Leita í fréttum mbl.is

Hótel mömmu kynslóðin

er fyrirbæri sem er orðin staðreynd á Íslandi.

Óli Björn hefur lýst áhyggjum sínum sem Sjálfstæðismanns af þessari þróun. Því deilum við margir þeir eldri sem munum aðra tíma með Óla.

Í grein Óla Bjarnar í Morgunblaðinu í dag koma fram sláandi tölur:

..." Árið 2007 voru 9,5% heimila á lægsta tekjubilinu á almennum leigumarkaði en 2013 leigðu 29% þessara heimila.

Bótafrumvarp húsnæðisráðherrans mun ýta hressilega undir að þessi þróun haldi áfram: Millistéttin og launamenn með lágar tekjur verða leiguliðar og að- eins hinir efnameiri búa í eigin húsnæði.

Andstæðingar bótakerfis húsnæðisráðherra vilja spyrna við fótum og vinna gegn þessari þróun – styrkja séreignarstefnuna og gefa fólki raunverulegt val í húsnæðismálum í stað þvingunar.

.... Uppspretta eignamyndunar almennings hefur fyrst og síðast verið í formi eigin húsnæðis auk lífeyrisréttinda. Stefna ráðherrans mun stífla þessa uppsprettu. Afleiðingin verður sú að launafólk á það á hættu að festast í gildru fátæktar þegar það ætlar setjast í helgan stein að loknu góðu ævistarfi.

..... Ég hef áður bent á að hægt hefði verið að nýta þá gríðarlegu fjármuni sem ríkissjóður hefur varið í húsnæðismál með skynsamlegri hætti en í niðurgreiðslu vaxta eða til að bjarga gjaldþrota samfélagsbanka – Íbúðalánasjóði.

 

 

Þannig hefði ríkið getað stutt við bakið á 40 þúsund fjölskyldum til að kaupa sína fyrstu íbúð með því að leggja þeim til ígildi 20% eigin fjár í 30 milljóna króna íbúð."

Þannig er að verða hægfara breyting á innri gerð íslensks samfélags. Séreignarstefnan eins og við Sjálfstæðismenn börðumst fyrir alla ævi er að holast innan fyrir áhrif kommúnista sem aldrei þekkja efnahagslegar staðreyndir.

Þeir halda að vaxtabætur séu styrkur við greiðendur vaxta í stað þess að þær eru styrkur til bankanna til að halda uppi okurvöxtum án opinberra inngripa. Húsnæðisbætur eru svo annað form sama   misskilningsins sem vinstri sósíalisti í Framsóknarflokki getur ekki heldur skilið.

Gegn þessari þróun þyrftu Sjálfstæðismenn að berjast. En er sá flokkur ekki að verða of huglaus til að berjast og of feitur til að flýja? Unga fólkið trúir frekar á Pírata. Því vaða vinstri flokkarnir og flokksleysurnar áfram gagnrýnislaust og blakta fyrir vindi mælskufroðu sem skilað hefur þessum áþreifanlegu staðreyndum.

Ísland er að verða land leiguliðanna þar sem Hótel Mömmu kynslóðin mun fara með völdin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband