Leita í fréttum mbl.is

Það rignir upp í nefið

á þessu stjórnarliði í Landsbankanum. Bísperrtur bankastjóri sem almenningur eða fyrri hluthafi ekki einu sinni veit hver er eða hvaðan kemur, ætlar bara að byggja si sona.

Svo segir í Mogga:

"„Þetta er algjörlega út í hött, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, um fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn við hlið Hörpunnar við Reykjavíkurhöfn. „Menn nefna að það sé hagkvæmt að hafa starfsemina á einum stað en á sama tíma kaupa þeir dýrustu lóð á Íslandi og hafa hafnað ódýrari lóðum. Hagræðingarrökin eiga því augljóslega ekki við.“

Fjármununum eigi fremur að ráð- stafa til að bæta kjör viðskiptavina eða greiða arð í ríkissjóð. Landsbankinn er nú að mestu í eigu íslenska ríkisins í kjölfar bankahrunsins.

Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, gagnrýnir einnig fyrirhugaða byggingu á bloggsíðu sinni. „Bankastarfsemi þarf ekki þennan dýra umbúnað. Hann er í raun móðgun við við- skiptavinina, sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld.“ Telur hún fénu betur varið í nýjan Landspítala sem sé framar í forgangsröð- inni. Gagnrýnir Guðlaugur einnig borgaryfirvöld fyrir að ráðstafa besta stað miðborgarinnar undir banka en mikilvægt sé að hann sé nýttur til að styrkja borgina. „Það yrðu óafturkræf mistök að byggja banka þarna.“ laufey@mbl.is

Bravó fyrir Elínu Hirst og Gulla. Framganga bankastjórans er bein móðgun við almenning og það ætti að reka svona bjálfa þar sem svona blatant búhyggindaskortur og taktleysi getur ekki verið það sem bankarekstur á að byggjast á, allra síst í viðkvæmri  þjóðareign.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Halldór.

Ég má eigi bindask að senda þér í tilefni færslu þinnar meðfylgjandi mynd sem mun hafa verið búin til af aðstandendum gys.is. Ég verð að setja slóð á hana þar sem mér virðist ekki takast að skella henni beint inn hjá þér .

.

http://predikarinn.blog.is/users/c4/predikarinn/img/landsbankinn.jpg

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.7.2015 kl. 14:14

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.7.2015 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband