Leita í fréttum mbl.is

Kjarasamningar

hafa náðst með breiðri samstöðu á áður óþekktan hátt. Loks hefur sú skynsemi náð fram við samningaborðið að eigi að semja um verðbólgu er gott ráð að dreifa henni út á lengri samning.

Í samningunum eru ákvæði sem setja það sem skilyrði að ekki verði samið við aðra (bófa-  er orðið sem mig langaði að skrifa en þori ekki þó makleg samlíking væri við velþekkt gíslatökusamtök)flokka um hærri friðkaup. Sem fer virkilega fyrir brjóstið a litlu kommunum sem ætluðu að verða stórir. Nú sjá þeir sína sæng upp reidda.

Eftir atvikum er það kraftaverk að þessu skuli hafa verið lent á þennan hátt og eiga allir sem að komu virðingu mína vegna þess að liklega var enginn annar vitrænn kostur í stöðunni.

Svo segir í Mogga um þessa atburði:

"Að samningunum við Samtök atvinnulífsins standa félög innan Flóabandalagsins, VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Stéttarfélag Vesturlands og fimmtán félög úr samningasamfloti Starfsgreinasambands Íslands.

Verslunarmenn gerðu eins samninga við Félag atvinnurekenda.

Samflot iðnaðarmanna var ekki með enda telja félögin að samningarnir komi ekki nægjanlega til móts við kröfur þeirra.

 

Ríkisstjórnin samþykkti í gær viðamiklar aðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga.

Lækkun tekjuskatts er talin munu kosta 9-11 milljarða.

Í átaki í húsnæðismálum er markmiðið að byggja 2.300 félagslegar íbúðir.

»Við reynum að stilla aðgerðum okkar þannig fram að þær spili saman við meginniðurstöðu samninganna, sem horfir einkum til lægri endans. Okkar aðgerðir koma þá inn og lyfta undir með millitekjuhópunum og við reynum að tímasetja þetta þannig að það sé líklegra en ella að kaupmáttaraukningin verði varðveitt,« segir Bjarni Benediktsson.

 

Verkalýðsforingjar segja að það sé ekki síður á ábyrgð atvinnurekenda en launafólks að tryggja að launahækkanir fari ekki beint út í verðlagið.

»Ég tel að samningurinn sé ekki það reistur að hann eigi að hleypa hér upp verðbólgu,« segir Sigurður Bessason.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir að launahækkanir samninganna séu umfram það svigrúm sem fyrirtækin hafa. »[E]n á móti kemur að samningurinn er til lengri tíma og við búum við mjög góðan stöðugleika um þessar mundir. Við vonum að þetta nái að skila þeirri niðurstöðu að hér verði um umtalsverða kaupmáttaraukningu að ræða og takist að halda verðbólgu í skefjum en vissulega mun þetta reyna kostnaðarlega á mörg fyrirtæki,« segir hann."

Sjálfstæðismaður af gamla skólanum vonar að fólki verði í sambandi við íbúðirnar gert kleyft að eignast þær með sérstöku átaki.Eign fyrir alla er gömul stefna Sjálfstæðisflokksins sem væri illt ef hann týnir algerlega.

Það þarf að búa til millistétt í þessu landi sem hefur átt mjög undir högg að sækja. Það þarf því  að vanda til hönnunar þessa húsnæðis og byggingar þess.

Mér finnst ástæða til að leita til bandarískra byggingafyrirtækja sem hugsanlega gætu byggt nægilega góðar íbúðir hérlendis fyrir lægra verð.

Sveitarfélög verða að sætta sig við að fá lóðir greiddar á mjög löngum tíma með því að eigendur greiði  þær niður. Það má ekki gleyma skattfrekju þeirra þegar talað er um skattalækkanir. Hví skyldu þau ekki taka þátt í að létta undir með fátæku fólki. 

Eftirleikurinn verður að sannfæra aðra flokka um að meira sé ekki mögulegt. Theodor Roosewelt ráðlagði mönnum að tala rólega en hafa stóran lurk í hendi.

Gangi þetta allt saman upp er ekki ótrúlegt að hinar pólitísku víglínur hafi flutst til á kortunum.Enda hver ríkisstjórn sem kemst í gegn um annað eins og þetta hlýtur að uppskera eitthvað jákvætt, þó að kjörtímabilið sé aðeins hálfnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband