Leita í fréttum mbl.is

Leiddir til slátrunar

um þessar mundir eru allir atvinnurekendur landsins meðan kommagengið í verkalýðsfélögunum brýnir kutana og ætlar að taka völdin í þjóðfélaginu þann 6. júní.n.k.

Af hverju akkúrat á þessum degi?  Af hverju á gengið að stjórna ferðinni og ráða dagsetningum?  Af hverju grípa ekki hinir til ráðstafana?  Er hægt að koma í veg fyrir að laun verði greidd út um mánaðarmótin?  Stöðva Tryggingastofnun Ríkisins? Bankana? Sjá til þess að verslanir verði vörulausar? Spítalarnir verði óstarfhæfir og elliheimilin?  Flugstarfsemi leggist niður. Siglingar og vöruflutningar leggist niður.Alvaran ein ráði ríkjum. 

Velja verkalýðsséffarnir ekki sjálfir það sem á að  truflast í velheppnuðum vinnudeilum? Bensín, mjólk, búðir, skemmtanir og ÁTVR var hér áður fyrr tekið af öllu fólki sem ekki átti beinan þátt í deilunum. Er ekki rétt að athuga hvort ekki sé hægt að bæta um betur til þess að fólk læri einhvern tímann hvað verkföll þýða?  Þetta eru ekki skrautsýningar og sport í eðli sínu þó að Íslendingar hafi litið þannig á það.

Svíar lærðu allt um verkföll haustið 1909 eftir langvarandi skærur á vinnumarkaði. Þeir hafa farið gætilega síðan.

Ef drifið er í að fara í þessar þráðu aðgerðir þá minnkar hugsanlega tjón þjóðarbúsins í heild þar sem ferðamannatíminn fer í hönd eftir mánaðarmót. Af hverju á kommaliðið að ráða ferðinni og velja sér til hólmgangna við auðvaldið bæði stundir og staði? Þurfa ekki þrír fjórðu af verslunarmönnum að læra hvað það kostar að greiða ekki atkvæði um verkfall?  Þarf ekki þjóðin að fá lexíu sem hún gleymir ekki strax? Sýnikennslu í því hvað verður að gera til að bæta okkar aðferðir?

Eða finna einhverja viðunandi lausn í skugga ógnarinnar? Því fyrr munu menn biðja um lagasetningu sem snerran verður harðari strax í byrjun.

Loksins þegar örlaði á kaupmáttaraukningu og betri tíð, þá er verið að leiða þjóðina til slátrunar að hætti verkalýðsfurstanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Stæll Dóri minn

Síllinn að þínum hætti og engu þar við að bæta. Lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938 þarf að laga að nútímanum. Verkföll ætti einungis að mega að boða sé hreinn meirihluti þeim fylgjandi. Og banna þarf gíslatöku sjúklinga, hvrt sem eiga í hlut læknar eða aðrir.

Kv.

Einar

Einar Sveinn Hálfdánarson, 20.5.2015 kl. 20:59

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Verkbann á línuna og thad strax á morgun. Thad er thad er thad eina sem dugar.

Hilsen ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.5.2015 kl. 08:24

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Það virðist ekki duga til að sá sem nú er framkvæmdastjóri SA heiti Þorsteinn. Var það ekki Þorsteinn Pálsson sem er sá fyrsti og eini með bein í nefinu hingað til að setja vinnustöðvun á þegar verkfall einstakra félaga hófst ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.5.2015 kl. 11:50

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Prédikari, bættu mini mitt. Ég man ekki til þass að verksviptingu hafi nokkru sinni verið beitt? Og þetta með beinið í nefinu dugði Þorsteini ekki alltaf í vanda.

Halldór Jónsson, 21.5.2015 kl. 14:50

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

<<hérna er í fljótu bragði eitthvað :

http://www.jonas.is/bofahasar-eda-flokkapolitik/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.5.2015 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband