Leita í fréttum mbl.is

Stefanía enn á ferð

og skrifar frá Sauðárkróki í Morgunblað dagsins.

Þar sem vinstri menn lesa víst ekki Mogga, af líklega sóttvarnarástæðum og smithættu af Davíðsku,  þykir mér vissara að birta grein hennar hér ef vera skyldi að einhver þeirra slysasðist til að lesa. Stefanía skrifar nú:(þessi bloggari feitletrar )stefanía

Forréttindi og fleira

"Nýjustu skilaboð frá framtíðar- þingmanni Pírata, Helga Hrafni, sem hefur einkarétt á skilgreiningu eineltis og einn, ásamt Birgittu Jónsdóttur, hefur upplifað þau ósköp.

En að skilaboðunum, aldraðir og öryrkjar og hinir fátæku hér á landi eiga að líta á það sem forréttindi að þurfa að kljást við að finna það út hvernig þau eigi að komast af. Rök hans eru, að það sé bara ekki á orði hafandi að eiga ekki fyrir mat, lyfjum og læknisþjónustu og já yfir höfuð að vera til, því að ekki sé verið að drepa okkur, samanber flóttamenn.

Þetta eru skilaboðin til kynslóðarinnar sem upplifði fátækt og svengd í sínum uppvexti, en byggði hér allt upp af dugnaði, nú mega þau endurupplifa að hafa lítið milli handanna og ekki bara það, ekki eru þau virt sem skyldi, hvað þá sýnd væntumþykja og þakklæti.

Hún vonda ég er ekki sek né ber á því ábyrgð að fólk er að drepa hvert annað úti í heimi, en mig langar til að ljúka göngu minni hér á þessari jörð með reisn.Flóttafólk fær íbúðir, mat og læknisþjónustu og er það vel, en hvað með landsmenn sem lifa við skort og hafa sett fé í velferðarkerfið okkar? Skorturinn og fátæktin má víst líðast, því að ekki er verið að drepa okkur, – ekki ennþá.

 

Uppeldi

Uppeldi barna heillar þjóðar á stofnunum frá eins árs aldri og þar til þau koma út úr háskóla, því þangað skal farið hvort sem vit eða geta er til staðar, enda háskólinn orðinn að fjölbraut, sem skilar okkur fólki með vanþekkingu á lífinu og mikilli sjálfhverfu.

Til dæmis hafa þau ekki hugmynd um hvað það er að eiga land og haf til varðveislu. Og reynist svo lífið á einhvern hátt erfiðara en þau væntu, þá er bara að fara til annarra landa, því að ekki má bjóða því vinnu í fóðurverksmiðju eða fiskvinnslu, því að hroki þeirra er mikill, en væntanlega vilja þau éta afurðirnar sem fóðrið og fiskurinn stendur undir. Litla gula hænan birtist í mörgum myndum.

 

Stjórnmál

Stjórnmálamenn sem skammta til aldraðra, öryrkja og þeirra fá- tæku launum sem eru undir lágmarksviðmiðum, eruð að segja að okkur sé þetta nóg. Við erum með getulausan félagsmálaráð- herra.

En góða fólk, lífið er, jú, búmmerang og hver veit hvað bíður ykkar á efri árum. Miðað við bjánaganginn í stjórnmálunum í dag, gæti það hent að við völd yrðu þá ekki innfæddir Íslendingar og niðurbrot stjórnmálanna færðu ykkur að höndum skömmtun lífsgæða.

Píratar, á meðan braskað er með lífeyrissjóði okkar lágstéttarinnar og alltaf er verið að skerða greiðslur, þá eru þingmenn og ríkisstarfsfólk tryggt í bak og fyrir, þið megið vinna með greiddum lífeyri, án skerðingar, og ég hef ekki heyrt mótmæli frá ykkur. Píratar, þið þiggið þetta, og gott er að tala digurbarkalega til annarra á meðan þið hafið það gott, svo húrra Píratar, jafnrétti, frelsi og mannréttindi, en ekki bara handa útlendingum og ykkur sjálfum. Þið, sem ætlið að kjósa Pírata, eruð að biðja um stjórnleysi og upplausn sem aldrei fyrr. Pírötum fylgir niðurbrot á lögum, hefðum, trú og menningu landsins. Ég vona að þjóðin sleppi við þann hálfvita- og bjánagang, sem fylgir þeim, og undarlegt að þetta fólk skuli vera á þingi.

Jón Gnarr

Því upphefur þú sjálfan þig á kostnað Davíðs Oddssonar ? Hvar hefur og er Davíð að endurskrifa söguna? Það eru lítilmenni sem upphefja sig á kostnað annarra og þú munt aldrei ná að hafa tærnar þar sem Davíð hefur hælana, góurinn. Þú sjálfur átt eftir að fara neikvætt í sögubækurnar, sem maðurinn sem gaf lóð undir mosku, framtíðin mun sýna það. Svo er hópur fólks sem vill fá þig sem forseta landsins. Hversu djúpt eigum við að sökkva í bjánagangi ?

Þýskur blaðamaður skrifaði grein eftir upplifun sína í Reykjavík og er sú lýsing ófögur, en hann segir meðal annars: „Það er eins og það sé í tísku hjá þessari þjóð að keppast um hver sé mesti bjáninn, og fá hrós fyrir“.

Því er ekkert rætt um þessa grein hans og upplifun, líkar ykkur hún ef til vill ekki ? Nú er hvergi sagt „að glöggt sé gests augað“. 

Stefanía Jónasdóttir

Höfundur býr á Sauðárkróki."

 

Það er fáum það leikið að geta sagt meiningu sína á kurteisislegan hátt en þó svo barnslega beinskeytt að ég skora á þá sem vilja mótmæla þessu að gera það.

Stefanía er í uppáhaldi hjá mörgum sem lesa Mogga, svo mikið er víst. Hún segir það sem marga langar til að segja en þora það ekki fyrir hugsanalögreglunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær sem endranær.

Kolli55 (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband