Leita í fréttum mbl.is

Vísbending

er málgagn Benedikts Jóhannessonar verkfræðings sem hann hefur haldið úti af miklum myndarskap í aldarþriðjung.

Benedikt hefur sterka sannfæringu fyrir Evrópumálum og hefur verið að stofna nýjan flokk, "Viðreisn", sem á að koma Íslandi í Evrópusambandið. Benedikt á bandamenn á víð og dreif. Einn þeirra er Þorsteinn Pálsson sem eitt sinn var formaður í Sjálfstæðisflokknum. Í Vísbendingu hinn 10. ágúst 2015 tekur Benedikt upp klausu eftir Þorsteinn sem hann skrifaði á Hringbraut:

: „Hagsældin á Íslandi ræðst mest af

því að við létum hugsjónir um lýðræði og

viðskiptafrelsi ráða því hvar við skipuðum

okkur í sveit.

Aðild okkar að innri markaði Evrópusambandsins

og Atlantshafs-bandalaginu eru kjarnaatriði

í þeim efnum. Þar hafa fléttast saman hugsjónir og

hagsmunir. Trúlega hefur engin atvinnu-

grein notið ávaxta utanríkisstefnunnar í

ríkari mæli en sjávarútvegurinn.“

Þá hafa menn það á hreinu hvernig Þorsteinn Pálsson sér framtíð Íslands. Innan innri markaðar Evrópusambandsins sem er grannt skoðað tollabandalag sem stefnt er gegn afganginum af heiminum.

Falla mönnum utan Samfylkingarinnar almennt svona sjónarmið? Sér ekki meirihluti Íslendinga þá fyrir sér Ísland sem frjálst og fullvalda ríki, sem velur sér viðskiptavini eftir hagsmunum beggja. Fyrir mitt leyti er himinn og haf á milli mín og slíkra sjónarmiða sem auðvitað skiptir engu máli lengur.

En Vísbending er fyrirtaks rit og afrek í sjálfu sér hjá Benedikt að hafa gefið það út svona lengi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband