Leita í fréttum mbl.is

80 milljónir

munna bætast við í þriðja heiminum á hverju ári. Foreldrar þessarra barna draga fram lífið á minna en 2 dollurum á dag.

Langafi minn Jón Ólafsson(1850-1917) orti svo:

"Ritsjóra rúnir-ristar með gullpenna:

1.
Mig vill gigt og þreyta þjá;
það er hart að lifa
og hafa sig hvorki í né á
en alltaf að verða að skrifa.
 
2.
Hvern dag fram í háttamál
húki’ eg á stól og skrifa,
hreyfi ei skrokk, en svelti sál;
svona má ég lifa.
 
3.
Ungum lék mér löngun á
að lifa til að skrifa;
sköp hafa því skipt, ég má
skrifa til að lifa.
 
4.
Ég á marga munna smá,
munna er þurfa að lifa;
mér er skylt að metta þá
og má því til að skrifa.
 
5.
Ekki sé ég önnur ráð
eigi þeir að lifa
en sál og líkam láta þjáð
og lífið úr mér skrifa.
 
6.
Tími að lesa enginn er,
alltaf verð ég að skrifa
heilsa og ævi þar til þver.
Og þetta á að heita: að lifa.
 
Lífsbaráttan er hörð í þessum heimi og fljótlegt að sjá fyrir ér hvernig okkur Íslendingum gengi að metta þessa nýju munna alla saman.
 
Ef öll þessi börn lifa til tvítugs hefur bæst nærri 2 milljarðar við mannkynið.Líklegt þætti manni að einhverjir úr þeim hópi myndi langa að koma til Íslands að setjast að. Þá dygði gullpenninn vart til að skrifa ávísun á matarreikninginn. 
 
En hérlendis virðist vera nóg af fólki sem heldur því fram að hér eigi að opna öll landamæri svo að þetta fólk komist leiðar sinnar. Það er eins og það geri sér ekki alveg grein fyrir stærðargráðunum sem um er að véla og býður fram hús sín í Flatey til að taka við þeim fyrstu.
 
Mörgum finnst einboðið að hverjir tveir dollarar séu drýgri til hjálpar fyrir þetta fólk í þeirra heimahögum heldur hér í Flatey eða annarsstaðar. 80 milljónir til viðbórar fimm milljörðunum sem nú lifa við hungurmörkin er meira en að segja það.  
 
Daily Mail upplýsir þann 26.9. að aðeins 44 þúsund af þeim 213 þúsundum sem hafi komið til Evrópu séu frá Sýrlandi. Flest fólkið er því í öðrum erindagjörðum en að flýja styrjaldarátök.
Og efniviður í fleiri flóttamenn er nægur fyrir hendi. Líklega talsvert meiri en 80 milljónir til viðbótar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðin eldist og innan ekki mjög margra ára verður einn örorku eða ellilífeyrisþegi á hvern vinnandi mann verði ekkert gert. Og það stoppar ekki þar. Okkur vantar þúsundir ungra vinnandi handa umfram náttúrulega fjölgun landsmanna til að hér verði búandi....Eða hætta framfærslu aldraðra og láta fólk vinna svo lengi sem heilsa leyfir. Nýju munnarnir eru ekki vandamál, þeir gömlu eru það.

Davíð12 (IP-tala skráð) 26.9.2015 kl. 15:40

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Davíð 12. Láttu þér ekki detta í hug að múslímar vinni mikið ef þá einhvað. 5 bænatímar á dag plús 40 frekar en 60 4ja tíma dagar á ári vegna ramödu. Þeir vinna heldur ekki hvaða vinnu sem er. Ég ætla ekki að tvítaka söguna um Akranes fólkið en trúðu þessu. Við getum fengið faralds verkafólk og gefið þeim vinnuleyfi eins og aðrar þjóðir heims s.s. Sádarnir gefa vinnuleyfi en ekki borgararétt.Ameríkanar gefa grænakortið eða sér leifi fyrir Kanada og Mexico. 

Valdimar Samúelsson, 26.9.2015 kl. 17:25

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór var Afi þinn hinn eini og sanni Jón Ólafsson Ritstjóri og Alaska fari.

Ég er með kvæði úrklippa úr einhverju blaði) eftir hann sem heitir ''Alaska'' og er eitt af uppáhalds kvæðum mínum. Það hefði verið gaman hefði draumur hans gengið en það er annað mál og ekki skylt málefninu hér en hann vissi sínu viti.

Valdimar Samúelsson, 26.9.2015 kl. 17:36

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, ekki ætlas ég að eyða tíma í absúrdisma Davíðs 12, svo langt frá mér að ég hlýt að vera marsbúi eða blá kaffinkanna með loki.

Valdimar, já gamli rti bara skemmtilega, taldi sig ekki vera skáldjöfur. En hann slysaðist nú samt til að verða þjóðskáld með Máninn hátt...

Dóttir hans Sigríður ols upp á götum Chicago sem þá voru hrærigrautur af drullu og hestaskít. Kenndi mér og fleiri ensku og var einn mesti hetjukarakter sem ég hef kynnst. 

Halldór Jónsson, 26.9.2015 kl. 17:52

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón var bókavörðu í Chicago í nærri áratug

Halldór Jónsson, 26.9.2015 kl. 17:53

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ævisaga hans er Ævintýramaður eftir Gils Guðmundsson 

Halldór Jónsson, 26.9.2015 kl. 17:54

7 Smámynd: Halldór Jónsson

ViðGils gáfum út 60 ljóð eftir hann. Áttu hana?

Halldór Jónsson, 26.9.2015 kl. 17:54

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já hann hefir verið svona lengi úti Ég las bókina um ferðina til Alaska en þarf að lesa þessa eftir Gils. Ég á alltaf Innflytjenda ritið Stofnun Íslenskra Nýlendu 1875 gefið út af Govenment Printing office en erfði það eftir afa Valdimar B Valdimarsson ættfræðingur og fleira en kann var nemandi Jóns í Verslunarskóla á Akureyri.Jón á skilið að það sé fjallað meira um hann.   

Valdimar Samúelsson, 26.9.2015 kl. 18:30

9 identicon

Farandverkafólk telur fram sín laun og greiðir sína skatta í heimalandinu. Staðlausar flökkusögur sem Valdimar bjó til um múslima á Akranesi breyta því ekki að múslimar eru ekkert verri til vinnu en innfæddir sem stöðugt eru í pásum, að skreppa og taka sér frídaga af minnsta tilefni. Hvaða f...ing þjóð tekur sér frí til að halda upp á verslunarmenn, annan dag helgidaga og fyrsta dag sumars? Það eina sem vantar er að taka upp sið Spánverja og sofa frá hádegi fram eftir degi eða Dana og skella í sig einum Tuborg í öllum vinnuhléum.

Davíð12 (IP-tala skráð) 26.9.2015 kl. 18:58

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Það var nú meira vit í þessu hjá þér Daví12 en þessu fyrsta.Þessir frídagar eru löngu úreltir. En ég held að þþjóðin vilji hafa þetta svona og hún ræður ennþá í þessu landi. En ég sé að þér er skítasama um Ísland og þjóðina þar og ert þá líklega góður kommi eða hvað fyrirbrigðið kallast nú til dags. 

Halldór Jónsson, 26.9.2015 kl. 19:12

11 identicon

Þjóðin vill einnig innflytjendur og flóttamenn, og hún ræður ennþá í þessu landi. Þjóðin mun halda í sína frídaga og pásur, við erum ekki þrælar. En það sem ég sé er að þú hatar aðra meira en þú elskar Ísland og þjóðina. Hatur og hræðsla er driffjöður ykkar Valdimars en ekki ást á landi og þjóð. Og það er frekar ógeðfellt. Þú mátt kalla það hvað sem þú vilt og reyna að útskýra og afsaka, kalla það misskilning og hvað sem er. En það er það sem flestir sjá þegar horft er á ykkur. Gamalmenni full af hatri og illsku. Annaðhvort er það rétt eða þið eruð einstaklega vanfærir um að koma ykkar sjónarmiðum á framfæri.

Davíð12 (IP-tala skráð) 26.9.2015 kl. 20:09

12 Smámynd: Jón Bjarni

Ég elska hvernig þetta hugtak "góða fólkið" skuli nú helst vera notað af þeim sem því var ætlað að gera grín að i upphafi - brandarinn hefur öðlast sjálfstætt líf

Jón Bjarni, 26.9.2015 kl. 23:13

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er gáttaður á þvíað svona fólkein og þú Davíð12 skuli vera til. Vinsamlega haltu þig frá minni gamalmennasíðu með þín skrif svo ég þurfiekki að loka á þig.Ég er að reyna að tala við vitiborðið fólk.

Halldór Jónsson, 27.9.2015 kl. 17:14

14 identicon

Ég get ekkert gert að því hvernig þú kemur fyrir og að loka á mig breytir ekki áliti fólks á þér.

Davíð12 (IP-tala skráð) 27.9.2015 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3417960

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband