Leita í fréttum mbl.is

Rögnunefndarskýrslan

liggur nú frammi upp á þó nokkrar blaðsíður.

Ég er nú búinn að glugga lauslega í skýrsluna. Þar koma "flugkvikureikningar" í stað aðflugsprófana sem er búið að marg-gera vegna Kapelluhrauns. Þær niðurstöður voru ótvíræðar. Því miður eru flugmennirnir sem þær gerðu líklega ekki margir meðal vor lengur og því koma "verkfræðistofuútreikningar" væntanlega í stað flugsins sjálfs.En þær gömlu athuganir gáfu margfalt verri niðurstöðu en Reykjavíkurflugvöllur i Vatnsmýri.

Þessi skýrsla er í alla staði mjög ótrúverðug. Pólitíkusar í meirihluta og held ég enginn flugreyndur.Ég er sérlega á varðbergi eftir að verkfræðistofan Efla lét kaupa sig til að skrifa skýrsluna síðustu þar sem allar staðreyndir um leyfilega vinda voru talaðar niður eftir því sem mér skildist á andsvari Leifs Magnússonar, til þess að hlaða í bálköst Dags Bé undir Reykjavíkurflugvöll. Ég sé enga ástæðu til að taka tölur nefndarinnar öðruvísi en með fyrirvara.

Ég gef akkúrat ekkert fyrir þessa skýrslu eða kostnaðaráætlanir í henni  um að byggja flugvelli hér og þar, eins og Lönguskerjum þar sem allt er á huldu um verklagið og umhverfisálagið á flugstarfsemi.

Ég minni á að byggingakostnaður Hörpu fór pí sinnum fram úr áætlunum hinna vönduðustu verkfræðistofa og mér dettur í hug að það megi setja einhverja öryggisstuðla inn í talanaturna Rögnu og Dags Bé. Og áætlanir verkfræðistofa eru auðvitað ekki með neinni ábyrgð eða tryggingu ef útreikningarnir stemma ekki við raunveruleikann frekar en flugstöðin í Berlín rða óperan í Hamburg. Aðeins skattþegninn á hverjum stað fær að greiða. Pólitíkusinn ber ekki hina minnstgu ábyrgð aðra en að verða að gerast sendiherra að afloknum vinnudegi.

Og niðurstaðan er skondin: 22 milljarða byggingakostnaður(sinnum pí?) fyrir að vegalengdin úr Fossvogi að Hvassahraunsflugvelli er aðeins 21 km í stað ?. Þá eru eftir 29 km til Keflavíkur en kannski um 20 að Patterson. Bíll á 90 km hraða er 12 mínútur frá Hvassahrauni að Patterson eða 19 mínútur til Keflavíkur. Finnst einhverjum það vera andvirði milljarðanna? Í alvöru?

Og þessu til viðbótar er auðvitað sá kostnaður að taka upp allan búnað og byggingar sem er á BIRK í dag?. Mér þætti merkilegt ef 22 milljarðar til viðbótar  dygðu í það eitt? Horfið bara yfir völlinn og reynið að reikna? Auðvitað er þetta ekkert mál fyrir kostnaðarblinda stjórnmálamenn. Aðeins þrautþjálfað fólk í gersamlegri fyrirlitningu á verðmæti, drápi eða annarri meðferð skattfjár getur komið með svona tillögur fyrir almenning.

22 milljarðar, án allrar ábyrgðar um áreiðanleikann,  út í loftið fyrir svona tillögur er að mínu litla viti bara galskapur sem ég á eftir að sjá fólkið dansa og klappa fyrir á kosningavökum Dags Bé.

Rögnunefndarskýrslan fer að mínu viti fljótlega út á ruslahaug flugsögu Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vorin 2010 og 2011 hamaðist tölva í London við að loka íslenskum flugvöllum og flugstjórnarsviði að stórum hluta þegar ekkert var að. 

Í rúman sólarhring í Grímsvatnagosinu tókst að halda flugvöllunum í Reykjavík og Keflavík opnum með því að hafa litla Cessnu á lofti með sérstök mælitæki til að mæla loftið. 

Þá sást allt Snæfellsnesið úr flugturnunum í Keflavík og Reykjavík í CAVOK veðri á sama tíma sem tölvan í London sagði að allt væri á kafi í ösku.

Þess vegna eiga niðurstöðurnar úr rannsóknarfluginu hér um árið að standa nema að hægt sé að hrekja þær með sams konar rannsóknarflugi.  

Ómar Ragnarsson, 27.6.2015 kl. 01:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammála Ómar

ég hef meiri trú á rassinum á mér í aðflugi í hvassviðri heldur en á kvikureikningum verkfræðistofanna. Skyldu vindskiptin í aðflugi á 13 í góðu hvassviðri koma fram í þessum forritum? Eða skyndileg ófyrirséð ísíng frá Skaga á ILS, ætli hún komi fram í reikningum í Hvassahrauni við sömu skilyrði.

Er ekki stundum erfitt að tala um flug og flugskilyrði við skrifborðsfólk sem aldrei hefur flogið sjálft? Það er auðvelt að sýna því litaskjái tölvunnar  fulla af mislitum flötum og segja QED, engin kvika ó þessari átt og engin ísing.

Hvassahraun, nafnið er sérlega vingjarnlegt fyrir nauðlemdingar sem valkostur við að detta ofan í Alþingishússgarðinn eða í sjóinn milli  RK og NS. 

Halldór Jónsson, 27.6.2015 kl. 11:41

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og vekur það ekki undrun að það sé svo brjálæðsilega dýrt að setja Suðurgötuna í stokk undir 13-31 til að lengja brautina á óbyggt svæði frá Öskjuhlíð með trjánum, að Hvassahraun sé langtum betra?.

Halldór Jónsson, 27.6.2015 kl. 11:45

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

æll kæri Halldór.

Auðvitað er skynsamlegast að lengja helstu flugbrautir Reykjavíkurflugvallar þannig að hann fullnægi ítrustu alþjóðlegu kröfum svo hann nýtist til lendinga og flugtaks stærstu flugvéla fullhlöðnum. Við þurfum með einhverjum hætti tryggja varanleik Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað. 

Meira að segja Jónas Kristjánsson orðhákur segir : „Óðs manns æði sé að reisa flugvöll frá grunni á nýju svæði. Að setja upp nefnd um tugmilljarða hugmyndir var eyðsla á tíma og fé. Tilgangur Rögnunefndar var raunar ekki að leysa mál, heldur fresta illdeilum fram yfir kosningar. Hún var pólitískt trikk og niðurstaðan í samræmi við það. Nú má setja þetta plagg í ruslakörfuna og halda áfram að rífast."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.6.2015 kl. 12:31

5 identicon

-"Jóhannes heitinn Snorrason drap hugmynd um flugvallarstæði í Kapelluhrauni í einu flugi með þá, sem gældu við þetta flugvallarstæði.Hann bauð þeim í flugtúr í suðaustanátt."  http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1288298/

Ég er ekki sannfærður um að eitt flug manns sem er að sanna eigin sannfæringu segi mér nokkuð. Sérstaklega ekki þegar staðsetningin er ekki sú sama, því rétt eins og Gálgahraun er ekki Garðahraun þá er Hvassahraun ekki Kapelluhraun. Með sömu aðferð mætti sanna hve Vatnsmýrin væri ómögulegt flugvallarstæði með lendingartilraun í Breiðholtinu. Og þyki mönnum nafnið Hvassahraun hættulegt þá er auðvelt að breyta því. Eins má venja fólk af tölvuhræðslu eins og flughræðslu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 16:46

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Reykjavíkurflugvöllur getur varla kallast Reykjavíkurflugvöllur ef hann er staðsettur í Hafnafirði.

Og úr því að flytja má flugvöll höfuðborgarinnar út fyrir borgarmörkin, er þá ekki rétt að flytja fleiri stofnanir burt úr borginni?

Það liggur í augum uppi að nýtt sjúkrahús yrði betur statt utan borgarinnar og nær þessum velli.

Ekki væri vitlaust að flytja burt úr borginni landsstjórnina og alla stjórnsýslu tengda henni. Þá væri betra fyrir landsbyggðafólk sem þarf að sækja þá þjónustu með flugi, að sinna sínum erindum.

Hótelbarónar hljóta þá að hugsa sinn gang og hætta uppbyggingu slíkra bygginga í borginni og byggja þess í stað nær nýjum flugvelli.

Verslunin er nú þegar að stórum hluta utan borgarmarkanna og víst að fleiri kaupmenn myndu fylgja burt úr borginni.

Að öllu þessu loknu er veruleg spurning hvort Reykjavík geti talist höfuðborg landsins, hvort sá titill sé ekki nær Hafnafirði.

Gunnar Heiðarsson, 27.6.2015 kl. 18:53

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir allir

Já Gunnar Heiðarsson, hvað a metnað hafa snir höfuðborgarinnar? Dagur Bé. er sérstakur borgarstjóri.

Hábeinn, maður getur gert ýmislegt á flugi fyrir vantrúaða og óvana , það er satt. En Jói heitinn vissi ýmislegt sem við vitum ekki.

Prédikari, þér ratast satt á munn sem oftlega áður 

Halldór Jónsson, 4.7.2015 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419728

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband