Leita í fréttum mbl.is

Ellert og Hildur

Svo komu þau Ellert Schram og Hildur Sverrisdóttir með framhald þjóðfélagsspunans. Allt er að fara til andskotans af því að hjúkrunarfræðingar fá ekki meiri laun. Sigurjón talar um veika fólkið og Ellert segir fólk hætta við að læra hjúkrun vegna launanna og að lært fólk fari úr landi.  

Enginn biður neinn að velja sér námsbraut. Kínverjar komu hingað hiklaust til að byggja Kárahnjúkavirkjun af því að við gátum það ekki. Það er eins og að fólk gleymi því að að það er hægt að fá fólk víðar að en hérlendis frá.

Ég held að fyrrum Sjálfstæðismaðurinn Ellert hafi heldur verið á móti einokun í gamla daga. Hafi í raun talað frekar fyrir samkeppni í þá daga?

Er einhver samkeppni í heilbrigðisbransanum eins og varð í frystihúsunum fyrir vestan? Verkfræðingar geta haldið og halda á erlend mið alveg eins og hjúkrunarfræðingar og læknar. Ekki hefur samt landið tæmst ennþá enda er Ísland annað og meira en krónur og aurar og er auk þess á mikilli hreyfingu. Aðrir geta líka komið hingað af hundruð milljóna mannskaps markaði. Læknar sem geislafræðingar.

Ég held að við verðum að kalla blöffið hjá þessum stéttum. Fari þeir sem fara vilja og veri þeir sem vera vilja. Hættum að hlusta á stöðugar frásagnir af einhverri reiði í einhverjum forystumönnunum hingað og þangað.

Sjálfur hugsa ég oft til orða Jónasar H. Haralz í ræðustóli á Hótel Loftleiðum í gamla daga. Hann sagði að opinberir starfsmenn yrðu alltaf óánægðir með kjör sín svo lengi sem væru opinberir starfsmenn. Ég er sannfærður um það, eftir að hafa séð Orkuhúsið og fleiri svipaðar einkastofnanir, að einkarekstur í höndum okkar frábæra fagfólks á heilbrigðissviði myndi gera allt okkar stóra vandamál léttara viðfangs. Ég vildi sjá einkaspítala rísa sem þjóna útlendingum líka á viðskiptagrundvelli í magaaðgerðum eða hverju sem er. Daggjaldakerfi myndi svo gefa okkar fólki val um hvert það vildi fara.

Ég gat ekki heyrt að Ellert krati eða Hildur Sjálfstæðiskona legðu neitt afgerandi fram til lausnar í heilbrigðismálum Íslendinga. En kannski heyrði ég bara ekki? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

J'a kæri Halldór,

Bl0ffið er augljóst. Eins og ég póstaði hjá þér fyrir einhverju síðan er búið að fletta ofan af því, með vísan í norska fjölmiðla meira að segja. Ég held ég setju það inn á nýjan leik :

Dr. Vilhjálmur Örn hefur skrifað um að ekki er allt gull sem glóir í umræðunni um dýrðina í Noregi, sömuleiðis ræðir hann vanþakklæti þessara stétta vegna niðurgreiddu námslánanna og fleira fróðlegt,

Farið öll til Noregs, sem fyrst heitir einn af pistlunum hans :

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1561811/

.

Lygaherferð íslenskra lækna heitir annar pistill hans :

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1558624/

.

Saxi læknir á förum til Noregs heitir enn einn pistill hans :

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1322831/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.6.2015 kl. 13:27

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er þegar þrengir að kerfinu sem breytingar verða. Mannskepnan er makráð í eðli sínu. Líkt og ljónin vill hún frekar eta sig stadda og liggja síðan á meltunni en bagsast við að breyta hegðun sinni. Skortur á sérmenntuðum heilbrigðisstarfsmönnum mun opna fyrir nýja möguleika í stöðunni.

Breytingar eru ekki alltaf til ills. Við erum til dæmis hætt að nota flintstein til að skera kjötið af beinunum og lýsum nú húsakynni okkar með rafmagni í stað lýsis.

Ragnhildur Kolka, 14.6.2015 kl. 14:05

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já frú Kolka. Geta ekki allir talið að heimurinn sé ekki samboðinn því eins og Adolf Hitler skrifaði í sína pólitísku erfðaskrá í Bunkernum.

Cachoetes, dr, Vilhjálmur Örn hefur næman skilning sem þyrfti að ræðast betur.

Halldór Jónsson, 14.6.2015 kl. 19:41

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Halldór,

sú tilraun sem þú ert til í er hugsanlega hættulegri en verkfallið. Það er spurningin hversu vogaður maður er.

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.6.2015 kl. 01:19

5 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Heyrðirðu Jónas  H. Haralz tala um krónuna?

Heyrðirðu hann lýsa þeirri skoðun að við hefðum frekar átt að sækja um aðild að ESB en  að gera EES samninginn?

Afburða skynsamur maður,  Jónas H. Haralz. 

Eiður Svanberg Guðnason, 15.6.2015 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband