Leita í fréttum mbl.is

Léttlestir stjórnmálamanna

fara víða og hratt yfir.

Ég sperrti eyrun þegar ég sá glytta í bæjarfulltrúa úr Kópavogi vera viðstadda þegar Dagur Bé. kynnti skipulag höfuðborgarsvæðisins þar sem slíkar lestir koma við sögu.

Í dag rekst ég á grein eftir formann Heimdallar, Ingvar Smára Birgisson: Hann segir m.a.:

"....

Ef allar opinberar áætlanir standast (sem þær gera aldrei) mun léttlestarkerfið kosta 90 milljarða. Að framkvæmdum loknum mun svo þurfa að niðurgreiða rekstur léttlestarkerfisins um ókomna framtíð. Stór hluti af þessum kostnaði mun falla á sveitarfélagið sem ég bý í, Reykjavíkurborg, borg sem skuldar 64,5 milljarða og bætti við sig tæpum þremur milljörðum af skuldum á síðasta ári þrátt fyrir að skattar á íbúa væru í hámarki. Og ég meina þetta ekki í retorískum skilningi. Útsvar í Reykjavík er í lögbundnu hámarki og verður ekki hækkað nema með lagabreytingu á Alþingi.

Ég skil vel af hverju það er áhugi á léttlestum. Léttlestir eru smart, módernískar, umhverfisvænar og hljóðlátar. Svo eru þær léttar, eða allavega segir nafnið það. Ég er samt enginn lestarsérfræðingur. Ég veit ekki hver er munurinn á sporvagni, léttlest og snarlest, en ég veit að það er deginum ljósara að þó lestirnar séu léttar verður bagginn þungur fyrir skattgreiðendur.

Hálf milljón á mann

Ef við gefum okkur að kostnaðurinn fari ekki fram úr áætlunum mun hver íbúi höfuðborgarsvæðisins þurfa að greiða 450.000 þúsund krónur í gegnum skatta til að fjármagna framkvæmdina. Fjögurra manna kjarnafjölskylda mun því þurfa greiða 1,8 milljónir króna. Ofan á þetta má síðan eflaust bæta nokkrum hundrað þúsund köllum, því reynsla Íslendinga af opinberum framkvæmdum er sú að kostnaðurinn fer nær alltaf fram úr áætlunum upp á tugi prósenta.

Ennfremur má velta fyrir sér hvort léttlestarkerfi sé góð fjárfesting miðað við aðra samgöngukosti. Fyrir peninginn væri hægt að kaupa 4.500 strætisvagna ef þeir kosta 20 milljónir króna stykkið. Strætókerfið gæti því loksins orðið sambærilegt í gæðum og í Skandinavíu, þar sem strætisvagnar koma með stuttu millibili og eru áreiðanlegri. Þá má einnig hafa í huga að eftir að léttlestarkerfið er byggt verður nær ómögulegt að endurbæta það ef leiðakerfið þjónar illa þörfum neytenda. Annar valkostur væri að nota peninginn til að greiða niður skuldir borgarsjóðs og gera þannig framtíðarkynslóðum greiða.

Svo kemur óvinsælasti kosturinn hér að lokum. Það væri auðvitað best að leyfa skattgreiðendum að eyða þessum peningum sjálfir í það sem þeir girnast, enda sköpuðu þeir verðmætin en  ekki ríkisbáknið sem þeir bera á öxlum sínum. Ef til vill mun síðan markaðurinn leysa samgönguvandamál höfuðborgarsvæðisins með sjálfsakandi bílum sem eru knúnir áfram með rafmagni.

Þá væri frekar súrt að hafa eytt yfir 100 milljörðum í léttlestarkerfi."

Mér finnst þessi ungi maður mæla á annan og raunsærri hátt en það fólk sem stjórnar umræðunni um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu.  Léttlestir munu seint létta okkur skattgreiðendum lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem vantar er gott flæði út úr bænum,eitthvað annað en keyra 500m og svo stopp á ljósum.

Setjum Hringbrautina í stokk þar sem Snorrabraut fer yfir Hringbrautina, upp úr stokknum kæmi maður svo hinum megin við Kringlumýrarbraut, þaðan færi maður svo  í gegnum hólinn við Háleitisbraut og á  brú yfir  Grensásveg.

Þegar Hringbrautin er komin í stokk þá losnar maður við gönguljósin og öll hin  ljósin sem standast aldrei á sama hvernig þú keyrir.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.7.2015 kl. 17:00

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Fjárfesting borgarinnar í lest yrði hrikaleg ráðstöfun á takmörkuðu fé.  Miklu nærtækara er að leggja fé í gatnamótin, sem nú eru stórhættuleg, mörg hver.  Bílakosturinn verður rafvæddur, svo að eldsneytissparnaður verður enginn.  Að borgarstjóri skuli gera þessa hugmynd að sinni, sýnir, að hann er algerlega úti að aka og stórhættulegur maður fyrir buddu borgaranna.

Bjarni Jónsson, 9.7.2015 kl. 20:34

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það þarf að laga nokkra staði í gatnakerfi Reykjavíkur, stæðsti hluti þess kerfis annar vel þeirri umferð sem nú er og áætlað að muni verða.

Þó eru blikur á lofti. Verði nýr Landspítali byggður við Hringbraut þurfa endurbætur gatnakerfisins að verða mun meiri, verði að áformum um að flytja Reykjavíkurflugvöll og byggja þar íbúðabyggð, þurfa endurbætur gatnakerfisins að verða enn meiri.

Léttlest, hvort sem hún er þung eða létt, mun engu breyta um þetta.

Lausnin liggur því í því að finna nýjum Landspítala betri stað og halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Þá þarf einungis að gera örfá mislæg gatnamót og hugsanlega leggja neðsta hluta Hringbrautar í stokk.

Varðandi fjárhaglegu hlið málsins er ljóst að þeir sem fyrir því tala eru komnir í eyðslugírinn aftur. Raunheimar eru þeim aftur glataðir.

Gunnar Heiðarsson, 9.7.2015 kl. 20:54

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Dagur B.talaði um það fyrir síðustu sveitarstjórnarkosninar að það  þyrfti að taka tllit til Reykvíska efnahagsvæðisisns. Að sjálfsögðu ætti það að blasa við öllum hagfræðingum að gera þarf úttekt á öllu höfuðborgarsæðinu hver framtíð þessa svæðis alls er með tilliti til þess að nú þegar búa tveir þriðju þjóðarinnar á þessu svæði.Hver er framtíð fólks á  svæðinu.Bæjarstjórinn í Kópavogi,sem var í raun í mörgum vinnum,þegar hann var aðstoðarmaður,ónefnds ráðherraog ég þurfti að hafa samskipti við hann,held ég að geri sér öðrum fremur grein fyrir þessu.Vitleysisigangurinn á öllu þarna við innanverðan flóan er þegar orðinn þjóðinni  dýrkeyptur og sér ekki fyrir endnna á.Sú ónáttúaa að troða öllu á útnárann í kringum Kosina verður öllum dýrkeypur.Því ber að fagna að nágrannar í sveitarfélögunum í kring gera sér greinr þessu.Efnahagsvandiíslensku þjóðarinnar er fyrst og síðast bundinn höfuðborgarsvæðiðu.  Sem betur fer eru til menn eins og bæjarstjórinn í Kópaogi og Garðabæ sem sjá þetta.

Sigurgeir Jónsson, 10.7.2015 kl. 04:09

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ónefndi ráðherran var Árni M.Matt.Á hans tíma  voru ekki vandræði að komast í nálægð við ráðherra.Tímarnir eru breyttir..

Sigurgeir Jónsson, 10.7.2015 kl. 04:16

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Dellan er að sjálfsögu sú að fólk utan höfuðborgar svæðisins eigi að borga þetta. Nú þegar er höfuðborgarsvæðið í raun fullbyggt.Með tilliti til veðursfars og atvinnu uppbyggingar er svæðið sunnan Straumsvíkur næsta svæði sem blasir við öllum.

Sigurgeir Jónsson, 10.7.2015 kl. 04:27

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þótt Dgur rembist við að troða einhverjum niður hér og þar.og enginn geti svo borgað þáverður staðan sú sama og hún er nú eftir 10-20-30 ár.Bæjarstjórinn í Kópavogi á að geta hugsað lengra en Dagur.

Sigurgeir Jónsson, 10.7.2015 kl. 04:36

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og ég held að hann geri það.

Sigurgeir Jónsson, 10.7.2015 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband