Leita í fréttum mbl.is

Tsipras

seiglast áfram þó að Grikkir hafi hugsanlega fengið verri díl en kosinn var frá í þjóðaratkvæðinu. Minnir óneitanlega í Icesave. 

Ef við sendum Steingrím á vettvang til að ráðleggja Grikkjum þá yrði hann ekki í vandræðum með að útskýra fyrir Grikkjum að þetta sé annað og miklu betra en það fyrra. Selja bara þjóðareignir til að borga og afsala sér verðtryggðum eftirlaunum yfir línuna.

 

Getur þjóð samþykkt að selja sína Þingvelli? Getur hann selt fiskveiðiauðlindir eins og við með nógu mikilli froðu og mælsku? Er hægt að selja vesturhluta Kýpur til Tyrkja?

Maður veit annars ekki hvernig Grikkir líta á Akrópólis eða Píreus. Gömlu Aþeningarnir afgreiddu allt með styrjöldum, unnu og töpuðu en áttu alltaf Grikkland eftir. En það land eignuðust þeir eftir að Mínóarnir drukknuðu í syndaflóðinu fyrir um 1600 f.Kr. Þá fóru þeir sem urðu Grikkir í sólarlandaferð frá Hallstad í Austurríki sem enn stendur.

Nú eru Grikkir í deilum við þá í Brüssel. Eiga þeir að tapa grísku landi til banka þeirra sem síðast stálu gullforðanum frá þeim með hervaldi?

Og þó að takist að sjattla Grikki núna, þá eru önnur mála sem bíða. Þó að 2% hagvöxtur hafi orðið á Spáni í tvö ár þá skilst manni að skuldirnar séu miklar.Og Portúgal er víst ekki skuldlaust heldur né Ítalía.

 

Svo menn spyrja sig hversu sannfærandi Doktor Merkel er þegar hún hvessir sig og segir Grikkjum að borga eða..? Getur hún nokkuð gert? Þýðir að berja dauðan hest?

Merkel er búin að vera kanslari í tíu ár fyrst þýskra kvenna. Evrópuþjóðirnar ætla að reynast henni erfiðar í taumi rétt eins og Adolfi heitnum.

Það er alveg makalaust hvernig Þjóðverjum tekst að halda ró í landinu sínu. Það er byggt og byggt í suður Þýskalandi og sparað í steypu eftir að bankarnir hættu að borga 1 % innláns vexti og Mercedes og Porsche seljast sem aldrei fyrr. Þýskaland er eina hagkerfið sem þolir Evruna, öll hin virðast á undanþágum.Engin verkföll eða tveggja stafa taxtahækkanir sem maður heyrir af. Eftir því sem norðar dregur versnar ástandið en er þó vel þolanlegt.

Þýskarinn er vinnusamur og sparsamur og víðast reynir hann að ala börnin upp í Guðsótta og góðum siðum og þeim tekst furðanlega að lifa með gríðarlegum innflytjendafjölda. Og ef það er eitthvað sem þjóðin óttast sameiginlega þá er það verðbólga og að vera ekki álitnir víðsýnir og alþjóðlega sinnaðir.

Alexis Tsipras er byggingaverkfræðingur eins og við Saddam Hússein. Þó við SAddam séum hættir að mestu þá hefur Tsipras starfað við greinina og skipulagsmál. Hann hefur hinsvegar eytt talsverðum tíma líka í að vera kommúnisti sem við Saddam gerðum þó aldrei. 

ESB gat auðvitað ekkert annað en að fresta Evru-málinu núna og borga.Þetta er bara verðbólgu mál 11 milljóna af 333 sem nota Evruna.  Merkel er sjáanlega bullandi svekkt en getur ekkert annað. Grikkir fá framlengdan því víxilinn í fertugasta sinn eins og Tómas.

Á meðan heyrist lítið í Viðreisn hjá okkur, Árna Páli, Þorvaldi Gylfasyni og Jóni Baldvin.  Enda skiptir það ekki meira máli hvað Pírötum finnst rétt að gera í þessu Grikklandsmáli? Verður ekki þeirra að lifa með því fremur en fyrst töldu fulltrúa gömlu flokkanna? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband