Leita í fréttum mbl.is

Út með Ólaf?

til að ræða málamiðlun í makrílnum. Er það ekki það sem okkur vantar núna?

Er ekki ráð að Forseti Íslands komi sér í opinbera heimsókn til Rússlands? Þar mætti ræða fleira en heimsmálin? Þar mætti reyna að sjattla þessa viðskiptadeilu alla saman?

Er það ekki ósköp lélegt fyrir Íslendinga að leggjast á hnéin fyrir kommisörum ESB og grátbiðja um einhverjar tollalækkanir eða þá styrki því ég hélt að tollar hefðu nú horfið með EES? En það er hugsanlega eitt af því sem maður veit ekki um ESB?

Ég trúi því að Forseti Íslands, dr.Ólafur Ragnar Grímsson, sé rétti maðurinn til að tala við Pútín mikla af Krímskaga. Þeir geta farið út að skokka saman og spjallað það sem aðrir meira hægfara mega ekki heyra.

Út með Ólaf?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Málið snýst um að koma franska kosningakerfinu á hér á landi:

=Að kjósa pólitískan forseta á Bessastaði í framtíðinni sem að leggði af stað með stefnur í öllum málum;

svo að völd, ábyrgð og bókhald myndu haldast betur í hendur:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1792985/

Jón Þórhallsson, 17.8.2015 kl. 12:12

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvaða hlutverki á Ólafur að gegna í málinu?

Svona hljóðar sú stjórnarskrá sem að er í gildi í dag:

11. gr. Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum.

Jón Þórhallsson, 17.8.2015 kl. 14:01

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi maður, hr Ólafur Ragnar Grímsson, hefur reynst ómetanlegur þjóðinni í málum eins og Ices(L)ave,kynning á málsstað Íslands og að "liðka" fyrir hinum ýmsu málum á alþjóðavísu. Þó svo að forsetinn sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum er ekkert sem segir að hann geti notað sambönd sín til aðstoðar þjóðinni. Það myndi heldur betur þagna vælið í "Vinstri hjörðinni" ef Ólafur fengi viðskiptabanni Rússa hnekkt.

Jóhann Elíasson, 17.8.2015 kl. 15:09

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop Jóhann, það var það sem ég meinti með þessu

Halldór Jónsson, 17.8.2015 kl. 18:38

5 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já er það nú nýja stefnan hjá Íhaldinu að leggjast á hnén fyrir yfirkommanum í Moskvu frekar en að tala við ESB.

Já Halldór í skrifum þínum kemur æ ofan í æ í ljós að það er margt sem þú ekki veist um EES

Bestu kveðjur  

Kristmann Magnússon, 17.8.2015 kl. 21:52

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi minn, ætli ég viti ekki um EES og ESB á við hvert  meðalflón í pólitík sem öðru. Það vill svo til að mér var um tíma nauðugur einn kostur að lesa um þetta allt.Og komdu ef þú þorir helvískur mýrarbísinn þinn

Halldór Jónsson, 17.8.2015 kl. 22:55

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Þeir virðast vesælir sölumenn vælukljóarnir í fisksölubransanum.

Þeir hafa ekki vitað um að líklegt yrði að það yrði sett innfutningsbann á matvæli frá okkur nema í vel yfir heilt ár. Hvers vegna hafa þeir ekki leitað hófanna á öðrum mörkuðum í þetta ríflega ár sem liðið er síðan þetta var talin mjög líkleg niðurstaða - og það ekki hvað síst að flestir áttu von á þessu banni í fyrrasumar. 

Norðmenn fóru ekkert um borð í vælubílinn í fyrra þegar þeir voru útilokaðir frá Rússlandi með afurðir sínar. Það sem þeir gerðu var að spýta í lófana í stað þess að krjúpa hágrátandi á teppið með andlitið í átt til Mekka og grátbiiðja rússana um að kaupa af sér eins og þeir íslensku hafa verið að gera í fjölmiðlum sem og nú síðast í rússneska sendiráðinu. Er þetta kannski eins og Villi túlipani hefur sagt - að þetta sé viðskiptabrella rússanna til að ná svona 50% afslátt á vörunum og grenja svo úr hlátri í Kreml þegar þeir háma í sig kavíar og skola honum niður með kampavíni praktuglega og búnir að plata okkur í helmings rabat ?

Það sem gerðist hjá norðmönnum á þessu ríflega ári sem þeir hafa verið útilokaðir - þeir leituðu annarra kaupenda þegar í stað og hafa fundið þá með lítilli fyrirhöfn. Heimurinn er víst ekki að stofni til Rússland ! Árangur þeirra hefur verið sá að þeir hafa fengið meira greitt fyrir þessar afurðir sem þeir venjulega seldu rússum - juku sverðmætin og fengu meira í vasann. Ársuppgjörið sýndi meiri hagnað en nokkru sinni áður samkvæmt norskum hagtölum.

Ég legg til að íslenskum fisksölumönnum verði varpað úr vælubílnum svo þeir hunskist til að vinna vinnuna sína og finni aðra kaupendur í stað þess að skríða fyrir kommunum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.8.2015 kl. 23:46

8 identicon

Sæll Halldór - sem aðrir gestir, þínir !

Kristmann Magnússon !

Ég hygg þig: vera ívið eldri að árum en ég telst vera (er sjálfur 57 ára) - að þú ættir að þekkja betur Rússlands sögu, en þú lætur hér, í veðri vaka, ágæti drengur.

Vladimír Vladimírovich Pútín - er ENGINN YFIRKOMMI í Moskvu (þó svo: fyrrum starfsamaður KGB hafi verið, hafði burði til að snúast frá óþverra Marx- Lenínismans - voru ekki: sumir fylgismenn svokallaðra Sjálfstæðis- og Framsóknar flokka hér á landi, ekki dyggir liðsmenn Nazista Þýzkalands / sem og Alþýðuflokks og Alþýðubandalags:: hér heima tryggir leppar gömlu Sovétríkja Kommúnismans, einnig ?) heldur: og mun verðugur arftaki Rúriks Hersis (Vojvods af Novgorod: 862 - 879) stofnanda Garðaríkis / sem og annarra afkomenda hans, og annarr arftaka, hinna seinni tíma, eða: allt frá 862 - 1917, sem og frá 1991, að telja - og síðan.

Afburða innihaldslaust: að slá fram einhverjum klausum, sem ekki standast skoðun Kristmann minn - þar sem Pútín er verndari Orthódoxízku Austur Kirkjunnar einnig, þar sem Rússar tóku upp merki Austur- Rómverska ríkisins, eftir fall Konstantínópel, þann 29. Maí, árið 1453.

Þarf ég nokkuð - að rekja frekar, Kristmann minn ?

Gleymum svo ekki - að það er ekki á færi neinna aukvisa / að stýra stærsta ríki sitt hvorra Heimsálfanna Kristmann - Asíu annarrs vegar, svo og Evrópu, hins vegar, stórvandræðalaust.

Segir það okkur ekki eitthvað: um mannkosti Pútíns, t.d. ?

Með beztu kveðjum  sem oftar - af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2015 kl. 00:04

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég má eigi bindask kæri Halldór að setja hér inn pistil Björns Bjarnasonar. Eins og við munumer Björn einn þeirra nokkurra íslendinga sem um áratuga skeið hafði atvinnu af því að fylgjast með og greina heimsmálin - ekki hvað síst Kremlarlógíu. Hann lagði þessar rannsóknir sínar ekki á hilluna eftir a´á Al.ingi var komið. 

„

Uppnám innan Kremlar – Pútín fjarlægist ákvarðanir

Björn Bjarnason 17/08/2015 Fréttir

 

Vladimir Pútín Rússlandsforseti.Vladimir Pútín Rússlandsforseti.

Brian Whitmore birti fimmtudaginn 13. ágúst eftirfarandi grein á vefsíðu Radio Free Europe:

Menn átta sig á að málum sé verulega illa komið þegar Sergei Lavrov missir stjórn á sér.

Rússneski utanríkisráðherrann er venjulega silkimjúkur opinberlega, blygðunarlaust og áreynslulaust beitir hann útúrsnúningi, spuna, rangfærslum og lygum í þágu ríkisstjórnar Vladimírs Pútíns.

Nú í vikunni náðist hins vegar Lavrov í mynd og hljóði þar sem hann jós úr sér blótsyrðum á sameiginlegum blaðamannafundi með Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu.

Óljóst er hvað olli sérstæðu æðiskasti Lavrovs og það skiptir í raun ekki máli. Að þetta gerðist er tímanna tákn.

Undanfarnar tvær vikur hafa ýmis atvik gerst sem benda til þess að ekki gangi allt að óskum hjá Kremlarelítunni.

Rússneskir tollverðir og heilbrigðiseftirlitsmenn hafa efnt til hálf-trúarlegrar brennu á evrópskum osti og öðrum matvælum auk hollenskra blóma.

Sergei Narjishkin, forseti neðri deildar rússneska þingsins, skrifaði grein í opinbert málgagn ríkisstjórnarinnar, Rossiiskaja Gazeta, þar sem hann sakaði Bandaríkjamenn um að breyta evrópskum bandamönnum sínum í „dauðyfli“ og leggja á ráðin um meiriháttar ögrun í garð ráðamanna í Moskvu.

Þingforsetinn hefur einnig hvatt til þess að komið verði á fót alþjóðadómstóli til að fjalla um ákvörðun Bandaríkjamanna um að kasta kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki árið 1945.

Þá hafa Rússar gert formlega kröfu til norðurpólsins í bréfi til Sameinuðu þjóðanna.

Gleymdi ég einhverju? Kannski. Hið skrýtna og fríkaða hefur gerst svo hratt og ofsalega upp á síðkastið að auðvelt er að muna það ekki allt.

Í nýlegri grein í Apostrof sagði stjórnmálaskýrandinn Andrei Piontkovskíj: „Ofsahræðsla hefur gripið um sig á æðstu stöðum í Kreml. Þetta birtist skýrt í grein Narjískins, matvælabrennum við landamærin, framkomu Lavrovs á blaðamannafundinum í Sádí-Arabíu.“

Nýliðin ár hefur verið í tísku og freistandi að líta á Vladimír Pútín sem mann með markmið, drottnara alheimsins, skipuleggjanda stór-samsæra.

Hafi þetta einhvern tíma átt við rök að styðjast, hallast vaxandi fjöldi Kremlarfræðinga nú að því að Pútín-vélin sé tekin að hiksta.

Igor Jakovenko, álitsgjafi í Moskvu, sagði nýlega í grein að kerfið væri „á öðrum endanum“.

Í grein í leiðaraopnu The New York Times sagði stjórnmálaskýrandinn Ivan Krastev og vitnaði í Gleb Pavlovskíj, fyrrverandi innanbúðarmann í Kreml, að Pútín kæmi sífellt minna að ákvörðunum um dagleg mál. Krastev bætir við að ferlið við töku ákvarðana líkist „flutningi jazz hljómsveitar; stöðugur spuninn felur í sér tilraun til að lifa af síðustu krísu“.

Kjarni krísunnar sem við elítunni blasir felur í sér þverstæðu: Hún getur ekki lifað með Pútín. Og hún getur ekki lifað án hans.

Þeim fjölgar í ráðandi stétt Rússlands – að minnsta kosti meðal hinna klárari innan hennar – sem átta sig á að gagnsemi Pútín-kerfisins er á enda runnin. Það verður ekki meira upp úr því að hafa.

Pútín hefur málað sig út í horn í Úkraínu. Hann hefur siglt þjóðarskútunni í strand. Og hann hefur einangrað Rússland frá öðrum löndum heims. Og hann virðist ekki eiga fleiri kanínur til að draga upp úr hatti sínum.

Piontovskíj sagði í grein sinni að elítan áttaði sig fullkomlega á því að yrði ástandið áfram óbreytt mundi „hún tapa öllum dollara milljörðunum sínum“ auk þess sem ríkisstjórnin kynni „að falla“.

Og þetta virðist hafa lamandi áhrif á Pútín sjálfan.

Kremlarhöfðinginn hefur hagað sér einkennilega um nokkurt skeið. Minna má á undarlegt – og enn óútskýrt – brotthvarf hann af opinberum vettvangi í mars eftir morðið á Boris Nemtsov, leiðtoga stjórnarandstöðunnar; þá má benda á einkennilegt látbragð hans og svipbrigði á blaðamannafundi í Minsk í fyrra sumar.

Fjarlægur Pútín skapar mikinn vanda því að kerfið er stefnulaust – og á það til að fara af hjörunum – haldi hann ekki um stjórnvölinn.

„Pútín hefur heppnast að búa þannig um hnúta að annar pólitískur kostur en hann er óhugsandi og nú á öll þjóð hans allt undir árangri hans,“ skrifaði Krastev. „Með öðrum orðum er hinn gífurlega mikli almenni stuðningur við Pútín veikleiki hans en ekki styrkleiki – og forystumenn Rússlands vita það.“

Hann bætti við að þessi vitneskja leiddi til þess að í innsta hrings hans gætti þeirrar tilfinningar að hinsta stundin nálgaðist, þeir hefðu áhyggjur af hvernig líf þeirra yrði án Pútíns – og hvort þeir gætu lifað án hans.

„Í Kreml búa ekki aðeins þeir sem lifðu af umskiptin eftir Sovétríkin heldur einnig þeir sem kunna að halda lífi, fólk sem íhugar sviðsmyndir hins versta, sem trúir því að næstu hamfarir séu aðeins handan við hornið, sem þrífst á krísum, sem er háð stórundarlegu ástandi og reglulausum stjórnmálum,“ skrifði Krastev.

„Þetta flókna og ófyrirsjáanlega samhengi er frekar lykillinn að skilningi á stjórnmálum líðandi stundar í Rússlandi en duttlungar Pútíns.“

Og allt þetta veldur því að næstu mánuður verða að sönnu hættulegur tími.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.8.2015 kl. 00:20

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna prédikari,

slæmt og óvænt ef satt er hjá Whitmore. Erfitt að skilja þetta. En refsiaðgerðir virðast þá bíta þrátt fyrir það sem okkar menn halda fram í Moskvu. þeir segja að almenningur verði ekkert var við þær. En verða menn ekki að hugsa hvað þeir eru að gera með þessu píningarbrölt. Ljónið er soltið og þá er það hættulegra. Viljum við einhvern annan en Pútín? Hvað hét hann vitleysingurinn sem er me 7 % Sírinowsky

Halldór Jónsson, 18.8.2015 kl. 08:29

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já kæri Halldór, þetta virðist bíta þrátt fyrir það sem hinir vesölu fisksölumenn, sme eru starfi sínu ekki vaxnir eins og ég nefndi fyrr, og „blaðafulltrúar“ þeirra segja okkur.

Svo megum við ekki falla í gryfjuna sem við þekkjum og er einmitt eins og þú nefnir, hvað tekur við af Pútín, verður sá ekki mun verri?  Líklegri er Medvedev heldur en Sírinovski. En við getum ekki stjórnað því hver tekur við nema við förum í styrjöld sem við teljum okkur geta unnið.


Hér eru  góð svör dr. Hannesar Hólmsteins við áróðursmaskínu samfóistanna :

„17.8.2015 | 15:47

Hugleiðing Baldurs Þórhallssonar

Baldur Þórhallsson birtir hugleiðingu um utanríkismál á Facebook síðu sinni. Ýmsar athugasemdir má gera við hana. Hér nefni ég fimm:

1. „Það að vax­andi hóp­ur áhrifa­manna í Sjálf­stæðis­flokkn­um – stærsta og áhrifa­mesta stjórn­mála­flokki lands­ins – krefj­ist þess að mörkuð verði ný ut­an­rík­is­stefna verður að taka al­var­lega því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur markað ut­an­rík­is­stefnu lands­manna allt frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar.“ Hér talar ekki óhlutdrægur fræðimaður, heldur fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og talsmaður Evrópusambandsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki breytt um stefnu. Hún er fólgin í vestrænu samstarfi. En vestrænt samstarf fer ekki fram innan Evrópusambandsins, heldur Atlantshafsbandalagsins. Engir ráðamenn Sjálfstæðisflokksins hafa reynt að breyta utanríkisstefnunni. Það er áróðursbrella Samfylkingarinnar og Evrópusambandssinna, sem hafa staðið höllum fæti, allt frá því að Grikklandsmálið kom til sögunnar. En Íslendingar eiga að einbeita sér að því að selja fisk.

2. „Þessi fram­ganga rúss­neskra ráðamanna er ein stærsta ógn­in sem smærri ríki Evr­ópu hafa staðið frammi fyr­ir frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar.“ Ég er sammála honum um þetta. En Evrópusambandið er pappírstígur, og við eigum ekki að flækja okkur inn í aðgerðir þess. Ef einhverjir geta mætt rússneskum ráðamönnum, þá eru það Bandaríkjamenn, sem bera Atlantshafsbandalagið uppi.

3. „Íslensk stjórn­völd hafa allt frá því að við feng­um stjórn ut­an­rík­is­mála í okk­ar hend­ur 1. des­em­ber 1918 lagt mesta áherslu á sam­vinnu við lýðræðis­ríki og alþjóðalög og hefðir sem styrkja sjálf­stæði lít­illa ríkja. Þetta var raun­in bæði meðan að landið var ,,hlut­laust’’ og eft­ir að það gerði her­vernd­ar­samn­ing við Banda­rík­in árið 1941.“ Þetta er rangt (og þá á ég ekki við málvilluna „meðan að“). Íslendingar fengu ekki forræði utanríkismála 1918 nema að takmörkuðu leyti. Danir fóru með utanríkismál í umboði Íslendinga allt til 1940. Ísland gat verið hlutlaust, af því að það var í skjóli breska flotans, eins og Jónas Jónsson frá Hriflu útskýrði þá best og skildi. Og Íslendingar lögðu mesta áherslu á að selja fisk, eins og ég hef rakið ýmis dæmi um.

4. „Lít­il ríki eiga mjög erfitt með að fá stór ríki til að fara að kröf­um þeirra en geta í krafti ákvæða um sam­eig­in­lega ákv­arðana­töku haft áhrif inn­an svæða- og alþjóðastofn­ana.“ Hann á væntanlega við Kýpur og Grikkland? Það hefur heldur betur komið í ljós síðustu misserin, hversu mikið tillit er tekið til þeirra í Evrópusambandinu. 

5. „Ísland varð sjálf­stætt og gat stækkað land­helg­ina vegna þess að stærri ríki féllust á það - og alþjóðalög og hefðir styrktu kröf­ur Íslend­inga.“ Þetta er rangt. Hefðir styrktu ekki kröfur Íslendinga (Bretar höfðu veitt hér frá 1412), en alþjóðalög voru að þróast í sömu átt og Íslendingar vildu. Og Íslendingar gátu stækkað landhelgina, af því að grannþjóðirnar vildu að lokum ekki beita okkur svo miklu valdi, að Ísland færi úr Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkjamenn (og Norðmenn) neyddu Breta til að viðurkenna landhelgina. Það var hernaðarlegt mikilvægi Íslands, sem réð úrslitum (þótt við hefðum að lokum fengið 200 mílna landhelgi, en miklu síðar og ef til vill of seint).“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.8.2015 kl. 09:10

12 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kæri bloggvinur Halldór!Blogg þín góð að vanda og einnig eru

athugasemdir yfirleitt góðar,

með bloggvinar lveðju,

kristjan9

Kristján P. Gudmundsson, 20.8.2015 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband