Leita í fréttum mbl.is

Hagfræði krata

má segja að hafi birst rækilega í viðtali Sigurjóns M. við Jón Baldvin á sunnudaginn.

Mér finnst þar hvað merkilegast hvernig þessi Jón Baldvin getur í sama viðtalinu fordæmt hina kviku og ónýtu krónu sem hann rétt áður viðurkenndi að hefði gert Íslendinga svo fljóta að komast úr kreppunni.

Talað svo langt mál um Evrópusambandið og vandamál þess á Suður-Evrusvæðunum, og svo í framhaldi um nauðsyn fastgengisstefnu fyrir Íslendinga og afnám verðtryggingar.Til dæmis að binda krónuna við Evru eins og Danir. 

Talar svo á næstu mínútu um að Evrópusambandið komi ekki til greina fyrir Íslendinga í langri framtíð en verði samt að veruleika einhvern tímann.

Er það furða þótt kratar séu ekki lengur jafn hátt skrifaðir og áður?

Hvernig væri að þessi jafnaðarmaður útskýrði það hvernig fara myndi á Íslandi ef hann væri hér orðinn forsætisráðherra og væri búinn að koma hér á fastgengisstefnu?. Allt gert í friði við þjóðina á fyrri hluta kjörtímabils í góðæri til lands og sjávar.

Þá vildi þjóðin að byrjað yrði á þeirri sú jafnaðarmennsku að jafna launin milli stétta. Reiknimeistarar og almannatenglar flygju um völl að að sannfæra almenning um bráðnauðsynlegir hópar eins og læknar og ljósmæður hefðu setið eftir og þyrfti núna að leiðrétta eins og það er kallað. Og svo kæmi auðvitað keðjuverkunin. 

Setjum svo að hér hefði ríkt góðæri fyrri hluta kjörtímabilsins. Nú stæði jafnaðarmaðurinn Jón Baldvin frammi fyrir því sem æðsti strumpur þjóðarinnar, að meta áhrif miklu meiri taxtahækkana  en sem næmi hagvexti í landinu og skýra það út hvað muni gerast og hvað vondi kallinn Már Guðmundsson muni gera.

Býst hann í alvöru við því að menn myndu nú hlusta frekar á hann en Íhaldið?  Hvað þá á fræði Shumpeters  og Keynes? Skyldi hann ekki minnast frekar ráða Ólafs Jóhannessonar til kaupgreiðenda um að stinga sér bara til sunds þó ekkert sæist landið?  Myndi hann tala um afnám sama-Ólafslaga við það tækifæri?

Er það ekki mála sannast að ekkert afl utan skynsemi getur komið í veg fyrir að hundrað stéttarfélög eyðileggi gengi íslensku krónunnar hvenær sem forystumönnum þeirra dettur það í hug, að fara í verkfall með jafnvel 10 % atkvæða á bak við sig. Þjóðin fær ekki að heyra sannleikann þó svo að hún viti hann sjálf. Og skynsemin býður sig aldrei fram, menn verða að leita hennar.Líklega í síðasta sinn á Íslandi í þjóðarsátt? 

Einar Oddur kaldhamraði þá á staðreyndunum um hvað myndi gerast annars ef ekki yrði farið með skynsemi. Fólk hlustaði á endanum með tilstyrk góðra manna eins og Guðmundar jaka. Nú er enginn Einar Oddur eða enginn jaki lengur sem nennir því að tala við lýðinn eins og þeir gerðu þá.Nú eru hverskyns sér þarfir afbrigði, hommerí og einelti sett ofar heildarhagsmunum.

Menn ódýrra skyndilausna ná hæstu hæðum í fylgi í íslenskri pólitík. Jafnvel þeir líka sem segja ekki neitt. Og svo fara þeir menn að prédika mest á torgum sem flestir höfðu upphaflega að gríni. Þeir fara að trúa því sjálfir að þeir hafi eitthvað sérstakt til að bera. Og fólk nennir ekki að andmæla þó það heyri heimskuna hátt og skýrt.

Þess vegna verða kratískir plattenslagerar svo áberandi í pólitík. Þeir bjóða lýðnum snákaolíu og hverskyns lífgrös sem allra meina bót ef þeir bara fái eitthvað sjálfir. Mæla eitt en viðurkenna ekki staðreyndir sem passa ekki við hugsjónirnar.Eða þá jarða sannfæringuna gegn persónulegri velgengi og ríkisbrauði.

Kratahagfræðin gengur grannt séð aldrei út á annað en að skattleggja hér og eyða þar. Í þeirra steindauða heimi verður ekkert til nema endalausar millifærslur og mælska um hvað þeir séu góðir að vilja hjálpa þeim smáu. Til þess muni þeir skera ofan af hinum háu.Skera af bestu vaxtarsprotana til að hjálpa sjálfum sér og þeim smáu í þeirri röð. Mér er sama hvern menn vilja nefna til sögunnar af vinstra vængnum í íslenskri pólitik, þeir hafa allir þessu sömu megin einkenni.

Því fyrr á ævinni sem þjóðir skilja að kratahagfræðin er ekki skapandi grein þeim mun meiri von er til þess að þegnarnir fullorðnist einhvern tímann, hætti þessari tilbeiðslu ríkisþarmsins og reyni að verða meira sjálfbjarga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

90%  þjóðarinnar gæti verið sammála um að það gæti verið kostur að geta tengst stærra hagkerfi einhverntíman í framtíðinni af því að íslenska einka-bankakerfið hefur vaxið íslenska ríkis-fjármálakerfinu yfir höfuð.

Þá eru ekki margir möguleikar í boði.

EVRU-HAGKERFIÐ var möguleiki Í ÞVÍ SAMBANDI.

VIð gætum kannski skoðað málið eftir 5 ár.

Jón Þórhallsson, 27.7.2015 kl. 14:48

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kratar hafa aldrei skilið þá einföldu hagfræði að engin þjóð eyðir meira en hún aflar, að kakan er einungis étin einu sinni. Þessi skilningur var langt frá hugsun JBH í þessu viðtali. Þessi hugsjón réði stjórnun Grikklands með skelfilegum afleiðingum og það gátu þeir gegnum evruna.

Hér á landi voru kratar þessa lands einnig duglegir fyrir hrun og sóuðu langt umfram getu til endurgreiðslu. Þetta gátu þeir í gegnum EES samninginn.

En munurinn á milli þessara tveggja óráðslanda var að Grikkland var bundið evru og gat ekkert gert til mótvægis við óráðsíuna. Ísland var með eigin gjaldmiðil og gat því unnið sig út úr ruglinu, í bili að minnsta kosti. Því miður virðist sem kratar okkar lands séu að ná flugi aftur og stefna í enn eina kolsteypuna.

Á meðan þeim stjórnmálaflokkum sem kenna sig við kratisma, hvort sem það er til hægri eða vinstri á þeirri stefnu, er haldið frá stjórnvölnum, er von til að landið geti blómstrað. Meðan núverandi stjórnarflokkar eru við völd er von til að þeir haldi kratahugsjóninni niðri, þeirri hugsjón að jafnvægi milli tekna og gjalda sé einskisverð, heldur eigi að gefa hverja sneið kökunnar a.m.k. tvisvar eða oftar, allt eftir því hvernig vindurinn blæs í fjölmiðlum, eða hvernig fólk hagar sér á torgum landsins.

Staðfesta er lykilorðið og þá staðfestu hafa núverandi stjórnvöld sýnt, þó einstaka undantekningu megi finna þar á.

Gunnar Heiðarsson, 27.7.2015 kl. 16:14

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meira bullið sem þessi maður kemst upp með að senda frá sér.  Hann hlýtur að hafa fengið þessa hagfræðigráðu sína í Cheerios-pakka???????????????

Jóhann Elíasson, 27.7.2015 kl. 16:45

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þið Jónarnir deilið þá framtíðarsýn.

Takk fyrir Gunnar Heiðarsson, skýr að vanda. Þó allir séuekki hrifnir af Framsókn eru þeir að gera gagn með að halda kratismanum niðri. Er á meðan er.

Mér hefur alltaf þótt Cheerios í hádeginu. En að sjá aldrei upp úr disknum, þannig eru þeir alikratarnir.

Halldór Jónsson, 27.7.2015 kl. 17:06

5 Smámynd: Halldór Jónsson

súrmjólk í hádeginu Cheerios á kvöldin.. var það víst. Farinn að ryðga í litteratúrnum. En hvoru tveggja er étið af diski. Og sumir þekkja ekki annað en ríkisdiska.

Halldór Jónsson, 27.7.2015 kl. 17:08

6 identicon

Ég er nú vanur að fá mér Ceerios á morgnana með súrmjólk útá. tongue-out

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 17:22

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kostulegur karl, sveitungi minn og nágranni,hann Jón Baldvin. "Fastgengisstefna med sveigjanlegu ívafi" ? Getur einhver hagfraedikunnugur útskýrt fyrir fávísum tudara, sudur í höfum, hvurs konar efnahagsstjórn byggir á teoríu thessa útbrunna krata?. Fast var ekki sveigjanlegt sídast thegar ég vissi, en kratar virdast kunna rád vid flestu, nema thegar their eru í stjórn.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 27.7.2015 kl. 17:51

8 identicon

"Fastgengisstefna" Jóns Baldvins eru síðustu andvörp fallins foringja ESB sinna.
Þegar búið er að festa krónuna við evru (eins heimskulegt og það er) í nokkur ár, geta ESB sinnar skriðið aftur undan steinunum, endurtekið lygina að Ísland sé 95% innan ESB í gegnum EES, og 100% þegar krónan er bundin við evru.Og því sé eina rétta að ganga formlega í ESB "til að hafa áhrif"

Jamm, slátrum hagnaðinum við það að hafa sjálfstæða mynt sem getur sveiflast í takt við þarfir þjóðarinnar, til þess að gefa öldruðum, útbrunnum og eftirspurnarlausum fyrrum kratahöfðingja síðustu vonina um heittelskað ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 20:37

9 identicon

Samvizkubit öldungs yfir gerðum hlut þrátt fyrir að hafa verið alinn upp til að vita betur. EES og Schengen.

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 28.7.2015 kl. 06:48

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð samantekt að vanda. Kannski maður sleppi bara Sprengisandi í framtíðinni þar sem Sigurjón plöggar kratana og kíki a dálkinn þinn í staðinn. Margfalt hnitmiðaðra.

Ragnhildur Kolka, 28.7.2015 kl. 09:31

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir gullhamrana Ragnhildur Kolka. Maður mættialveg við því að heyra meira í þér og reglulegra

Halldór Jónsson, 28.7.2015 kl. 13:33

12 identicon

Sæll Halldór

gaman að lesa pistla þína. Ég held að í almennri umræðu á íslandi er oft ruglað saman stjórnmálum og hagfræði, það að fara í EES er pólitísk ákvörðun sem hefur ekkert með hagfræði að gera. Það að taka upp evru er pólitísk ákvörðun sem síðan hefur mikil hagfræðileg áhrif. Það er til dæmis mjög óvarlegt að segja að krónan sé ónýt, það er engin hagfræðiglóra í því. Þetta veit hvert mannsbarn sem fer út í búð og kaupir sér mjólkurfernu með íslenskum krónum. Svo getur verið að menn baði sér í einhverjum setningum eftir Friedman og Keynes svona til að réttlæta einhverja pólitíska ákvörðun sem var ákveðin á skrifstofu flokks. En það hefur bara ekkert með hagfræði að gera.Í stuttu máli er nær að finna einhverja hagfræði upp í háskólum samfélagsins heldur en á þingi eða á pólitíska sviðinu.

jón (IP-tala skráð) 28.7.2015 kl. 19:18

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Jón , þetta er mergurinn málsins. Að tala niður eigin mynt eru frekar landráð en pólitískur boðskapur

Halldór Jónsson, 30.7.2015 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband