Leita í fréttum mbl.is

Dýrðleg peningabrenna

er hið svonefnda loftrýmiseftirlit við Ísland.

Nokkrum  sinnum á ári er það auglýst vel og vandlega að hingað verði sendar svona hálft dúsín af orrustuþotum af þessari eða hinni gerðinni og Nato-flugsveit með. Vonandi les sovéska sendiráðið Moggann svo þeir geti beðið um að fá sendan Björn upp að Íslandi  til að sýna sveitinni. Í þetta sinn ættu þeir að þekkjast frá því í gamla daga gömlu kommarnir, báðir á gömlum flugvélum, Tékkarnir á sænskum hlutleysisþotum Gripen en Rússinn á sínum Tupolev. Svo segir í Mogga:

"Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 23. júlí næstkomandi með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 70 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.

Flugsveitin kemur til landsins með fimm JAS-39C orrustuþotur. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 25.-29. júlí. Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland.

Ráðgert er að þessu verkefni ljúki 27. ágúst en þá kemur til landsins flugsveit danska flughersins. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands. "

Það getur vel verið að það sé gaman að þessu tilstandi  öllu og stuðli að samkennd Nato. En mér skilst að grínið sé að talsverðu leyti á okkar kostnað Íslendinga sem helst aldrei viljum borga neitt fyrir öryggismál, sbr. norsku byssurnar.Mér dytti í hug að spyrja t.d.Svandísi í framhaldi af því peningaleysi hvað þetta kosti og hverjir hafi meira gagn af þessu, Nato eða Pútín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hefði gjarnan viljað sjá þessar fádæma góðu sænsku vélar frá SAAB leika listir sínar yfir Reykjavík.

 

https://www.youtube.com/watch?v=YfBGLyerRz4





Ágúst H Bjarnason, 18.7.2015 kl. 10:03

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Tek undir það, þetta eru þrælgóðar vélar

Halldór Jónsson, 18.7.2015 kl. 12:28

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Til hvers þurfum við flugher til að verja landið ef að innrásinn/landnám kínverska kommonista-flokksins er í boði sitjandi ríkisstjórnar:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/05/varar_vid_rannsoknum_kinverja/

------------------------------------------------------

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/12/05/telja_herinn_horfa_til_islands/

Jón Þórhallsson, 18.7.2015 kl. 15:52

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Einhverstaðar er krotað að á Íslandi megi aldrei stofna her, en það má betla af öðrum þjóðum varnar tryggingu og loftrýmisgæslu.  Það er skömm að þessum andskotans roluskap sem er uppræktaður af kommúnistum og móðursýkiskerlingum og gerir okkur að viðundrum meðal  þjóða.

 Það hafa allar sjálfstæðar þjóðir her og Þjóð sem nennir ekki, tímir ekki  að leggja neitt af mörkum til að verja sig er einfaldlega ómerkileg, að ekki sé talað um Þegar þessir ómerkilegu vanvitar þenja út brjóstkassann og segja með stolti að hér sé eingin her.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.7.2015 kl. 07:00

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er það sem á "að hafa auga James Bond"

í ÍSLENSKA LANDSLIÐINU og greina ástandið hverju sinni?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1813474/

Er ríkislögreglustjóri með einhvernskonar óvinalista uppi við hjá sér?

Jón Þórhallsson, 19.7.2015 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband