Leita í fréttum mbl.is

Kári Stefánsson

fór á kostum á Sprengisandi Sigurjóns M. fyrir hádegið.

Kári talaði yfirvegað um heilbrigðiskerfið okkar sem hann hefur kynnst innanfrá sjálfur. Hann vildi ekki að þær stéttir sem að heilbrigðismálum koma hafi verkfallsrétt. Honum fannst það liggja í augum uppi. En verðum við þá ekki að tryggja þessar stéttir kjaralega á einhvern hátt þannig að ekki megi segja að þær séu að dragast aftur úr eins og það er kallað. Ég hef ekki heyrt því kerfi lýst sem þýðir hinsvegar ekki að það sé ekki hægt að smíða það.

Kári lýsti því hvernig einkastofur gætu létt undir með kerfinu en ekki verið án bakhjarls spítalanna.Málið er að öll viljum við njóta heilbrigðiskerfisins okkar sem er frábært með enn frábærra starfsfólki. En við viljum bara alls ekki borga fyrir það sem það kostar.

Hver nýr ráðherra kemur fram með þær yfirlýsingar að hann ætli að hagræða í heilbrigðiskerfinu í því skyni að lækka kostnað. Svo spörum við og spörum og sendum hundruð sjúklinga út í jáeindaskanna fyrir andvirði margra slíkra tækja. Sem hvert um sig kostar aðeins  6 % af Vaðlaheiðargöngum.

Svo er ákvarðanatakan í kerfinu. Mér finnst að hún sé nokkuð einkennileg. Mér finnst vanta röksemdafærsluna fyrir því að byggja flatarmálsspítala í plani í stað þess að byggja lyftuvæddan rúmmálsspítala upp í loftið. 20 hæða bygging við Hringbraut hefði engin áhrif á Reykjavíkurflugvöll fremur en Hallgrímskirkja. Flatarmálsspítalinn nýi ráðgerði  er ekki að breyta neinu um flugmálin.

Hversvegna dettur engum frumkvöðli að reisa alvöru einkaspítala? Svoleiðis er alþekkt fyrirbrigði í Þýskalandi að ég best vissi í den.

Mér finnst ég alltaf forklárast svolítið þegar ég hlusta á hann Kára "klára" Stefánsson setja fram hugsanir sínar sem honum er lagið að setja í einkar auðskilinn búning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband