Leita í fréttum mbl.is

Forsetaframboð

absúrdista hafa ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu.

Ef mikið framboð verður af fólki í líkingu við það sem hingað til hefur hæst borið í bjánaglottum, er þá ekki hugsanlegt að fleiri en einn verði kosnir og þeir víxli með sér forystunni eins og nú er búið að finna upp fyrir fjöldafullnægingu i ónefndum samtökum?

Þá geta allir sameinast um Forsetaembættið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Halldór!

Hvern viltu sjá sem næsta forseta á íslandi?

Jón Þórhallsson, 12.8.2015 kl. 12:13

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Halldór Jónsson sem næsta Forseta Íslenska lýðveldisins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.8.2015 kl. 15:25

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað finndist ykkur um að taka upp franska kosningakerfið hér á landi?

=Að kjósa pólitískan forseta á Bessastaði sem að þyrfti að leggja af stað með stefnur í öllum málum og standa eða falla með þeim? = Að völd og ábyrgð myndu haldast betur í hendur?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1792985/

Jón Þórhallsson, 12.8.2015 kl. 17:41

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir traustið Jóhann, kennitalan er orðin hálf slitin.

Ég er hallur undir franska kerfið að kjósa tvisvar. En nei, mér finnst að pólitískur forseti eins og þeir hafa alltaf verið, þurfi ekkert nema glottið til að ganga í okkur. En hver hefur næga skynsemi til að beita valdinu þegar þess er þörf.

Ef ég horfi yfir vinstri hjörðina eins og hún birtist manni og spyr mig að því hver væri nógu mikið snobb til að vilja verða forseti og um leið hverjum ég treysti til að hafa skynsemi í erfiðum malum, þá er valið erfitt. Maður getur alveg sleppt því að líta yfir hægri liðið því hægri maður verður líklega aldrei kosinn forseti á Íslandi nema að villa á sér heimildir.

Halldór Jónsson, 12.8.2015 kl. 18:02

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Fulltrúalýðræðið gefst okkur best. Ég held að sífelldar þjóðaratkvæðagreiðslur eins og Pétur á Sögu er heltekinn af gangi ekki. En ég vil hækka þröskuldinn til að komast á þing eitthvað, t.d.7-10 %. Það stafar mikil ógæfa af þessu endemis ruslaraliði sem kemst á þing út á allskyns kjaftæði um nýja, bjarta, heiðarlega,félagslega,samhjálparlega,stjórnarhætti og tefur svo bara fyrir alvöru stjórnmálaflokkunum (>10% )sem vilja gera eitthvað vitrænt. Það má ræða þessar prósentur en þær eru og háar í dag. 

Einmenningskjördæmin finnst mér vera út í hróa eftir útreiðina hans Nigels Farage

Halldór Jónsson, 12.8.2015 kl. 18:09

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Hvernig væri það, að fá hana Herdísi Þorgeirsdóttur, (eða heitir hún það ekki sem var í framboði síðast?), til að taka forseta-kosningabaráttuna aftur?

Hún virtist hafa flest af því sem víðsýnn, reynslumikill og heiðarlegur forsetaframbjóðandi getur friðarljóssins fræðslustýrt, á flóknum tímum í heimsins samfélagsflækjum?

Þetta er nú bara mín ófaglærða, og í raun alveg ómarktæka einkaskoðun, á næsta forseta-frambjóðanda.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.8.2015 kl. 01:38

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kennitalan er ekkert hálf slitin, kanski svolítið veðruð. En það er einmitt svoleiðis fólk sem kæmi til með að gera vel í Forsetastólnum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.8.2015 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband