sem græðir á lögbrotum er ekki sá sem fyrir þeim verður heldur Ríkið.

Svo segir frétt í Mogga:

"Samkeppniseftirlitið lagði í gær 650 milljóna króna sekt á Norvik, móðurfélag Byko, vegna brota Byko á samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Eftirlitið telur að brot Byko hafi meðal annars falist í reglubundnum, yfirleitt vikulegum, samskiptum við gömlu Húsasmiðjuna um verð, birgðastöðu og fleira í því skyni að hækka verð eða vinna gegn verðlækkunum á grófvörum. Einnig hafi verið haft samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum, hækka verð á mið- stöðvarofnum og að vinna gegn verðsamkeppni í sölu á gagnvörðu timbri (pallaefni) á aðalsölutíma þeirrar vöru og reyna þess í stað að hækka verð.

Þá hafi Byko gert sameiginlega tilraun með gömlu Húsasmiðjunni til þess að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru og með því að hafa ákveðið með Byko að fylgjast með aðgerðum Múrbúðarinnar á markaðinum.

Samkeppniseftirlitið segir brot Byko hafa verið framin af ásetningi. Þau hafi verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi öllum umtalsverðu tjóni. Sektin sé lögð á móðurfélag Byko til þess að stuðla að því að brot af þessu tagi verði ekki framin innan þeirrar samstæðu sem Byko tilheyrir.

Byko telur með ólíkindum að stjórnvald líkt og Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun sem er í beinni andstöðu við niðurstöðu dómstóla í fyrri málum. Í tilkynningu frá félaginu segir að slík ákvörðun geti vart verið lögmæt. Hefur fyrirtækið ákveðið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar."

Ef ríkissjóður er sameiginlegur fyrir alla landsmenn, fá  þá ekki tjónvaldarnir til jafns við aðra af sektarféinu úr honum?

Hvað gerði Ríkið til að bæta tjón almennings vegna samráðsins? Getur Múrbúðin fengið sitt tjón bætt vegna niðurgreiddrar samkeppni af hálfu bankanna? Af hverju eru fyrirtæki gerð ábyrg fyrir brotum forstjóranna? Hafa fyrirtæki sjálfstæðan vilja eða lúta þau vilja stjórnandans.

Visa og Eurocard þurftu að borga milljónir vegna ákvarðana forstjóra sinna? Annar fékk stöðuhækkun til bankastjóra þrátt fyrir auðsýndan einbeittan brotavilja.En tjónþolarnir máttu éta það sem úti frýs þrátt fyrir samkeppnissektir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband