Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarandstaðan óþörf?

að því að Helgi Rafn Pírati eða Óttar Proppé upplýsa á Sprengisandi? Þarna er sagt að þingforsetinn ráði öllu á þinginu en stjórnarandstaðan engu. Hún hafi engin önnur úrræði en málþóf og málalengingar til að tefja afgreiðslu þeirra mála sem ríkisstjórnin vilji koma fram. Eins og til dæmis þrætubókin um Rammaáætlunina og nú húsnæðisfrumvörp Eyglóar.

Þetta er auðvitað góð staðfesting á þeirri skoðun sem margir hafa, að tíma þingsins sé mestan part eytt í málæði sem engu skilar. Ríkisstjórnin kemur fram og hlýtur að koma fram þeim málum sem henni sýnast. Stjórnarandstaðan skiptir þannig engu máli nema í tímalengd ræðumennskunnar og fyrirspurna.

Myndi ekki þingið ekki afgreiða miklu fleiri gagnleg mál frá ríkisstjórninni ef stjórnarandstaðan væri bara aðgerðarlausari og hætti þessari sífelldu tímaeyðslu í allskyns mótþróa? Það hlýtur því að vera rétt að reyna að stytta þessar umræður allar en að ríkisstjórn hverju sinni klári mál sem fyrst?  Sem er auðvitað búið að kjósa til að afgreiða sín stefnumál og hún á að fá að koma þeim í gegn án truflunar nema þá frá Forsetanum sem stoppar þá mestu vitleysurnar.

Alveg sama þó Steingrímur J. haldi að hann skipti einhverju máli í sínum vífillengjum. Alþingi eigi að starfa sem færiband fyrir réttkjörna ríkisstjórn hverju sinni svo fyllstu skilvirkni sé gætt. Þá gætu þingmenn kannski fengið tíma til að lesa ESB lögin áður en þeir stimpla þau óséð eins og þeir og Steingrímur hafa venjulega gert.

Er ekki bara Þingið allt of hægvirkt fyrir nútímann? Séu gerðar vitleysur af meirihlutanum verður næsta kjörna þing að breyta því? Stjórnandstaðan á þingi sé bara óþörf í raun og veru til annars en að skemmta sjónvarpsáheyrendum? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hægvirkt er það og þannig er að því fleiri flokkar því seinna gengur allt. Þrír flokkar á þingi eru yfirdrifið nóg, fyrir þrjúhundruð þúsund manna samfélag.

 Það kemur örugglega alveg nóg af vitleysisþrasi frá þremur flokkum þó ekki sé nú verið að draslast með þrjá kommúnistaflokka, tvo íhaldsflokka þar sem annar þeirra getur skipt litum eins og kamelljón og svo ein stjórnleysingjaflokk sem í raun er hallur undir kommuista.

Sá sem ekki getur fundið sínum málum farveg innan þriggja flokka, er ljóslega óhæfur til samstarfs og því illa brúklegur á þing.       

Hrólfur Þ Hraundal, 17.5.2015 kl. 15:20

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Málþóf í þingsölum víða um heiminn ekki bara á Íslandi, er nauðsynlegur hluti af þingræði með fulltrúa skipulagi.

Til dæmis þá var enginn flokkur með hreinan meirihluta í síðustu kosningum, þó lengra væri litið. Ekki voru Sjálfstæðismenn  og Framsóknarmenn með sömu stefnu yfirlýsingar fyrir síðustu kosningar. Þar af leiðandi geta stjórnarliðar ekki kokkað einhvers konar lélega kjötsúpu og ættla landsmönnum að éta hana (makríls frumvarpið) t.d.

Stjórnarandstaðan notar þá eina vopnið sem hún hefur, nota málþóf til að halda málefninu í umræðum til að allir skilji og viti hvað er verið að kokka.

Auðvitað kemur að því að ef að kjötsúpan er bragðvond, so to speak, að almenningur verður á móti og ef meirihluti þingsins ætlar að neyða súpuna á almenning þá er eini ventillinn að forseti lýðveldisins getur set málefnið í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Málþóf hægir á frumvörpum þannig að það gefst meiri tími í að spá í hvaða afleiðingar kemur frumvarpið til með að hafa.

Ekki þekki ég þingsköp nógu vel á Íslandi, en hér í USA þá geta 41 öldungarþingmenn af 100 stoppað málið algjörlega með málþófi. Málþóf fer öðruvísi fram í USA, það þarf ekki að eyða tímanum í ræðupúltinu, heldur er kosið um að setja frumvarpið fyrir atkvæða greiðslu eða fer málið í málþóf, ef það eru 41 sem segja nei við að setja frumvarpið til atkvæðagreiðslu, þá er frumvarpið dautt.

Eitthvað mundi nú vera sagt á Íslandi ef 59% þingmanna fengju ekki að koma frumvörpum sínum til atkvæða greiðslu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.5.2015 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband