Leita í fréttum mbl.is

"Landsbankinn

hefur ákveðið að ráðast í nýbyggingu við Austurhöfn í Reykjavík undir höfuðstöðvar sínar. Gætu framkvæmdirnar hafist í lok næsta árs eða byrjun ársins 2017, en heildarfjárfesting með lóðarverði er um átta milljarðar króna. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum er gert ráð fyrir að heildarstærð byggingarinnar verði 16.500 fermetrar.

 

Landsbankinn er í dag með höfuðstöðvar við Austurstræti auk þess sem starfsemi bankans fer fram í 13 öðrum húsum í miðbænum. Þá rekur Landsbankinn einnig miðlæga starfsemi að Álfabakka og í Borgartúni og geymslur og stoðþjónustu á þremur öðrum stöðum. Með nýrri byggingu gæti nánast öll starfsemi bankans flust undir eitt þak.

 

Bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hagræðingu með nýjum höfuðstöðvum. Gera áætlanir ráð fyrir að árlegur rekstrarkostnaður vegna húsnæðis lækki um 700 milljónir króna og að fjárfestingin borgi sig upp á um 10 árum. Haldin verður hönnunarsamkeppni og kallað eftir hugmyndum um nýtingu á gamla bankahúsinu við Austurstræti 11." Svo segir í Mogga án athugasemda.

Af hverju þarf Landsbankinn að klessa sér niður þarna? Hvað kostar þessi lóð á flugvallargjaldskrá Dags Bé.? Eru við skiptavinirnir nálægt þarna? Jú, auðvitað þorskurinn í sjónum að vísu sem Landsbankinn á að veði. En er gott aðgengi fyrir skuldarana að þessum stað? Engir eru sparararnir lengur til að tæma sparibyssurnar gömlu þar sem bankinn laug því  á forsíðunni í gamla daga að græddur væri geymdir eyrir.

Hvaða fjandans nauðsyn ber til að Landsbankinn byggi yfir sig? Hverjir skipa þessar stjórnir svona apparata? Hvar er skuldabréfið hans Steingríms? Hvað líður eignarhaldinu á hinum bönkunum tveimur? Á ekkert að gera í þessum bankamálum?

Seðlabankinn byggði hér um árið og þjóðin borgaði  með verðbólgu sem enginn tók eftir. Bankinn borgaði nefnilega þá með ávísunum á sjálfan sig. Landsbankinn borgar með rafeyri og auknu peningamagni í umferð.

Almenningur blæðir auðvitað fyrir þessa hofmóðugu ríkisbubba alla saman sem enginn ráðherra virðist ráða við. Allavega er afstaða fjármálaráðherra til byggingaráformanna ekki nefnd. Er einhver furða á fylgisaukningu Pírata?

Það er bara Nómenklatúran sem ræður í Landsbankanum og þótt víðar væri leitað. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Áhuga vert fyrir þá sem njóta og geta látið kerfið borga. Við hin skiptum ekki máli, eða þannig.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.7.2015 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband