Leita í fréttum mbl.is

Hvert á okkar fólk að halda?

Alþjóðabankinn hefur gert töflu um framboð á spítalarúmum í hinum ýmsu löndum.

Líklega má áætla atvinnutækifæri fyrir umönnunarstéttir á þarlendum spítölum eftir þessu. Þá virðist vera morgunljóst að framtíðin liggur þá í Norður Kóreu og Monaco en ekki í þeim "löndum sem við berum okkur saman við"

 

World Bank setur eftirfarandi fram:

 

Spítalarúm þjóða á hverja 1000 íbúa, nýjustu tölur:

 

Ísland    3.2

Danmörk   3.5

Finnland  5.5

Noregur   3.3

Svíþjóð   2.7

Canada    2.7

U.S A.    2.9

U.K.      2.9

Israel    3.3

Italía    3.4

 

Monaco     13.8

N.-Kórea   13.2

 

Þýskaland   8.2

Belgía      6.5

Barbados    6.2

Pólland     6.5

Cuba        5.3

Malta       4.8

 

Það er eiginlega furðulegt hvað Norðmenn og Svíar eru aftarlega á merinni. Enda er þessi staðreynd mjög í umræðunni í Noregi og læknasamtökin þar lýsa miklum áhyggjum af þróuninni sem virðist á hraðri leið afturábak í norskri fólksfjölgun.

Þá vita menn það hvar á að bera niður með velferðina. Hana er þá ekki svo mjög að finna á Norðurlöndum nema í Finnlandi.Norræna velferðarstjórnin var þá líklega á villigötum. Norðurkóreska velferðarstjórnin hefði verið nær að kalla hana. Enda var hún líklega um margt henni ekki fjarskyld.

Svo brautin er bein fyrir þá sem eru að segja upp hvert skuli halda.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband