Leita í fréttum mbl.is

Eign fyrir alla!

var eitt sinn ofarlega á slagorðalista Sjálfstæðisflokksins.

Ekki að þessi ágæta hvatning hafi misst vægi heldur finnst mér hún heyrast of sjaldan þar sem hún er eina mótvægið við slagorðavaðal Dags Bé og vinstrafólksins sem drynur hvað hæðst á öllum torgum. Smátt og smátt er verið að ryðja þessari stefnu burt með misbeitingu opinbers fjár. Ríkistjórn okkar meira að segja talar um byggingu 2300 félagslegra íbúða. Hvert stefnir með unga fólkið okkar?

Óli Björn Kárason hugleiðir þetta í Morgunblaðinu í dag:

"Í örvæntingarfullri leit að tekjum ákvað meirihluti borgarstjórnar að leggja á sérstaka viðbótargreiðslu og gatnagerðargjald fyrir stækkun og nýbyggingar. Gjaldið er 14.300 krónur á fermetra vegna nýs íbúð- arhúsnæðis, eða 1,43 milljónir á 100 fermetra íbúð.

Gjaldið leggst ofan á gatnagerðargjald sem þegar er innheimt og er 10.400 krónur á fermetra í fjölbýli. Þannig ætlar Reykjavíkurborg að leggja tæplega 2,5 milljónir króna gjöld á nýja 100 fermetra íbúð.

Kannski hafa fulltrúar meirihlutans sannfært sjálfa sig um að auknar álögur á íbúðarhúsnæði sé snjöll leið til að leysa húsnæðisvandann sem glímt er við í Reykjavík. Þó er líklegra að Dagur B. Eggertssonar og samverkafólk hans í borgarstjórn séu búin að gefast upp á verkefninu og telja því best að næla í aukakrónur í tóman borgarsjóð.

Loforðið um allt að 3.000 leigu- íbúðir er hætt að hljóma líkt og það gerði svo fallega í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á liðnu ári. Nú segir borgarstjóri að betur verði rýnt í fjárlög ríkisins fyrir komandi ár og að fylgja verði eftir samkomulagi sem gert var í húsnæðismálum í nýgerðum kjarasamningum.

Ríkisstjórnin er þannig helsta von Dags B. Eggertssonar í húsnæðismálum. Hann sér húsnæðismálaráðherra veifandi bjarghringnum rétt fyrir framan sig, með jafn hástemmdum loforðum um byggingu þúsunda félagslegra leiguíbúða, og fleytti Degi B. í stól borgarstjóra. Ekki verður komist hjá því að skrifa um þá vitleysu síðar."

Þetta er kjarni málsins. Unga fólkið fær ekki nein fyrirheit frá stjórnmálaflokkunum, eða þá Sjálfstæðisflokknum sem stendur undir slíku nafni, að þeir hugsi nokkurn hlut um að leysa húsnæðisvandann.

Eg hitti mann sem var búinn að eiga 120 fermetra íbúð í Kópavoginum í tíu ár. Borga af lánunum allan tímann. 2006 gafst hann upp, seldií búðina og flutti til Noregs. Hann fór með 400 þúsund kall í vasanaum frá viðskiptunum.

Nú á hann raðhús í Stavanger þar sem hann keypti með 20 % láni fyrir útborguninni og tók við 80 % láni til langs tíma sem allir fá. Hann sér lánið lækka á hverju ári. Hann á núna hálft húsið eftir 8 ár.

Hvað er að þeim stjórnmálamönnum sem ekki sjá að þetta gengur ekki svona á Íslandi lengur, að láta löggjafann, lífeyrissjóðina og bankana skrúfa unga fólkið okkur svona. Af hverju kemur engin pólitísk hugsun fram sem neyðir ríkisvaldið, Seðlabankann, Íbúðalánasjóð og fjárplógsveldið til þess að gefa hverju ungu pari eða einstakling að minnsta kosti einu sinni kost á svona fjármögnun eins og í Noregi?

Í hvaða landi lifir þetta fólk? Hefur það engan skilning á því að þetta eru mál sem við verðum að leysa ef við ætlum ekki að hafa skipti á þjóð í þessu landi og láta unga fólkið okkar í skiptum fyrir Arabalýð?

Er úr vegi að minnast þessa þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins nálgast, að aðeins stefna sem tryggir "Eign fyrir alla", gerir unga fólkið okkar  að tryggum þegnum landsins okkar.

Þó við hreinlega þurfum að berja fjárplógsliðið til hlýðni ef með þarf til þess að gera "Eign fyrir alla" mögulega.. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er auðskilið mál af hverju lán mannsins á húsnæðinu í Noregi lækkar eftir mánaðarlega greiðslur. Það er engin verðtrygging á lánum í Noregi.

Þetta ætlar Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn að svíkja, vill ekki afnema verðtryggingu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 13:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er ekki að tala um að afnema verðtryggingu. Húnsæðislánið í Noregier "erlent lán íokkar skilningi. Við gátum tekið slíok lán á Davíðstímanum en svo var að bannað. Ég er að tala um þjóðfélagslega aðgerð til að bjarga ungu kynslóðinmni okkar frá okkur gömlu bjánunum.

Halldór Jónsson, 16.9.2015 kl. 14:30

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Naðsyn ess fyrir stjórnmálafllokk að ná til nýrra kjósenda. Er hann að gera það í dag?

Halldór Jónsson, 16.9.2015 kl. 14:31

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sjálfstæðisflokkurinn er í dauðateigunum, ungt fólk getur ekki komið fjölskyldum sínum í húsnæði sem það hefur efni á vegna verðtryggingar og hárra vaxta.

Svo hundsar Sjálfstæðisflokkurinn eldra fólkið sem er nú aðal stuðningsfólk flokksins sem á í miklum fjárhagslegum erfiðleikum, en það er til nóg af peningum fyrir flótta og hælisleitendur.

Hver kemur til með að kjósa flokk LÍU og peninga elítunnar, ekki unga fólkið og ekki eldrafólkið. Flokkurinn getur ekki setið á þingi með eingöngu peninga elitu sem kjósendur flokksins sem er um 3% af öllum kjósendum.

RIP Sjálfstæðisflokkur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 14:44

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Halldór og góðir punktar sem þú vitnar í hjá Óla Birni. En til að koma málinu á þann veg sem þið viljið, verður fyrst og fremst að afnem verðtrygginguna. Síðan er hægt að skoða hvort hægt sé að knýja fjármálastofnanir til undanláts eða hvort ríkið eigi að slá í niðurgreiðslu vaxta, svo þessar stofnanir geti grætt enn frekar.

En það er verðtryggingin sem er að leggja niður vilja fólks til kaupa á eigin húsnæði. Því er mikilvægasta af öllu og ætti að vera löngu búið að afnema verðtryggingu lána til húsnæðiskaupa.

Verðtrygging og verðtrygging er ekki það sama. Með reiknikúnstum hefur tekist að búa svo um hér á landi að sá sem tekur verðtryggt lán borgar það að fullu til baka, auk vaxta og kostnaðar. Hins vegar fær sá sem geymir sitt fé á verðtryggðum reikning allt aðra meðferð og langt frá því að það haldi sínu verðgildi. Mismuninn hirða síðan bakastofnanir! Þetta er krabbamein þjóðfélagsins og eina ástæða þess að vilji fólks til að eignast eigið hús eða íbúð fer hratt þverrandi.

Enginn stjórnmálaflokkur virðist hafa vilja eða kjark til að ráðast á vandanum. Vinstriflokkarnir nýta sér þetta viljaleysi fólks og túlka það sem svo að almennt vilji það búa í leiguhúsnæði. Það hentar vinstripólitíkinni, þar sem enginn á að eiga neitt og allt á að vera í sameign.

Hægriflokkarnir yppta bara öxlum og skilja ekkert í því að fólk vilji ekki kjósa þá!

Það er ljóst að hverjum þeim stjórnmálaflokk sem hefði kjark til að afnema verðtrygginguna myndi vaxa fiskur um hrygg og jafn ljóst að vilji fólks til að eignast fasteign myndi einnig vaxa, samhliða því að það sæi sér fært að fara þá leið án þess að verða þræll bankans það sem eftir væri ævinnar.

Það er með þetta mein, eins og reynda fjölmörg önnur, að rót þess liggur í verðtryggingu lána.

Þeir sem muna söguna frá því fyrir verðtryggingu og til dagsins í dag ættu að vera búnir að gera sér grein fyrir þessu. Verðtrygging launa gekk ekki upp og hví ætti annað lögmál að virka um verðtryggingu lána?

Gunnar Heiðarsson, 16.9.2015 kl. 15:14

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jóhann

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að leggja upp laupana. Hann er að safna vopnum sínum. Hitt er annað að of margir forystumenn í honum eru of mikið að aka seglum eftir þeim vindum almannaróms sem þeir telja að gefi þeim sjálfum byr í seglin. Það er mikill misskilningur. Flokknum farnst best ef þeir sem eru kosnir í sveitastjórnir og á þing ef þeir standa fastir á hinni góðu stefnu sem liggur ávallt fyrir frekar en að sveiflast sem lauf í vindi og tala tungum tveim sem plagsiður var hjá Steingrími grænubaunamanni og fjárdráttarmanns forðum daga.

Kjörnir fulltrúar ávinna sér ekki virðingu umbjóðenda sinna með vingli  og stefnuleysi - heldur stefnufestu og berja í brðið svo allir viti að þeir standa á sannfæringu sinni en hlaupa ekki eftir daglegum tískubólum sem er siður fjölmiðla að búa til og upphefja.

Það eru sennilega 15 ár hið minnsta síðan bankar fóru að spyrja lántakendur hvort þeir vildu lánið sitt með eða án verðtryggingar. Meira þurfum við ekki en að hafa val um hvora leiðina við viljum. Þessu ræður hver og einn fyrir sig. Við þurfum ekki að láta misvitra stjórnmálamenn ráða því hvað má og hvað ekki. Það var háttur Leníns, Maó og Hitlers og slíkra - lærum af þeirri illu reynslu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.9.2015 kl. 16:06

7 identicon

Eg hitti mann sem var búinn að eiga 120 fermetra íbúð í Kópavoginum í tíu ár. Borga nær eingöngu vextina af lánunum allan tímann. Hann var með jafngreiðslulán og því ekki byrjaður eftir 10 ár að greiða neitt að ráði niður höfuðstólinn. 2006 gafst hann upp, seldi íbúðina og flutti til Noregs. Hann fór með 400 þúsund kall í vasanaum frá viðskiptunum.

Bein afleiðing þess að vera með ónothæfan gjaldmiðil eru háir vextir. Og hvort sem lán ber verðtryggingu eða ekki þá eru vextirnir stærsta vandamálið og það verður ekki leyst nema á einn veg.

Jós.T. (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 17:15

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar, ég er ekki sammala þegar þu segir:

"ér Halldór og góðir punktar sem þú vitnar í hjá Óla Birni. En til að koma málinu á þann veg sem þið viljið, verður fyrst og fremst að afnem verðtrygginguna. Síðan er hægt að skoða hvort hægt sé að knýja fjármálastofnanir til undanláts eða hvort ríkið eigi að slá í niðurgreiðslu vaxta, svo þessar stofnanir geti grætt enn frekar."

Hvernig á launamaður að geyma peningana sína? Éf hann vll spara sér fyrir enhverju næst ár, hvað getur hann gert? Ríkiðlegur fjármagnstekjskatt á verðbæturnar þannig að hann fær ekkert. Þetta er það sem þessi fjárplógsmafía býður upp á. Samráð og samsæriumað stela öllusem hægt er af viðskipatavinum, algert samráð um kjör á innleggjum og útlánum, vaxtamunur ísvívirðilegum hæðum og gróðinn ofbooðslegur.

Verðtryggingin var husgu'fyrir sparifjáeigendur fyrst og fremst. Síðan kom fjármagnstekjuskatturnn sem er lagður ólöglega á verðbætur sem eru ekki tekjur. Þar for tilgangur Ólafslaga. Að verðtryggja utlán komaf sjálfu sér á eftir en það stóðaldrei tlað þróa þetta yfir í það sem varð, að höfuðstólar lækki aldrei. Þetta er bara verk mafíunnar sem ég nefndi. 3.5 % ávöxtunarkfrafa lífeyrssjoðanna hefur gert allt kerfið helsjúkt. Lífeyrissjóðakerfið er mesta vitleysa sem nokkru sini hefur verið gerð og væri guðsþakkavert ef einhverntíman kæmi stjornmálaflokkr sem gerðiþað upptækt tilríkisins g breytti því í sérweignir hvers og eins.

Eins og er þá er þetta búið að gera Ísland óbyggilegt fyrir aðra en kvótagreifa og aðra með forgjöf. Ungt fólk á ekki sjans í dag e það vill leggja fyrir sig hefbundnar iðngreinar, fjárplogsvaldiðog forréttindastéttirnar eins og þusundkrónumínútukellingin í skilanefndinni. Allt þjóðfélagið er morandi í spillingu af þessu tagi og enginn gerir neitt nema kjósa með lokuð augun með óbragð í munninum.

(Er ég að verða kommúnisti?)

Halldór Jónsson, 16.9.2015 kl. 17:28

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur Halldór. Eins og ég sagði í fyrri athugasemd minni þá er verðtrygging og verðtrygging ekki það sama. Þetta sést best með því að fara á reiknivéla bankann.

Þar er hægt að sjá hvað lántaki þarf að greiða fyrir verðtryggt lán til ákveðinna ára. Og þar er einnig hægt að sjá hver innistæða af verðtryggðum innlánsreikningi gefur. Ef sama upphæð er notuð, annars vegar sem lán frá bankanum og hins vegar sem inneign hjá sama banka og sama tímabil notað, kemur í ljós að innlánseigandinn á nánast sömu upphæð inn í bankanum og ef hann hefði lagt inn á reikning með föstum vöxtum. Lánþeginn, hins vegar, borgar aftur nærri helmingi meira til bankans af verðtryggða láninu en af láni með föstum vöxtum. Þetta sýnir svart á hvítu að verðtrygging og verðtrygging er ekki eitt og hið sama.

Orðið verðtrygging blekkir menn. Þetta lánsform bankanna á ekkert skylt við verðtryggingu sem slíka. Lánþeginn borgar miklu meira til baka en hann tók að láni, að raunvirði. Verið getur að orðið verðtrygging geti átt við um innlánsreikninga, en þó kæmi mér ekki á óvert, ef vel er að gáð, að þar sé sami blekkingarleikur bankanna, bara í hina áttina. Að töluvert vanti upp á raunvirði þess sem geymt var á verðtryggðum reikningi.

Engum hefur tekist, svo ég viti, að skýra þessa skekkju á annars vegar verðtryggðum innlánum og hins vegar verðtryggðum útlánum. Reikniformúlur bankanna eru með þeim hætti að vonlaust er fyrir meðal gefna stærðfræðinga að átta sig á þeim og enginn innan bankanna getur útskýrt þær.

Ég get hins vegar tekið undir með þér að fjármagnstekjuskattur er einhver vitlausasta skattheimta sem til er. Hún dregur sannarlega úr vilja fólks til að eignast eitthvað. Samhliða afnámi verðtryggingar á auðvitað að afnema eða lækka verulega fjármagnstekjuskattinn. 

Það er sannarlega rétt hjá þér Prédikari, bankarnir bjóða upp á val um lánsform. En er þetta raunverulegt val? Hefur þú látið reyna á það hjá einhverjum banka? Það hef ég gert og þá var mér gert ljóst að ef ég vildi lán þá væri bara verðtryggt í boði. Ekki var efast um lánshæfið, ekki efast um veðið, einungis ef ég tæki verðtryggt lán. Ég sleppti lántökunni. 

Þetta er nú allt valið Predikari, það er einungis að nafninu til, ekki í raun.

Gunnar Heiðarsson, 16.9.2015 kl. 18:12

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Gunnar Heiðarsson, þú ert rökfastur em endranær.

Við venjulega fólkið þurfumað fara aðstofa samtök gegn fjárplógsmafíunni.Stofna egin banka og berjast í raun, hætta aðláta þessi öfl flysja okkaur. Hugsið ykkur að hafa svona ríkisstjórn sem ekki æmtir né skræmtir yfir þessu framferði fjárplógsaflana og býur ekippá neina forysu eða framtíðarsýn. Þokkalegir skrifstofumenn en leiðtogar ? Gud bevare? Mikið sakna ég Davíðs hins unga sem tók á málum óhikað. Svona ættu menn ekki að gera.... 

Halldór Jónsson, 16.9.2015 kl. 20:49

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Cachoetes, þú bregst ekki í vörninni fyrir okkar flokk.Flokkurinn verður að fara aðtaka til máls.Til hvers rekum við þetta steingelda og mállausa batterí upp á Háaleitisbraut? Hvar er baráttuandinn, hvar er viljinn,-Solidarnos

Halldór Jónsson, 16.9.2015 kl. 20:53

12 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þegar ég var að athuga hvort það borgaði sig að skuldbreyta úr 5,1% vöxtum í 4,25% verðtryggt hvort tveggja, þá sá ég að það var ódýrara að taka yfirdráttarlán í sparisjóðinum í stað þess að taka íbúðalán. Þá var verðbólgan um 5%. Það þýðir ekkert að horfa á jafngreiðslulán og afborganir. Afborganirnar eru veldisvöxtur á ekkert skylt við heilbrigð lánskjör.

Það er talan sem stendur fyrir neðan strikið sem gildir, engin önnur.

Jafngreiðslulán eru bara til þess eins að segja fólki að það geti tekið lán, þó það eigi ekki fyrir greiðslunum.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.9.2015 kl. 23:36

13 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Og já Halldór.

Meinsemdin er lífeyrissjóðakerfið, peningahít sem er stærri en hagkerfið sjálft og getur ekki annað en leitt okkur í enn aðra vitleysuna, eins og blasir við fyrir framan augun á okkur þessi misserin.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.9.2015 kl. 23:39

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gunnar.

Já - ég hef látið reyna á val um að taka verðtryggt lán eða lán án verðtryggingar. Það var einfaldlega spurt eftir að lánshæfið var vitað og búið að samþykkja að veita umbeðna ábyrgð að láni : „Hvort viltu hfa lánið verðtryggt eða án verðtryggingar ?“ 

Það var um raunnverulegt val að ræða og undir mér komið en ekki bankanum að ákvrða hvort lánsformið ég vildi.
Ekki verit ég hvaða sk...banka þú hefur át þín viðskipti við Gunnar.
Það liggur fyrir að verðtrygging er fyrir þá sem hennar óska aðrir aka óverðtryggð lán.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.9.2015 kl. 08:15

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

P.S.

smá leiðrétting : í yrra innlggi átti að standa :
„....bæúið að samþykkja að veita umbeðna fjárhæð að láni : ...“  en í flýti mínum þá kom skrifpúkinn við sögu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.9.2015 kl. 08:19

16 identicon

Eins og svo oft áður í umræðum sem þessum rugla menn saman jafngreiðsluláni og verðtryggingu.  Ég fæ ekki betur séð en að bankarnir bjóði hvort sem er, verðtryggt eða óverðtryggt og jafngreiðslulán sem og lán með jöfnum afborgunum.

Hins vegar er það svo að verðtryggð jafngreiðslulán eru með lægstu mánaðarlegu afborganirnar og því oft á tíðum það eina sem nógu og hátt til duga og vera samt innan greiðslumats.

Innlán reiknast að sjálfsögðu öðruvísi, þar sem ekki er um að ræða eina summu sem er lögð inn og bankinn greiðir svo niður mánaðarlega. Svo eru innlánsvextir alltaf lægri en útlánsvextir þó munurinn núna sé vissulega talsvert mikill, hverju sem um er að kenna.

ls (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 11:11

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju hækka höfuðstólar íbúðalána ef það er greitt af láninu mánaðarlega með fullri mánaðargreiðslu?

Hér í USA ef fólk stendur í skilum og greiða fullar mánaðar greiðslur á tíma þá lækkar höfuðstóllinn mánaðarlega.

Hvað er það sem orsakar að höfuðstólar á íslenskum lánum hækka þó svo að það sé staðið í skilum, gæti það verið vegna verðtryggingarinnar eða hefur íslenskur prósentu reikningur breyst siðan eg fór til USA í skóla janúar 1971?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.9.2015 kl. 14:50

18 identicon

Höfuðstóllinn lækkar um hverja þá krónu sem inn á hann er borguð. Sé lánið verðtryggt bætist hins vegar á höfuðstólinn sem því nemur á hverjum mánuði. Þetta sést hvorutveggja á greiðsluseðlunum. Sé lánið jafngreiðslulán er reyndar borgað frekar lítið inn á höfuðstólinn framanaf (hvort sem lánið er verðtryggt eða ekki) en þeim mun meira þegar líður á lánstímann. Þess vegna heita þau jafngreiðslulán; í stað þess að greiða mest í byrjun og svo smá minnkandi (af því að vaxtagreiðslan lækkar með lækkandi höfuðstól) er greiðslubyrðinni jafnað yfir allan lánstímann.

ls (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 15:17

19 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór / og aðrir, skrifarar sem lesendur !

Í hinni vönduðu - sem skýru frásögn Jóhanns Flugvirkja meistara, vestur í Houston (kl. 14:50, í dag), kemur svo rækilega fram - hverra erinda GLÆPA spírurnar Sigmundur Davíð og Bjarni ganga:: þ.e., ísl. Banka Mafíunnar, og velunnara hennar - líkt: og þau Jóhanna og Steingrímur J. og vinir þeirra gerðu, þar áður.

Hvernig í ósköpunum - er hægt að réttlæta, áframhald valda setu þessa viðurstyggilega liðs í landinu, Halldór minn, og þið aðrir, sem fylgið þessum mannleysum, að málum ?

Suður í Mið- Afríku / Kongó, og austur í Búrma t.d., væri búið að afgreiða þetta ÞJÓFA hyski, fyrir löngu !

En: á Íslandi ''bezta'' landi í heimi ?

Nei - og ekki aldeilis, þar er svona RUMPULÝÐUR verðlaun aður fyrir skítuga spillinguna og sukkið, á allan mögulegan máta !!!

Með beztu kveðjum samt: af Suðurlandi / enn betri þó, til fornvinar míns,, Jóhanns Flugvirkjameistara, vestur í Houston, að sjálfsögðu //  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 15:23

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Veit allt um hvernig lán greiðast niður, eg lána hér í Houston.

það kemur ekki til að höfuðstólar hér hækki hvort sem að lánið er á föstum eða breytilegum vöxtum ef fólk stendur í skilum. Sem sagt ef það er greiddur $1 af höfuðstól þá lækkar höfuðstóllinn um $1.

Fasta vaxta 30 ára lán er með sömu mánaðargreiðslu í 359 mánuði, síðasti mánuðurinn er yfirleitt með minni mánaðargreiðslu. Í byrjun láns er litið greitt inn á höfuðstólinn en hækkar með hverri mánaðar greiðslu, en vaxta greiðslan lækkar sem því nemur.

Breytilega vaxta lán er með sömu niðurgreiðslu mánaðarlega á höfuðstól eins og fasta vaxta lán, en mánaðargreiðslurnar geta hækkað eða lækkað fer eftir hvort vextir á markaði hækka eða lækka.

Nú veit eg til að á Íslandi var tekið lán fyrir rúmum 20 árum að upphæð rúmar 5 miljonir og alltaf staðið í skilum á réttum tíma. Nú í dag er þetta lán tæpar 9 milljónir höfuðstól og ekki er hægt að greiða lánið upp nema með miklum sektum. En afborganir af þessu láni hafa líka hækkað.

Hvað ættli hafi valdið þessari höfuðstólaaukningu á þessu íslenska láni? Mér dettur helst í hug reiknivélar húsnæðissjóðs eða gæti það verið verðtryggingin á láninu?

Verðtryggð lán er blekking af því að það er gert ráð fyrir lítilli verðbólgu eða jafnvel engri við lántöku. Það getur verið að fólk komist í gegnum greiðslumat með verðtryggðu láni en ekki fastavaxta láni, en það kemur að þvi og því miður of oft að afborganir á verðtryggðum lánum verða það miklar að lántaki hefur ekki efni á afborgunum.

Sama gerist hér í Houston, það er auðveldara að komast í gegnum greiðslumat á breytilegu vaxta láni heldur en fasta vaxta láni. En ef vextir hækka á breytilega vaxta láni, þa kemur það oft fyrir að fólk getur ekki staðið í skilum og tapar fasteigninni.

Verðtrygging og breytilega vaxta lán er blekking bankaelitunar að koma lántaka í ævilanga fjármálafjötra allt sitt líf, eða þangað til að það missir fasteignina.

Niðurstan hlýtur því að vera sú, að verðtryggingin fer illa með landsmenn, þar af leiðandi ætti að afnema verðtrygginguna strax, eins og núverandi Ríkisstjórn lofaði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.9.2015 kl. 16:04

21 identicon

Munurinn á Íslandi og Texas er að hér hefur verðbólgan verið mjög sveiflukennd (og oft á tíðum mjög há) og þess vegna er ekki hægt að fá lán á föstum vöxtum til langs tíma, af því að þeir sem lána vilja ekki gefa peningana sína (ekki vil ég að lífeyrissjóðurinn minn t.d. færi að gefa peningana mína þar). Þess vegna er aðeins hægt að fá langtímalán á breytilegum vöxtum eða verðtryggt (sem er í reynd aðeins önnur útfærsla á breytilegum vöxtum). Öll dæmi sem ég hef skoðað (fyrir sjálfan mig) hafa sýnt verðtrygginguna hagstæðari fyrir mig sem lántaka.

Þegar menn eru að tiltaka hvernig verðtryggð lán hafa breytst (höfustóll + verðtrygging) á tuttugu árum verða menn líka að skoða hvernig laun og fasteignaverð hefur breyst á þessum sömu árum. Ég held hins vegar að uppgreiðslugjald hafi ekki þekkst á Íslandi fyrr en fyrir rúmum tíu árum, en mig gæti misminnt (vonandi eru menn ekki að kalla það himinháa sekt að þurfa að borga verðtrygginguna ofaná höfustólinn).

Það er svo annað mál hvernig einhverjir hafa blekkt sjálfa sig til að halda að þeir væru að taka öðruvísi lán en þeir voru að taka. Brjálæðið hér rétt fyrir hrun virðist t.d. hafa fengið ýmsa til að trúa að laun og fasteignaverð myndu halda áfram að rjúka upp, hraðar en verðbólgan gæti haldið í við.

ls (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 16:44

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mitt firsta fasteignalán í USA sem var 1978, þá var eg með 30 ára fasta vaxta lán vextir voru 12.78%. En það var hægt að greiða lánið niður á styttri tíma án þess að borga sektir.

10 árum seinna þá greiddi eg upp þetta 12% lán með því að taka annað lán á 7.56% vexti. Þurfti ekki að greiða sekt fyrir að greiða upp 12% lánið.

Blekkingin er að lántaka á Íslandi er ekki sýndur hvað lántaki greiðir fyrir lánið höfuðstól + vexti yfir allan lánstímann ef lántaki greiðir ekki upp lánið fyrirfram af því að það er ekki hægt vegna verðtryggingunar.

Ég veit ekki með aðra, en eg mundi aldrei skrifa undir víxil þar sem ekki er búið að skrifa inn á víxillinn hvað eg skulda heldur fær fjármálastofnunin að skrifa þá tölu einhvern tíman seinna.

Vaxta sveiflur hafa verið töluverðar í USA siðan að eg kom hingað 1971 til dagsins í dag. En það hefur ekki komið til að bankar innleiði verðtryggð lán. Ef þetta væri svona sniðugt og gott þá get eg garenterað að það væri verðtryggð lán í USA.

Verðtrygging og háir vextir er bara græðgi og skrítið að þetta skuli vera al íslenskt fyrirbrigði.

$136,000.00 Lán sem eg tók í Las Vegas fastir vextir í 30 ár 1991, Það var með rúma 7% vexti, höfuðstóll og vextir hefðu orðið $360,000.00 sem eg hefði greitt fjármálastofnunini fyrir húsið sem eg keypti á $142,000.00.

Mér finnst það alveg nóg að greiða fjármálastofnunini $224,000.00 fyrir afnot af peningunum plús upphafs gjöld.

Það er ekki eins og að fjármálastofnunin hafi ekki not af þessum peningum í 30 ár, eftir 10 ár til dæmis, þá getur fjármálastofnunin lánað $120,000.00 af þessum $360,000.00 sem eg kem til með að greiða og fengið vexti af því.

Endurtek það sem eg sagði áður, verðtryggð lán á háum vöxtum er bara græðgi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.9.2015 kl. 17:26

23 identicon

Sælir - á ný !

Jóhann Flugvirkjameistari !

Kindarleg þögnin: við þinni orðræðu / ekki hvað sízt: niðurlagi þínu kl. 17:26 segir okkur allt, sem segja þarf, um sinnuleysi margra hér ofar á síðu hins mæta Verkfræðings - og endurspeglar jafnframt áhugaleysi þeirra, fyrir RAUNVERULEGRI Hvítliða byltingu, hér á landi.

Þar - sem núverandi fjárplógs- og kúgunarkerfi yrði fleygt fyrir róða / og við tæki sambærilegur Heimur Snitttappa (UNF/UNC og mm.t.d.) gamla tímans (Byrjun - mið og enda) = einn fyrir alla, og allir fyrir einn, fornvinur vísi.

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 20:11

24 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ekki veit ég hvort beint var að minni færslu þessu kommenti að það væri sífelt verið að rugla saman verðtryggingu og jafngreiðsluláni og þar með væri sagan öll.

Ég veit ekki til þess að boðið sé upp á verðtryggð lán með jöfnum afborgunum enda myndi slíkt ekki falla saman með vaxtarreikningarjöfnunni sem notuð er til að reikna út verðtryggð lán.

Hugmyndafræðin að núvirða vaxtagreiðslur með verðtryggingu er að sjálfsögðu rán og ekkert annað. Eitt er að verðtryggja höfuðstólinn en að verðtryggja vaxtagreiðslur til 40 ára er vægast sagt bull.

Eins og ég sagði áður, þá er hagstæðara fyrir venjulegt fólk að taka yfirdráttarlán í sínum banka fyrir húsnæði ef verðbólga fer yfir 4% og vextir eru 5%. Það er auðvelt að fara inn á reiknivél Landsbankans og sjá þetta með eigin augum. Breytilegir vextir mega vera í kringum 18% ef ég man rétt til þess eins að jafna dæmið; verðtryggt=óverðtryggt

Eina talan sem er gild í skuldasúpunni er talan sem segir hvað borgað var fyrir lánið þegar það er uppgreitt. Annað er fyrirsláttur.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.9.2015 kl. 23:09

25 identicon

Verðtrygging er eitt, háir vextir eru annað. Það besta sem kæmi fyrir þá sem þurfa að taka lán vegna húsnæðis er að verðbólga haldist lág og vextir fari nú allt í einu að taka upp á því að lækka, en það virðist vera óskaplega erfitt. Skoði maður hins vegar vaxtatöflur bankanna, sést að verðtryggðir vextir + verðbólga er samt alltaf lægra en óverðtryggðir vextir.

Það er alltaf einfaldara að reikna lán með jöfnum afborgunum, hvort sem það er verðtryggt eða ekki. Það er hins vegar eitt sem gerir erfiðara að áætla fram í tímann með breytilegu vöxtunum, þeir fylgja nefninlega ekki alltaf verðbólgunni beint; eru svona dálítið eins og bensínverðið - hækka um leið og verðbólgan hækkar en fara oft ekki eins hratt niður.

Ég hef ekki skoðað reiknivélar allra bankanna, bara Arion en skv. henni er hægt að að reikna og fá allar gerðir af lánum. Það er einmitt fróðlegt að skoða hver heildargreiðslan er að lokum skv. mismunandi lánategundum. Sú reiknivél hefur reyndar þann galla (sem er reyndar erfitt að laga) að reikni maður með meiri verðbólgu er er akkúrat núna, hækka breytilegu óverðtryggðu vextirnir ekkert í módelinu, en það er að sjálfsögðu viðbúið að þeir hækki með hækkandi verðbólgu.

Og bara til að árétta að það er hægt að fá verðtryggð lán með jöfnum afborgunum þá er ég með slík lán - og það þótti hvorki óvenjuegt né skrýtið að afgreiða slík lán. Lögin banna hins vegar að veita verðtryggð lán nema til einhverra ára að lágmarki (man ekki hvort það er fimm eða tíu eða hvað).

Ég myndi hins vegar gjarnan vilja vita af því er einhversstaðar byðust 5% vextir í 4% verðbólgu.

ls (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 08:55

26 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Kannski ekki nógu skýrt hjá mér en vextirnir eru verðtryggðir 5% og í 4% verðbólgu (að meðaltali yfir lánstímann) jafngildir um 18% vöxtum óverðtryggt yfir sama tímabil.

Það er mjög einfalt að leika sér með þessar vaxtatölur og mismunandi lánaform á reiknivél Landsbankans og já það þarf alltaf að gefa sér ákveðnar forsendur í þessari leikfimi.

Það er jafnframt sú leikfimi sem er mjög ámælisverð og Jóhann frá Huston er að benda á í sínum skrifum, réttilega.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.9.2015 kl. 10:19

27 identicon

20.000.000 í 40 ár jafngreiðslulán:

verðtryggt með 5% vöxtum í 4% verðbólgu:

heildargreiðsla: 114.402.183

óverðtryggt með 18% vöxtum:

heildargreiðsla: 144.175.910

Sömu lán með jöfnum greiðslum:

verðtryggt: 85.036.660

óverðtryggt 92.211.841

Aðalatriðið er að menn hugsi hvað þeir eru að gera þegar þeir taka á sig margmilljóna skuldbindingar til einhverra áratuga.

Það er svo enn og aftur annað mál af hverju öruggustu lán sem hægt er að veita (lán til einstaklinga með veði í húsnæði) beri eins háa vexti og raun bet vitni (þó þeir séu aðeins lægri í dag en í dæminu að ofan).

Og svo líka annað mál að hér fyrir hrun tókum menn lán eins og enginn væri morgundagurinn og kenna svo öllu og öllum öðrum en sjálfum sér um að hfa lent í vandræðum með þau lán.

ls (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 11:23

28 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það var pistill hér á mbl.is með myndbandi sem syndi útreikning hvað raunverulegir vextir eru a verðtryggð lán og með average verðbólgu þá voru raun vextir Reiknaðir að vera rúm 22% ef eg man rétt á verðtryggðu láni.

Þess vegna á eg erfit með að reikna að 7% vextir í 30 ár þó svo að það sé 40 ár að það sé greiddir meiri vextir en a 22% láni.

Reiknivelar Arion banka eru með eitthvað skrýtna reikni hugmynd, það þarf ekki nein háskólagenginn mann að sja það að 22% vextir koma til með að greiða 3 sinnum meira en 7% vextir.

Það er sem eg minntist á hér að ofan í athugasemd að ef að höfuðstóll á verðtryggðum lánum hækkar þó svo að það sé greitt inn á höfuðstólinn, þá hlýtur það að vera að tölvan hjá fjármálastofnunini er með reiknisskekkju innbyggða að ásettu ráði eða það er verðtryggingin sem veldur hækkun höfuðstólsins. 

Ég var líka hissa a að verðtryggð lán væru með raunvexti yfir 20% á Íslandi, hér í Texas er þeim lánveitenda hent í fangelsi ef að vextir fara yfir 18% á lánum, sem í raun gengur bara yfir viðskiptalán af því að the Fedral Government er með limit á lánum fyrir húsnæði sem að má ekki vera meira en viss prósentutala yfir 10 ára Federal Tresury Note, sem í dag setur limitið rétt undir 10% maximum vesti. En eins og fólk veit þá eru vextir á föstum vöxtum á 30 ára láni undir 5% og engin verðtrygging hér í USA og bankarnir stór græða samt.

Græðgi fjármálastofnana á Íslandi eiga sér engan líkan í heiminum, jafnvel mafían mundi ekki þora að vera með svona íslensk verðtryggð lán, þeir yrðu drepnir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 18.9.2015 kl. 13:58

29 identicon

Raunvextir hér eru mjög háir og kannski haldast þeir svona háir af því að við hér virðumst enn svo vitlaus að halda að það sé lán að fá lán (svo maður vitni í Pétur Blöndal). Og ekki dettur nokkrum manni í hug að spara, kannski af því að ávöxtunin sem er í boði er heldur klén.

ls (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband