Leita í fréttum mbl.is

Menningarnótt

er afstaðin. Ég verð að viðurkenna að þetta var glæsilegt framtak. Það var stórkostlegt að líta yfir áheyrendafjöldann fyrir framan sviðið og sjá stuðið sem ríkti.

Auðvitað takmarkast mín upplifun af sjónavarpinu her austur í Tungum. En þetta var megaviðburður

Frammistaða Stuðmanna er eitthvað sem ég hef ekki séð lengi. Egill, Jakob og Guðjón, trymbillinn og hinir sem ég þekki ekki nöfnin á  eru einstakir listamenn þó Egill hafi stolið senunni af og til sem von er með þessa frábæru rödd. Samanlagt eru þeir Stuðmenn í orðsins dýpsta skilningi.

Og svo hún Sylvía Nótt, hún kom sko á óvart. Hún er sko "real trooper" eins og Kaninn myndi segja. Mikið frábærlega stóð hún sig vel innanum þessa rútíneruðu og sviðsvönu stórkalla. Hún hefur bara heilmikla rödd sem hún beitir af kunnáttu. Mér fannst hún stundum bara einum of hógvær að gefa í með trukkinu. Og svo er hún líka engilfríð og stórglæsileg á sviðinu. Allt var eins og þetta væri þaulæft, bakraddir, blásarar og stuðið stigmagnaðist með fjöldasöng  þar til að það sprakk út í rakettusýningunni. Ljósasjóið í gluggunum á Hörpunni kom líka vel út þarna svo hún fái nú smá hrós.

Ég hef sjaldan notið fjöldaskemmtunar eins og þessarar.Þó aldrei skuli það henda mig að hrósa þeim Degi Bé og EssBirni pólitískt þá var þetta Reykjavíkurborg til sóma.

Takk fyrir mig Stuðmenn og Ágústa Eva, þið slóguð svo sannarlega í gegn á Menningarnótt Reykjavíkurborgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband