Leita í fréttum mbl.is

Heyra ekki, sjá ekki, segja ekki!

-myndin af öpunum er flestum hugstæð.

Meðal  almennings fer fram víðtæk umræða um verðtryggingu og fjármál.Margt er sagt sem ekki stenst vegna skorts á upplýsingum og því að fjölmiðlamenn grípa slagorðin á lofti sem fornkappar spjót og senda til baka án þes að miða sérstaklega. Og verða þeir þá gjarnan fyrir sem minnst hafa til unnið.

Gunnar Heiðarsson er einn þeirra manna, sem leitar sannleikans á öfgalausan hátt.Hann fellur samt í þá gryfju að taka sér i munn kröfu um afnám verðtryggingar. Þó gerir hann sér glögglega grein fyrir því skemmdarverki sem er búíð að vinna á hugtakinu.

Það er búið að afflytja svo þau rök sem leiddu til setningar Ólafslaga á sinni tíð, að fólk er búið að missa samhengið og tenginguna við tíma óðaverðbólgunnar.

Gunnar skrifar svo í ritdeilu við afrenndan afreksmann um verðtrygginguna:

 

" En til að koma málinu á þann veg sem þið viljið, verður fyrst og fremst að afnema verðtrygginguna. Síðan er hægt að skoða hvort hægt sé að knýja fjármálastofnanir til undanláts eða hvort ríkið eigi að slá í niðurgreiðslu vaxta, svo þessar stofnanir geti grætt enn frekar.

En það er verðtryggingin sem er að leggja niður vilja fólks til kaupa á eigin húsnæði. Því er mikilvægasta af öllu og ætti að vera löngu búið að afnema verðtryggingu lána til húsnæðiskaupa.

Þar er hægt að sjá hvað lántaki þarf að greiða fyrir verðtryggt lán til ákveðinna ára. Og þar er einnig hægt að sjá hver innistæða af verðtryggðum innlánsreikningi gefur. Ef sama upphæð er notuð, annars vegar sem lán frá bankanum og hins vegar sem inneign hjá sama banka og sama tímabil notað, kemur í ljós að innlánseigandinn á nánast sömu upphæð inn í bankanum og ef hann hefði lagt inn á reikning með föstum vöxtum. Lánþeginn, hins vegar, borgar aftur nærri helmingi meira til bankans af verðtryggða láninu en af láni með föstum vöxtum. Þetta sýnir svart á hvítu að verðtrygging og verðtrygging er ekki eitt og hið sama.

Orðið verðtrygging blekkir menn. Þetta lánsform bankanna á ekkert skylt við verðtryggingu sem slíka. Lánþeginn borgar miklu meira til baka en hann tók að láni, að raunvirði. Verið getur að orðið verðtrygging geti átt við um innlánsreikninga, en þó kæmi mér ekki á óvert, ef vel er að gáð, að þar sé sami blekkingarleikur bankanna, bara í hina áttina. Að töluvert vanti upp á raunvirði þess sem geymt var á verðtryggðum reikningi.

Engum hefur tekist, svo ég viti, að skýra þessa skekkju á annars vegar verðtryggðum innlánum og hins vegar verðtryggðum útlánum. Reikniformúlur bankanna eru með þeim hætti að vonlaust er fyrir meðal gefna stærðfræðinga að átta sig á þeim og enginn innan bankanna getur útskýrt þær.

Ég get hins vegar tekið undir með þér að fjármagnstekjuskattur er einhver vitlausasta skattheimta sem til er. Hún dregur sannarlega úr vilja fólks til að eignast eitthvað. Samhliða afnámi verðtryggingar á auðvitað að afnema eða lækka verulega fjármagnstekjuskattinn. 

Það er sannarlega rétt hjá þér Prédikari, bankarnir bjóða upp á val um lánsform. En er þetta raunverulegt val? Hefur þú látið reyna á það hjá einhverjum banka? Það hef ég gert og þá var mér gert ljóst að ef ég vildi lán þá væri bara verðtryggt í boði. Ekki var efast um lánshæfið, ekki efast um veðið, einungis ef ég tæki verðtryggt lán. Ég sleppti lántökunni. 

Þetta er nú allt valið Predikari, það er einungis að nafninu til, ekki í raun."

Er það ekki þessi ofur einblíning á lánþegann sem byrgir fólki sýn? Gleymist ekki að hugsa um lítla manninn sem lætur sína fáu aura inn á vaxtalausan reikning hjá einhverjum banka? Fær ekkert í vexti, aðeins fjármagnstekjuskatt, verðrýrnun og þjónustugjöld órökstudd ofan á alltsaman? Það er samt þessi maður sem á sparnaðinn í þjóðfélaginu.  Hinar raunverulegu krónur.

Útá hans krónu búa banksterarnir til 9 krónur sem þeir setja í spekúleringar með háfínanshákörlum,borga slitastjórnum þúsundkallámínútuna og öðrum bubbum mð séraðstöðu. Rafeyririnn sem allir meðal alþýðu vita hvernig verður til en enginn úr stjórnmálastéttinni viðist vita mikið um, veður um þjóðfélagið og sáir misréttinu meðal þjóðarinnar. Á Alþingi ríkir mest þögnin ein með fáum undantekningum.

Apinn sér ekki, heyrir ekki og talar því enga vitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

http://predikarinn.blog.is/users/c4/predikarinn/img/aparnir_3.jpg

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.9.2015 kl. 08:25

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Smá sýnishorn í tilefni skrifa þinna kæri Halldór :

http://predikarinn.blog.is/users/c4/predikarinn/img/aparnir_3.jpg

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.9.2015 kl. 08:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

 Takk fyrir þetta, sumir eru eins og heiladauðir frekar en með apaheila.

Halldór Jónsson, 17.9.2015 kl. 09:08

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Halldór,

Ég er einn þeirra sem tel að verðtryggingin í dag sé einn höfuðvandi íslenks efnahagslífs.  Ég lifði í gegnum 130% verðbólguskotin á níunda ártugnum og 40%+ meðal verðbólgu og man alveg hvernig það var.  Ég man líka eftir að taka bankalán þá og þá var ákveðinn hluti þeirra verðtryggður.  Ekki allur höfðustóllinn, bara hluti (man ekki hvað það var mikið, kannski 40%?)  Svo skeður það einhverntíma upp úr 1990 held ég að Seðlabanki Íslands, upp á sitt eindæmi, breytir reglum um verðtryggingu þannig að fjármálastofnunum var nú heimilt að verðtryggina lán 100%  Þannig voru fjármálstofnanir gerðar algjörlega stikkfrí þegar kom að áhættu vegna verðbólgu.  Þær fengu sitt hvað sem rúllaði og höfðu þar af leiðandi engan áhuga á að halda verðbólgu niðri (eða uppi)  Þetta held _ég_ að hafi verið ein megin ástæðan fyrir því að bankakerfið í heild taldi sig bara stikkfrítt frá áhættu og setti sig og landið á hvínandi kúpuna 2008.  

Fram til 1979, þegar Ólafslög tóku gildi voru til verðtryggð lán og verðtryggðar innistæður.  En þá voru lögin þannig að hver banki varð að hafa verðtryggðar innistæður og lán sem næst í jafnvægi.  Þegar verðbólgan datt niður um og upp úr 1990 hefði átt að afnema verðtryggingu í áföngum.  Taka upp eldra fyrirkomulag þar sem hluti höfuðstóls var verðtryggður og lækka þann hluta ár frá ári þar til verðtryggingin var horfin.  Ég held hún eigi vissulega rétt á sér, en AÐEINS þegar verðbólga er há, meira en segjum 10-15% á ársgrundvelli.  En þá þarf hún líka að vera í jafnvægi þannig að lánastofnanir komist ekki upp með að verðtryggja útlán 100% en borga 0.1% vexti af innlánum án verðbóta!  

Ég held að verðtrygging og vísitölubindingar (sem voru nauðsynlegar þegar við vorum með 40%+ verðbólgu) fari illa með efnahag þjóðarinnar þegar verðbólga er lág.  Alveg eins og verðbólgan eyðilagði verðskyn fólks fyrir nokkrum áratugum, þá eyðileggur verðtryggingin það líka.  Ég tók húsnæðislán fyrir rúmum 2 árum og síðan þá hef ég séð höfuðstólinn lækka um eitthvað um 10 þúsund dollara eða svo.  Á þessum tíma hefur lánskjaravísitalan á Íslandi hækkað um 4,26%  Höfuðstóll á Íslensku lánu hefur því sennilega ekki lækkað sem nokkru nemur á þessum tveimur árum.  Miðað við verðbólgu hér í Bandaríkjunum undanfarin tvö ár, þá hefði höfuðstóllinn hjá mér hækkað um 4 þúsund dollara ef hann væri verðtryggður og lækkað um 5 þúsund með afborgunum í stað 10 þúsund.  Bankinn fær ágætis þókknun, því þetta lán er með 4% vöxtum, sem er vel umfram verðbólgu.  

Það sama á auðvitað við um innistæður.  Það er þessi mismunum fjármagns eftir því hvort ég á það eða hvort bankinn á það, sem er vandamál á Íslandi (og víðar!)  Mig minnir að bankinn minn gefi okkur 0.1% vexti af innistæðum )gæti verið lægra!) og ég held að á síðasta ári fengum við 5 dollara í vexti;)  En það er lítill sem enginn akkur í því að geyma peninga í banka.  Þeir halda ekki í við verðbólgu og fólk einfaldlega hættir að eyðileggja peningana sína með því að leggja þá inn í banka.  Heyrði nýlega að í Kanada hefur sparnaður hrunið síðustu 15-20 ár.  Ég hef ekki patent lausnir á þessu, en ég er alveg sannfærður um að verðtrygging er til skaða fyrir Íslenskt efnahagslíf.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 17.9.2015 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 3418309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband