26.5.2015 | 18:01
Biflían og bókstafurinn
er tíðum viðfangsefni Illuga Jökulssonar á Ríkisútvarpinu. Ég hef gaman af þessum þáttum, Illugi fer víða og er áheyrilegur útvarpsmáður sem hann á kyn til.
Einmitt í dag las hann upp sögu úr Gamla Testamentinu sem hann segir að sé trúarbók kristinna manna í heild sinni en ekki bara valdir kaflar. Ég á nú bágt með það og finnst einboðið að sleppa því sem er alger della. Hinsvegar má svo vera að Biflían sé ein algild heild og þá vandast nú málið fyrir mig og mína líka.Ég hef sjálfur hitt fullorðinn mann sem sagði mér að hann tryði hverju orði í þeirri bók. Mér sýnist nú nokkuð ljóst að við nútímamenn gætum illa lifað við þann skilning.
Mér er nær að halda að Illugi vilji með öðru með þessum lestri á þessum Biflíusögum vilja færa okkur þann skilning að ekki sé ýkjamikill munur á Kóraninum og Biflíunni. Bæði ritin greini frá atburðum og fyrirmælum sem við nútímamenn eigum ekki að taka alvarlega. Séu meira þarna af gömlum vana. Okkur dettur ekki hug að stinga út auga okkar ef það hneykslar okkur eða grýta fólk til dauðs fyrir trívíalar sakir. Þannig sé enginn stór munur á Múhameðsmönnum og kristnum. Báðir setji sitt traust á bækur og hafi þær í heiðri.
En flestum finnst nú vera mikill munur á hvernig söfnuðirnir fara með þetta. Aðrir hóta með boðskapnum og kalla reiði Guðs og refsidóma, ekki bara annars heims heldur þessa heims sem trúuðum beri að framfylgja, yfir alla sem fylgja ekki forskriftunum í bókunum góðu.
Ég held að menn þurfi ekki lengi að leita til að finna muninn á túlkunum þessara söfnuða. Aðrir sýna sig að geta verið stórhættulegir í trúarhita sínum eins og sjá má í Sýrlandi en færri af hinum kristni eru þannig þó að þeir finnist. Þeir kristnu fara yfirleitt öllu varlegar og láta þá óguðlegu mest í friði, þó þeir vilji stundum gefa þeim Nýja Testamentið til skilningsauka. Maður verður ekki svo mikið var við að ljótu sögunum og kláminu í Esekíel sé svo mikið hampað að það trufli nokkurn mann.
Þessi viðleitni fólks að leggja þessi trúarbrögð að jöfnu er samt fáránleg þar sem atgangurinn af hálfu Islam er þess eðlis að vestrænum ríkjum stafar lífshætta af. Það er því óhjákvæmilegt að taka Múhameðsfólki með mikilli varúð og spyrja hversu mikla blöndun okkar samfélag yfirleitt þolir af slíku fólki. Reynslan frá nágrannalöndunum er þess eðlis að þegar sé komið of mikið af slíku. Biflían og bókstafurinn í henni er ekki endilega sama eðlis og Kóraninn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420144
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór!
Þetta eru góðar hugleiðingar hjá þér.
Þó að við séum hætt að taka fólk af lífi fyrir gloríur eins og kynvillu eins og þeir gerðu fyrir 2000 árum; að þá ætti inntak textans samt að halda sér:
= Að kynvillan sé "GUÐI" ekki þóknanleg:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1356315/
--------------------------------------------------------
Svo getum við báðir verið sammála um að múslima-menningin eigi ekkert heima í landi sem að flaggar krossfána.
http://hrydjuverk.com/2014/07/03/enga-mosku-a-islandi-2/
Jón Þórhallsson, 26.5.2015 kl. 19:40
Ég hef ekki símanúmerið eða e mail addressuna hja Guði, þannig að ég hef ekki getað fengið það sem einhverja vissu hvað Guð hefur i huganum í dag.
Ættli það geti verið að þeir sem skrifuðu verkin hvort sem það er Biblían eða Kóraninn að þeir fari rétt með það sem Guð vildi i den tid.
Nú ef að þetta er allt rétt skrifað í báðum þessum skruddum þegar þær voru skrifaðar, er möguleiki að Guð hafi kanski skipt um skoðun á einhverju því sem er skrifað í skruddurnar tvær?
Eitt er víst að mikið af þessu þvaðri í skruddunum tveim, á enga samleið með nútíma þjóðfélagi.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 26.5.2015 kl. 20:37
Og ég sem trúði því og trúi enn að við þessir Kristnu byggðum trú okkar á kenningum Krists, en það gera þeir ekki sem trúa á Kóraninn. Biblían kennir auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Kristur segir mönnum að þeir eigi að fyrirgefa og rétta hægri vangann. Og þegar grýta átti synduga konuna þá tók hann upp hanskann fyrir hana og bað þann er syndlaus var að kasta fyrsta steininum. Þetta held ég að eigi mikla samleið með nútíma þjóðfélagi.
Kveðja úr vesturbænum.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.5.2015 kl. 21:15
Jóhann - Guð sjálfur kom og var á meðal okkar sem Jesú og kenndi okkur þetta sjálfur og ítrekaði og kenndi Ritningarnar/Biblíuna sem var auðvitað Gamla testamentið eins og við köllum það á vorum dögum. Hann hreinsaði í leiðinni allar „mannasetningar“ sem hann kallaði sem svo og menn höfðu bætt inn í ritúöl og siði eins og um bókstaf Guðs væri að ræða. Þannig eru menn enn á ný búnir að búa sér til margt óskynsamlegt og ósiðlegt því miður. Maðurinn er samur við sig, en skapaður með sjálfstæðan vilja eins og við vitum. Guð leifir okkur að ráða okkur sjálfum og skiptir sér ekki af því, en bendir okkur á réttu leiðina í Ritningunni Sinni. Við ákveðum hver fyrir sig hvort við kjósum að fara eftir hinni heilnæmu kenningu eður ei.
Hárrétt er það að Biblía okkar kristinna er langt því frá að vera sms konaar rit og Kóraninn, þó að Múhameð hinnólæsi og skrifandi hafo hnoðað saman stöku frásögn úr Gamla testamentinu og bedúínatrú ásamt hryðjuverkafyrirmælum illum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.5.2015 kl. 00:41
Er það Rafn? Er það ekki Gyðingatrúin,sem boðar auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2015 kl. 02:39
Helga
Við erum með s0mu trúna, enda samaBiblían, nema við höfum kennslu Guðs sem gekk hér un sem Jesú og kenndi og hreinsaði til í skilningi mannanna á orðum Guðs í Ritningunni. Ritningin sem Jesú kenndi að menn ættu að fylgja og fara eftir er einmitt það sem vð k0llum Gamla testamentið,
Stóri munurinn á okkur og gyðingum er að þeir eru enn að bíða eftir Jesú - þeir samþykkja ekki þann sem við trúum að sé Hann.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.5.2015 kl. 03:05
Önnur bók Móse 21:24Icelandic Bible (ICELAND)
24 auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót,
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 07:18
Átti heimsbyggðin og Bretar að bjóða bara hinn vangann þegar að Hitler stefndi að heimsyfirráðum eð var þörf fyrir að svara í sömu mynt =Að grípa til varna?
Jón Þórhallsson, 27.5.2015 kl. 09:39
Tek undir orð predikarans hér ... og undir þetta frá þér, Halldór: "Það er því óhjákvæmilegt að taka Múhameðsfólki með mikilli varúð og spyrja hversu mikla blöndun okkar samfélag yfirleitt þolir af slíku fólki. Reynslan frá nágrannalöndunum er þess eðlis að þegar sé komið of mikið af slíku."
Rafn, þessi orð í Gamla testamentinu voru sá boðskapur Guðs til Ísraelsmanna, að þeir áttu ekki að refsa með neinu harðara en því sem gert var í mótgerðum við þá. Þetta var því sagt til að tempra þá, halda aftur af þeim, m.ö.o. venja þá á meira réttlæti en oft tíðkaðist (og tíðkast jafnvel enn) í árekstrum manna og þjóða.
Jón Valur Jensson, 27.5.2015 kl. 10:59
Takk fyrir öllsömul.
Helga, Er það ekki svo meðal kristinna manna að þeir gera sér ljóst að nútímasmafélag getur ekki tekið við öllu sem stendurí Gamla Testamenntinu af augljósum ástæðum. Enda er slíkt svo ómerkilegt og lítilvægt á móti kærleiksboðskapnum í Nýja testamentinu.
Þó að jafnvel hann eigi sér takmörk eins og Jón Þórhallsson bendir á með Hitler og ég bendi á Kalífana sem skera hausa af þeim sem þeim er ekki vel við. Þeir eru ekki menn í mínum skilningi heldur sýna sjálfa sig og sanna að vera óargadýr í mannsmynd sem meðhöndlast þá sem slíkir.Við þá þýðir ekki að tala.
Við munum aldrei höggva hendur af þjófum né líða það að einhverjir meðbræður okkar á Íslandi sem játa önnur lög en okkar, geri það.Við munum ekki líða heiðursmorð á okkar landi. En verðum við við? Hversu lengi?. Múhameðskona á 8 börn meðan okkar eiga 1.7?
Halldór Jónsson, 27.5.2015 kl. 13:19
Varðandi viðhorf múslima almennt og víða í löndum heims, m.a. gagnvart refsingum eins og handarhöggi þjófa og grýtingu vegna framhjáhalds og fráfalls frá islamstrú, sem og um afstöðu þeirra til þess, hvort islömsk lög eigi einnig að ná yfir aðra en múslima, átti Kristján Friðriksson mjög fróðlegt innlegg 20. þ.m. á Facebókar-síðuna Eftirlit með hlutleysi RÚV (https://www.facebook.com/groups/230776955164/), og hér er kjarninn úr þeim upplýsingum (adulterers: framhjáhaldsfólk, apostates: fráfallendur frá trúnni, floggings: húðstrýking með svipu, amputation: afskurður útlima); en hér er þetta og heimilda getið jafnóðum:
"80% múslima í London styðja ISIS eins og við öll vitum núna, sem gerir um 800 þúsund múslimar, þó svo lygaveita múslima hér á landi hefur fullyrt að ISIS njóti einskyns stuðning meðal "góðu múslimana" í vestrænum löndum. Skrímslaher ISIS er talinn hafa um 33 þúsund liðsmenn.
Sharia (Islamic Law)
83% of Pakistanis support stoning adulterers
78% of Pakistanis support killing apostates
http://www.realcourage.org/…/pakistan-78-percent-call-for-…/
Center for Social Cohesion: 40% of British Muslim students want Sharia
http://www.dailymail.co.uk/…/WikiLeaks-1-3-British-Muslim-s…
http://www.socialcohesion.co.uk/pdf/IslamonCampus.pdf
ICM Poll: 40% of British Muslims want Sharia in the UK
http://www.telegraph.co.uk/…/Poll-reveals-40pc-of-Muslims-w…
GfK NOP: 28% of British Muslims want Britain to be an Islamic state
http://www.civitas.org.uk/pdf/ShariaLawOrOneLawForAll.pdf
NOP Research: 68% of British Muslims support the arrest and prosecution of anyone who insults Islam;
http://www.cbsnews.com/…/…/main1893879.shtml&date=2011-04-06
http://www.webcitation.org/5xkMGAEvY
MacDonald Laurier Institute: 62% of Muslims want Sharia in Canada (15% say make it mandatory)
http://www.torontosun.com/…/strong-support-for-shariah-in-c…
http://www.macdonaldlaurier.ca/much-good-news-and-some-wor…/
World Public Opinion: 81% of Egyptians want strict Sharia imposed in every Islamic country
76% of Pakistanis want strict Sharia imposed in every Islamic country
49% (plurality) of Indonesians want strict Sharia imposed in every Islamic country
76% of Moroccans want strict Sharia imposed in every Islamic country
http://www.worldpublicopinion.org/…/f…/STARTII_Feb09_rpt.pdf
World Public Opinion: 64% of Egyptians said it was “very important for the government” to “apply traditional punishments for crimes such as stoning adulterers.”
http://www.worldpublicopinion.org/…/f…/STARTII_Feb09_rpt.pdf
Pew Research (2010): 77% of Egyptian Muslims favor floggings and amputation
58% of Jordanian Muslims favor floggings and amputation
36% of Indonesian Muslims favor floggings and amputation
82% of Pakistanis favor floggings and amputation
65% of Nigerian Muslims favor floggings and amputation
http://pewglobal.org/…/muslims-around-the-world-divided-on…/
Pew Research (2010): 82% of Egyptian Muslims favor stoning adulterers
70% of Jordanian Muslims favor stoning adulterers
42% of Indonesian Muslims favor stoning adulterers
82% of Pakistanis favor stoning adulterers
56% of Nigerian Muslims favor stoning adulterers
http://pewglobal.org/…/muslims-around-the-world-divided-on…/
Pew Research (2013): 72% of Indonesians want Sharia to be law of the land
http://www.thejakartaglobe.com/…/seventy-two-percent-of-in…/
Pew Research (2013): 81% of South Asian Muslims and 57% of Egyptians suport amputating limbs for theft. http://www.pewforum.org/…/worlds-muslims-religion-politics-…
Pew Research (2013): According to an interpretation of this study, approximately 45% of Sharia supporters surveyed disagreed with the idea that Islamic law should apply only to Muslims.
http://www.pewforum.org/…/worlds-muslims-religion-politics-…
Economist (Pew 2013): 74% who favor Islamic law in Egypt say it should apply to non-Muslims as well.
http://www.economist.com/…/graphicd…/2013/04/daily-chart-20…
WZB Berlin Social Science Center: 65% of Muslims in Europe say Sharia is more important than the law of the country they live in.http://www.wzb.eu/…/six-country-immigrant-integration-compa…
http://www.gatestoneinstitute.org/…/europe-islamic-fundamen…
FPO (2014): 43% of Islamic teachers in Austria openly advocate Sharia law over democracy.
http://rt.com/news/208387-austria-islam-kindergarten-muslim/ "
Þetta þarf nú að ræða, Halldór. Ef einhver ber brigður á þetta, þá geri hann það, en því verður þá örugglega svarað.
Jón Valur Jensson, 27.5.2015 kl. 18:05
Þarna slæddust með óyfirfarnar stafsetnigarvillur margar í einni setningu, þar sem átti vitaskuld að standa: "... lygaveita múslima hér á landi hafi fullyrt að ISIS njóti einskis stuðnings meðal "góðu múslimanna" í vestrænum löndum."
Jón Valur Jensson, 27.5.2015 kl. 18:09
Fyrir okkur jarðarinnar vandræðabörnin öll:
BOÐORÐIN 10.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.5.2015 kl. 20:15
Hefur nokkuð verið aðgætt hvort Íslendingar hafi farið til liðs við ISIS?
Halldór Jónsson, 27.5.2015 kl. 22:55
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn er lagaákvæði þegar kemur að því að ákveða refsingar. Við höfum svipað í dag nema þegar einhver beitir ofbeldi þá læsum við viðkomandi inni í einhvern handahófskenndan tíma. Á þessum tímum þá gat viðkomandi átt von á því ef hann yrði fundinn sekur að fá samskonar líkamlegt tjón og hann olli sjálfur.
Þetta er ekki eitthvað hefndar ákvæði, ef einhver ræðst á þig þá átt þú að ráðast á hann.
Þegar Jesú sagði að við ættum að elska Guð og elska náungan eins og sjálfan sig þá var Hann að vitna í þetta sama lögmál í Gamla Testamentinu.
Mofi, 28.5.2015 kl. 11:03
Biblían er náttúrulega ekkert annað en samsafn af dæmisögum, misgáfulegum, eins og Grimms ævintýrin. Svo koma Guðs útvaldir og túlka hlutina sér og sínum í hag. Það er einmitt vandamál allra trúarbragða, sem eru í raun siðfræði þess tíma sem þau eru sett á þrykk, að "sérfræðingarnir" (t.d. Predikarinn, Jón og Mofi) reyna að aðlaga þau að sínum humyndum að siðfræði, hafandi að engu, í hvaða umhverfi þetta var sett fram á sínum tíma.
Benedikt V. Warén, 28.5.2015 kl. 17:18
Hvaða tími og umhverfi væri það Benedikt? Þú veist vonandi að Biblían er samansafn rita skrifuð í mörgum löndum yfir mörg hundruð ára tímabil. Heldur þú síðan hvað að Ísrael var aldrei til eða Jesú aðeins goðsögn?
Mofi, 28.5.2015 kl. 17:48
Warén alvitri.
Þarna hefur þú alrangt fyrir þér eða þú kannski kannt ekki að lesa þér til gagns.
Við Mofi, Jón Valur og ég erm elli að túlka Biblíuna okkur í hag. Við einmitt vitum í hvaða umhverfi Orð Guðs var fært í letur. Sömuleiðis ef þú læsir Biblíuna þá kemstu að því að hún túlkar sjálfa sig í flestu. Skiljir þú ekki eitthvað á einum stað - þá flettirðu upp á öðrum stað og voilá - þú færð skilning !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.5.2015 kl. 17:52
Mofi. Var það ekki einmitt það sem ég sagði "samsafn af dæmisögum, misgáfulegum, eins og Grimms ævintýrin".
Benedikt V. Warén, 28.5.2015 kl. 20:44
Predikari:
Gott að þú skulir vera svona umburðalyndur á skoðanir annarra. Maður þarf ekki að vera alvitur þó maður trú ekki öllu sem skrifað er. Ég veit hins vegar ekki hvort þú trúir því sjálfur að ég falli í flokk alvitra, eða hvort þú ert bara að túlka það sem þér er ekki alveg ljóst, eins og biblíusögurnar.
Benedikt V. Warén, 28.5.2015 kl. 20:50
Þið veltið vöngum um Bíblíuna.
Nánar hér.
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1766395/
Gamla testamenntið "tönn fyrir tönn.
Nýja tetamenntið, ef þú fyrirgefur öllum allt þá er þér fyrirgefið allt.
Egilsstaðir, 29.05.2015 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 29.5.2015 kl. 06:31
Ógáfulegt var þetta frá Benedikt hér strax í 1. innleggi. Því fer fjarri að bókmenntaform Biblíunnar sé einskorðað við það að vera dæmisögur. Þar eru fjölmörg bókmenntaform, m.a. lagabálkar, sagnfræðilegt efni (Kronikubækur, Konungabækur, Makkabeabækur o.f.), ferðasögur (og Postulasagan er t.d. hvort tveggja þetta síðastnefnda), ljóð og ljóðabálkar, ortir með hebreskum ljóðaháttum (m.a. í Sálmunum, Orðskviðunum, Ljóðaljóðunum; þau síðastnefndu slá flestum ljóðum við í fegurð), fræðslurit (didaktísk rit); bréfaformið er ennfremur enn eitt bókmenntaformið, og svo má nefna dæmisöguformið. Guðspjöllin eru blanda af ævisöguformi, lífhlaupi Jesú á mikilvægustu æviárum, sönnum kraftaverkasögum, ræðum hans (ekki sízt í Jóh.) og dæmisögum. Opinberunarbókin er svo enn eitt bókmenntaformið út af fyrir sig.
Að dæmisögurnar séu "ævintýri", er enn lengra lengra gengið í þröngsýnu og neikvæðu mati Benedikts.
Jón Valur Jensson, 29.5.2015 kl. 10:01
Að okkar samfélag er orðið svona svakalega fáfrótt um Biblíuna er sorglegt. Enn sorglegra er að það kemur ekkert í veg fyrir að hið sama fólk hafi sterkar skoðanir á Biblíunni. Það er eins og það er svo ótrúlega heimskt að detta ekki í hug að það er ekki gáfulegt að hafa sterka skoðun á hlutum sem þú veist lítið um.
Mofi, 29.5.2015 kl. 10:24
Ég tek undir orð bæði Jóns Vals og Mofa hér fyrir ofan.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.5.2015 kl. 12:24
Misjafnar eru talenturnar.
Ég er seinn að lesa, og þá kemur einhver snillingurinn og fræðir mig í fáum orðum.
Til dæmis ert þú Jón Valur að fræða mig um Biblíuna, og nefnir bókmenntaform, lagabálka, sagnfræði, ferðasögur, ljóð og ljóðabálka, fræðslurit, bréfaformið, dæmisöguformið, ævisöguformið, kraftaverkasögur, ræður, dæmisögur og „Opinberunarbókarformið.“
Þarna hefur þú lært ýmislegt sem er gaman og gott fyrir mig að læra af þér.
Einhvern tíman var sagt að Coce auglýsti fjórum sinnum á ári. Þá var talið að fróðleikurinn rynni út úr heilabúinu þannig að auglýsandinn varð að fylla á heilann með hæfilegu millibili.
Þetta segir okkur að þið sem hafið tileinka ykkur hinn ýmsa fróðleik, verðið að fylla á okkur hina ca. Fjórum sinnum á ári.
Ef þið fyllið ekki á heilan hjá okkur, með ykkar hugmyndafræði, þá gerir einhver annar það með sinni hugmyndafræð.
Ekki er öll hugmyndafræði jafn góð.
Þú þarft að fylla á heilana okkar af kurteisi, með ást og umhyggju að leiðarljósi.
Og þú Mofi, þetta er til þín líka.
Við þurfum líka fræðara í dag.
Hér á að koma bros.
Egilsstaðir, 29.05.2015 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 29.5.2015 kl. 12:30
Já, ég var of hvass í upphafi og endi við hann Benedikt og bið hann innilega afsökunar, hafi ég sært hann.
Þakka þér fyrir þá ábendingu og vinsamleg orð þín, Jónas.
Jón Valur Jensson, 30.5.2015 kl. 01:57
Góðan dag. Ég er allveg sammála höfundi að það er mikill munur á Kóraninum og biblíunni og hins vegar er mikill munur á gamla testamentinu og því nýja.
Ef ég má þá vil ég segja, að það er ekki undir nýja testamentinu tönn fyrir tönn og auga fyrir auga. Þegar við lesum Jóhannes, Markús, Lúkas og Matteus verðum við að vita að Jesus er enn undir lögmálinu sem hann frelsaði okkar undan og talar þannig til fólksins. Gamla testamentið og boðin sem fylgja því var aldrei ætlað okkur sem kallast heiðingjar.
Lögmálið segir að ef þú fyrirgefur ekki náunganum þá mun Guð ekki fyrirgefa þér. Nýji sáttmálinn segir að Hann fyrirgaf okkur meðan við erum enn í syndum okkar.
Hveru mikið fyrirgaf hann okkur?
Stefan, 1.6.2015 kl. 11:26
Góðann daginn Stefán. Þannig að Guð frelsaði okkur undan eftirfarandi:
5. Mósebók 6:4
Heyr, Ísrael. Drottinn, Guð vor, Drottinn er einn. 5Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og af öllum mætti þínum.
3. Mósebók 19:18
Þú skalt ekki hefna þín á löndum þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Hvernig segir Páll að við vitum hvað er synd og hvað er ekki synd?
Rómverjabréfið 3:20
Enginn maður réttlætist fyrir Guði með verkum í hlýðni við lögmálið en lögmálið kennir hvað sé synd.
Mofi, 1.6.2015 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.