Leita í fréttum mbl.is

Dollaramerki í augun?

fæ ég að minnsta kosti þegar maður les um að bankarnir séu búnir að raka 383 milljarða af íslenskum almenningi frá hruni.

Þó að Murphy segi réttilega að það sé ósiðlegt að láta fífl halda peningum sínum, þá spyr ég mig hvort ekki sé neitt sóknarfæri í stöðunni fyrir þessi sömu fífl?

Íslendingar hafa hingað til umsvifalaust stimplað þá fífl sem selja mjólkukúna sína. Steingrímur J. gerði enn betur þegar hann hreinlega gaf erlendum hrægammasjóðum tvo af þremur mjólkandi þjóðbönkum okkar.

EN!

Það hafa verið leiddar að því líkur að hann hafi verið umboðslaus til að gera þetta. Það kannast enginn við að hann hafi ráðfært sig við þá sem honum bar. Því er dregið í efa að gerningurinn standist nokkur lög.

Sé svo, fer þá ekki að verða spurning um eignarhaldið á milljörðunum sem þegar eru komnir? Og ekki síður á þeim nærri hundrað sem væntanlegir eru á ári hverju héðan af sem hingað til?

Er þetta ekki dýrasta hnoss sem nokkur Krösus heimssögunnar hefur gefið nokkrum nokkurn tímann? Hvaða heiðursmerki getur ein þjóð búið til sem hæfir slíkum afreksmanni?

Sá maður hlýtur að vera fágætur sem getur ekki fengið dollaramerki í augun þegar kostur getur verið á að við þjóðarfíflin eignumst slíka gróðalind?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband