Leita í fréttum mbl.is

Nýtt skip í flotann

er Fafnir Viking, Reykjavík, sjósettur í Istanbul á dögunum.

 

fafnirviking

  Þetta er annað skip Fafnir Offshore sem er í eigu íslenskra og erlendra fjárfesta. Fyrra skipið sem nefnist Polarsyssel, er í langtímasamningi hjá sýslumanningum á Svalbarða eina 9 mánuði á ári. Það er með risastórum þyrlupalli og útbúið sem flugstöð, lúxushótel,slökkvilið,björgunarskip og flutningaskip.

Bæði skipin eru með svokallað DPS kerfi, dynamic positioning system  sem gerir þeim kleyft að halda staðsetningu í sjó. En slíkt er nauðsynlegt þegar þau leggja að olíuborpöllum þar sem engu má skeika.  Flókinn skrúfu-og tölvubunaður sér til þess. Bæði skipin eru sérstaklega styrkt til starfsemi á hafísslóðum í Norðurhöfum. Hefur Polarsyssel þegar farið í slíkan leiðangur við erfið skilyrði og staðist allar raunir.

Fafnir Viking, Reykjavík, er svo önnur kynslóð skipa. Það gengur fyrir rafmagni að hluta, og er því svonefnt hybrid skip. Það getur siglt lengi fyrir rafkraftinum einum. Skipið er því hagkvæmara í rekstri en mörg önnur. Skipið fer nú til Leirhafnar í Noregi þar sem smíðinni verður lokið á næsta ári í skípasmíðastöð Íslandsvinarins Per Sævik, Havyard, sem hannar þessi skip.

Vonandi fer eitthvað að gerast í skipaskráningamálum Íslendinga. Það er ekki vansalaust að ekkert flutningaskip er skráð hérlendis vegna ósveigjanleika íslenskra stéttarfélaga að manni skilst. Gamli Freyfaxi varð að hafa eina þrettán menn um borð þegar hann var hér. Nú siglir hann um heimsins höf með sjö manns. Annað eftir þessu.

Þó að nafnið Reykjavík standi á Fafnir Viking þýðir það ekki endilega að skipið verði skráð þar. Það veltur á Alþingi hvort það gerir eitthvað í skráningarmálum kaupskipa sem gerir flöggun mögulega. En íslensku eigendur Fafnis Offshore  hafa allir metnað fyrir Íslands hönd og vilja skrá sín skip hérlendis eins og Færeyingar frændur vorir geta gert við sín olíuskip. Alþingi gæti þessvegna spurt þá ráða ef þetta þvælist fyrir því.

Það er auðvitað ekki sami dansinn á rósum nú í olíuiðnaðinum og var þegar gerður var smíðasamningurinn um Fafnir Viking.Það gefur auga leið að allt gengur hægar þegar verð á olíu hefur fallið um meira en helming. 

Fafnir Offshore og frumkvöðlinum Steingrími Erlingssyni er óskað heilla með þessa útgerð. Það er ekki ónýtt fyrir hið unga félag að fyrra skipið er í traustum samningi við norska ríkið og í góðum rekstri. Tæknilegir yfirburðir seinna skipsins munu gera margan gamlan dallinn úreltan og því er engin ástæða til svartsýni. 

Framtíðin er rétt að byrja hjá Fáfni Offshore með nýju skipi!

 

 

 

 

Hér er myndband af viðburðinum. Má sjá að Tyrkir faðmast yfir því að allt gengur vel.

 

https://www.youtube.com/watch?v=SG-DXMRJF7U&feature=youtu.be

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband