Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna eiga bankastarfsmenn

að eignast hlut í gamla bankanum mínum Íslandsbanka?

Svo segir í Morgunblaðinu:

"Bankastjóri og framkvæmdastjórar Íslandsbanka, ásamt stjórnarmönnum, hafa farið fram á kaupauka í tengslum við gerð nauðasamnings og mögulega sölu hans.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur tillaga verið gerð af hálfu hópsins um að hann fái allt að 1% hlut í bankanum. Hluturinn gæti numið allt að tveimur milljörðum króna sé miðað við bókfært eigið fé bankans í árslok 2014. Í tillögunum mun ekki gert ráð fyrir því að almennir starfsmenn fái hlutdeild í samningnum þrátt fyrir að fyrirmyndin að tillögunni sé sótt í samkomulag sem gert var árið 2009 og tryggði starfsmönnum Landsbankans tæplega 1% hlut í bankanum..."

Þetta fólk á stöður sínar að einhverju leyti Steingrími J. Sigfússyni að þakka. Í stað þess að setja búið í gjaldþrot eins og honum bar samkvæmt lögum þá var sagt að hann hefði gefið bankann meira eða minna til einhverra hrægammasjóða. Það er á reiki hvað íslenska ríkið telst eiga núna í bankanum og hvað ekki.

Með samræmdum aðgerðum rakar bankinn fé af Íslendingum, selur ofan af fólki og beitir hverskyns meðölum til að innheimta kröfur sem þessir útlendingar eiga. Borgar neikvæða innlánsvexti og tekur þátt í samráði banka um lágmarkskjör verðtryggðra innistæðna og þjónustugjalda.

Ég átti heiðarlega fenginn hlut í Íslandsbanka áður en utantugthúsmennirnir Jón Ásgeir og Bjarni Ármannsson fengu að handfjatla hann. Mér er sagt að ég eigi ekki neitt í dag. Af hverju fæ ég ekkert af velgengni fasteigna minna, málverka og innréttinga sem Steingrímur J. Sigfússon stal af mér á sinni tíð? Af hverju á eitthvað ótínt starfsfólk að eignast hlut í þessu núna? Hefur það ekki fengið kaup og bónusa fyrir að vinna vinnuna sína? Er ekki hægt að fá nóg af ódýrara fólki til að reka banka? 

Og hversvegna er núverandi  bankastjóri Landsbankans míns ekki rekinn fyrir þá dæmalausu ósvífni og hroka sem hann hefur sýnt yfirboðurum sínum á Alþingi? Hvað höfum við við svona mann að gera sem hefur ekki meiri dómgreind en það að halda að þjóðin sé tilbúin að láta hann byggja yfir bankann fyrir pí sinnum sjömilljarða í Austurhöfninni?

Auðvitað á þjóðin kannski ekki neitt í þessum banka og Alþingsmenn hafa ekki hundsvit á bankarekstri síðan Steingrímur J. hætti að ráða? En til hvers andskotans á að líða þessum dreissugu herrum í stjórnsýslunni að fara fram eins og þeim sýnist án þess að þeim sé rekið utanundir eins og þeim Sverri Hermannssyni strigakjafti á sinni tíð?

Eru Bankastarfsmenn eitthvað merkilegri starfsmenn en aðrir opinberir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur Birna bankastjóri ekki bara fengið hlutabréf

hún þurfti aldrei að borga fyrir þau sem hún fékk í Glitni

hirti bara arðinn og nýtti atkvæðisréttinn

en gleymdi að borga

en samt er hún enn bankastjóri!

Grímur (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 09:32

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Halldór: Þú áttir hlut í Glitni og átt hann enn. Alveg eins og ég. Eignarhlutir voru aldrei teknir yfir af FME, heldur einungis vald hluthafafundar til að stýra hlutafélaginu Glitnir hf. Hluturinn er hins vegar verðlaus þar til nauðasamningum hefur verið lokið, ef það gengur eftir. Ég hef aldrei sé staðfestingu á því að eignarhlutir í hlutafélaginu Glitnir hf. hafi verið teknir yfir, færðir niður eða fyrndir. Þess vegna er athyglisvert að RSK forskrái ekki hlutafé í Glitni á skattaskýrslur í hlutafélagi sem ekki hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, einungis skipt um stjórn í. Sama á við um hlutafélagið Kaupþing. Óskiljanlegt!

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.7.2015 kl. 10:01

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Halldór minn, vertu ekki svona fúll þú veist að bankastarsfmenn eru bestu synir íslensku þjóðarinnar og eiga því allt gott skilið og meira en það. Þú getur ekki borið þessa góðu drengi saman við verkamenn og bændur eða verkfræðinga. við höfum lítið gert til að byggja upp þetta land. það eru bankamennirnir sem hafa gert það og því eiga þeir að njóta ávaxta erfiðis síns.

Sigurjón Jónsson, 23.7.2015 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband