Leita í fréttum mbl.is

Landsvirkjun

er mesta og besta fyrirtæki Íslendinga. Margir hafa veitt því eftirtekt. Svo segir í Staksteinum:

 

"Orkuverð skiptir Íslendinga miklu máli og Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, gerir það að umfjöllunarefni í pistli á mbl.is.

 

Því er iðulega haldið fram að verð á orku til stóriðju sé allt of lágt hér á landi. Pétur vitnar í skrif greiningarfyrirtækisins CRU, sem fylgist með orkuverði í heiminum og orkusamningum hér landi, en þar segir: »Á fyrsta ársfjórðungi 2015, var vegið meðaltal raforkuverðs sem íslensk álver greiða, samkvæmt helstu sérfræðingum CRU International, nánast það sama og meðalverð til frumframleiðslu á áli í heiminum, fyrir utan Kína.« 

 

Pétur bendir einnig á að á síðustu tveimur áratugum hafi orðið gríðarleg verðmætamyndun í íslenskum orkufyrirtækjum vegna þess að orkusamningar hafi verið öllum aðilum hagfelldir. Þetta hafi leitt til þess að Landsvirkjun sé nú margfalt verðmætari en fyrir tæpum áratug og að verðmætin hafi að langstærstum hluta myndast með viðskiptum við álfyrirtækin, sem kaupi 75% af orku Landsvirkjunar.

 

Fjárhagsstaða Landsvirkjunar hefur batnað hratt og er sterk og Pétur segir að hún sé »ein verðmætasta eign íslensku þjóðarinnar, sem skila mun innan fárra ára tugum milljarða árlega í arðgreiðslur án þess það skerði fjárfestingargetu fyrirtækisins.« 

 

Sumir hafa horn í síðu orkunýtingar hér á landi og aðrir vilja senda orkuna ónotaða úr landi. Hvort tveggja vekur upp spurningar í ljósi þeirrar þróunar sem lýst er hér að ofan."

 

Margir hafa orðað það að bæta skammtíma fjárhagsstöðu Ríkissjóðs með því að selja Landsvirkjun. Ég er einn þeirra sem ar elgerlega á móti slíkum hugmyndum. Ég vil heldur stynja undan vaxtagreiðslum sem fara lækkandi og öðru harðrétti heldur en að slátra þessari gullgæs að hluta til eða alveg. Það er þjóðin em á þetta og ég sé enga bót vera fólgna í því að fá þangað einhverja fjármála-og sjóðagutta sem enginn valdi vegna sérágætis þeirra eða yfirhöfuðið neina aðra.

Þetta er fjöregg þjóðarinnar eins og lýðveldið sjálft. Sjá menn ekki hvernig fer þegar fitlað er við grunngildin sem er landið og auðlindir þess? Er ekki kvótakerfið í sjávarútvegi dæmi um þá pólitísku spillingu og afleitt sundurlyndi sem af slíku fitli við þjóðareignina leiðir? Ég held að það sé yfirgnæfandi samstaða meðal þjóðarinnar að við skulum eiga þetta saman eins sjálfstæði landsins og vísa öllum landssöluhugmyndum í hafsauga.

Landsvirkjun verði áfram eign okkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Halldór.

Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að hagnaður Landsvirkjunar gegnum árin hefur verið mun mæri en bækur tilgreina. Sá hagnaður hefur skilað sér til eigenda fyrirtækisins í formi einhvers lægsta orkuverðs í hinum vestræna heimi.

Þannig vil ég hafa það áfram. En blikur eru á lofti. Með tengingu okkar við Bretlands mun verða mikil breyting á, þá mun sá hagnaður sem eigendur Landsvirkjunnar fá í formi lágs orkuverðs hverfa. Ef fyrirtækið verður selt til fjárfesta liggur ljóst fyrir að þessi sami hagnaður, sem lendsmenn nú njóta, mun færast í vasa hinna nýju eigenda.

Það er annars magnað að það fólk sem mest og harðast berst gegn aukinni raforkuframleiðslu í landinu, berst nú hart gegn breytingu á rammalöggjöfinni, er í mörgum tilfellum sama fólk og vill leggja sæstreng til Bretlands. Þó er ljóst að virkja þarf a.m.k. fjórum sinnum meira fyrir þann streng en felst í þeirri breytingu sem stjórnvöld leggja til á rammaáætlun.

Merkilegt, ekki satt?

Gunnar Heiðarsson, 13.6.2015 kl. 21:20

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég skil alls ekki hversvegna við þurfum að hækka á okkur sjálfum þó að lagður væri sæstrengur. Ef það er vegna einhvers EES samnings þá blæs ég á það og býð upp á að segja slíkum skítasamningi upp. Hann hefur til þessa ekki fært okkur neitt nema Icesave og Orkusöluna, hvorutveggja ráðstafanir  sem við gátum verið án.

Halldór Jónsson, 15.6.2015 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband