Leita í fréttum mbl.is

Vandi Sjálfstæðisflokksins

er ærinn um þessar mundir. Tveir ráðherrar flokksins haf misst mikið af trúverðugleika sínum og eru ekki að draga að honum fylgi þó Hanna Birna hafi sagt af sér ráðherradómi. Ráðherrar verða einhverntíman að skilja það að þeir geta ekki geymt beinagrindur í klæðaskápum sínum og sloppið með það. Það gengur bara ekki frekar í nútímanum eins hjá Egelton á sínum tíma.

Óli Björn Kárason skrifar í Morgunblaðinu í dag um það vandamál flokksins að hann aflar ekki fylgis meðal ungs fólks eins og forðum. Hver á að afla flokknum þessa unga fylgis? Formaðurinn, varformaðurinn, ritarinn, ráðherrarnir? 

Hvaða baráttumál hefur Sjálfstæðisflokkurinn efst á baugi? Hlustar hann á fólkið? Eða hlustar hann bara á sjálfan sg inni í Valhöll? Efla ber, styrkja ber...? 

Hvað með eign fyrir alla? Hvað með "Stétt með Stétt"? Hvað með "Gjör rétt þol ei órétt"? Hvað með "víðsýna og þjóðlega umbótastefnu byggða á einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum"? Hvað með grunnþættiina sem gerðu þennan flokk stóran? 

Vill flokkurinn ganga í ESB og taka upp Evru? Eða vill hann bara aðildarviðræður?  Vill flokkurinn vernda íslenska menningu og tungumál? Vill flokkurinn að fiskimiðin séu alfarið á forræði Íslendinga? Vill flokkurinn verslunarfrelsi og vináttu við aðrar þjóðir? Vill flokkurinn að stefna hans sé hafinn yfir allan vafa hjá kjósendum?

Vill hann pirra kjósendur með umdeildum málum eins og brennnivíni í búðirnar? Binda sig við kynjakvóta?  Eða vill hann ræða úrbætur í húnsæðismálum ungs fólks? 

Landsfundurinn verður í skugga kjaradeilna og erfiðleika á ýmsum sviðum. Landsmenn eru ekki samstíga í afstöðunni til eldri borgara og öryrkja um leið og flóttamenn og hælisleitendur sækja á. 

Nú er búið að stytta Landsfund og takmarka umræður. Ég minnist nú þess að andspyrnan við umsóknarferli að ESB var stöðvað á kvöldfundi á fimmtudegi og skipulögð aðför Evrópusinna að landsfundinum rann út í sandinn. Ekki skal ég dæma fyrirfram um útkomuna. En spurt mun verða að leikslokum.

Vandi Sjálfstæðisflokksins er ærinn þegar að þessum Landsfundi líður. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

xd tapar mínu atkvæði vegna stuðnings síns við aukna framgöngu múslima/kóransins/islam hér á landi:

http://www.t24.is/?p=5993

Jón Þórhallsson, 14.10.2015 kl. 13:10

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Varla eru svona yfirlýsingar til að bæta ástandið: 

http://www.ruv.is/frett/kristjan-vill-ad-hommar-fai-ad-gefa-blod

Jón Þórhallsson, 14.10.2015 kl. 13:21

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verulega góð hugvekja hjá þér, Halldór! Heilar þakkir.

Það er kannski von með þennan flokk, meðan hann enn hefur menn eins og þig. En takmarkað málfrelsi á landsfundi veit ekki á gott. Látið þá ekki komast upp með að snuða ykkur í grasrótinni um réttmæt áhrif ... og heldur ekki að klóra yfir svik sín við þá ESB-andstöðustefnu sem síðasti landsfundur markaði, en forystan var of lin til að framfylgja, hrædd eins og mús við vinstra liðið sem misnotað hefur jafnvel ríkisfjölmiðla mánuðum saman í áróðursskyni.

Svo tek ég sérstaklega undir seinna innlegg Jóns Þórhallssonar.

Jón Valur Jensson, 14.10.2015 kl. 13:42

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef forystan ætlar að halda áfram að haga sér eins og hún hefur gert, með "ísköldu mati" þvert gegn þjóðarhag og öðru í sama dúr, er þá kannski kominn tími á hallarbyltingu í Sjálfstæðisflokknum?

 

 

Eða hver bað hann að bætast í hóp hinna krataflokkanna í stefnumálum, fyrir utan fyrirgreiðslu hans við vaxtaokrandi tugmilljarða-ofurgróðabankana og sérstaka gæðinga, sem ráðnir eru án auglýsinga o.s.frv. o.s.frv.?

Jón Valur Jensson, 14.10.2015 kl. 13:49

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Þ'orhallsson,

Hversvegna eiga hommar að gefa blóð? Er ekki völ á öðrum sem eru ekki í svo áhættusömum hóp? Ég er á móti þessu. Kristján er með. Af hverju tökumst við ekki á um þetta á Landfundi?

MMér finnst ekki ástæða til að yfirgefa flokkinn vegna yfirlýsinga Heimdellingastjórnar, ekki einu sinni víst hvort Heimdellingar séu þessarar skoðunar.

Jón Valur, kemur þú ekki á landsfund? Eigum við ekki að andæfa?

Halldór Jónsson, 14.10.2015 kl. 17:26

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo þetta með brennivínið í búðirnar. Af hverju eru menn að búa til atkvæðafælur?

Halldór Jónsson, 14.10.2015 kl. 17:27

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Samkynhneigt fólk á ekkert að gefa blóð eins og stefna sjálfstæðismanna hljómar;

þess vegna verð ég að róa á önnur mið í stjórnmála-skoðunum.

Jón Þórhallsson, 14.10.2015 kl. 18:41

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er nærri því viss um að hommar eru ekki að biðja um að fá að gefa blóð heldur er einhver að nýta sér möguleika að fá atkvæði þeirra. Það virðast vera um 1000 manns með lifrabólgu b og c og spurning hverjir eru þetta eru  alla veganna er minnihlutinn sem fær svona vegna blóðgjafar. 

Valdimar Samúelsson, 14.10.2015 kl. 21:10

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Rétt Halldór.

Flokkurinn þarf að hætta þessari hræðslu við að missa atkvæði og leggja línu, ekkert andskotans moð, gera þetta þannig að allir skilji. Hann nær aldrei sínu fylgi nema að vera sjálfur fylgin sér og sinni stefnu.

Hún þarf aftur á mót að vera skýr, auðskilin og framkvæmanleg.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.10.2015 kl. 21:45

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Varst þú ekki við nám í Þýskalandi Halldór, þú kanski manst eða jafnvel kannt lagið Auf Wiedershen, þetta ætti að vera söngur allra og vera loka atriði landsfunds Sjálfstæðisflokksins. 

Auf Wiedershen, Auf wiedershen Sjálfstæðisflokkurinn minn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.10.2015 kl. 21:46

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhann, það eru margir að bíða eftir endurfundum við sinn gamla flokk.

Sindri, það er margt rétt í þessu. Sá sem alltaf hleypur eftir fjölmiðlum kemst aldrei langt. En gjör rétt þol ei órétt. Segðu satt, þá þarftu ekki að muna hverju þú laugst.

Brennivín í búðir á ekki að ver stefna flokks. Heldur almennt verslunar-og athafna frelsi og niðurlagning einokunar, misréttis kvótakerfa og einokunar.

Halldór Jónsson, 14.10.2015 kl. 22:01

12 Smámynd: Halldór Jónsson

En þegar meira en helmingur treystir ekki þeim stóra hluta þj´ðarinnar sem á í basli með brennivínið sem er sjálfsagt eitthvað til í þó að það hafi minnkað, þá erum við ekki að sækja ný atkvæði með aðe yða tíma sí svoddan vitleysu

Halldór Jónsson, 14.10.2015 kl. 22:03

13 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér er nú slétt sama um brennivín, það er hægt að komast í það án hjálpar ÁTVR. Breytir því ekki að það vörumerki er að verða svona eins og aðrar sjálfskaparstofnanir ríkisins og ég get ekki annað séð en við séum alveg sammála um að þær, sem slíkar, séu alger óþarfi.

Held að þetta sé nú í raun komið á það stig að skoða Raftækjaverzlun ríkisins og síðan Radiobúðina í næsta húsi.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.10.2015 kl. 22:22

14 identicon

Sæll Halldór: sem og aðrir gestir, þínir !

Sindri Karl !

Varðandi - athugasemd þína, kl. 21:45.

Þessi flokks ómynd (nefndur öfugmælinu Sjálfstæðisflokkur): er jafn ógeðfelldur ÖLLUM hinum,, Pírata skröttunum meðtöldum.

Líkt Vinstri grænum t.d., hefir þessi hörmung nærst á ört þverrandi vösum og pyngjum landsmanna, sbr. : Ofur trygginga gjald / Bifreiðagjöld (áttu að vera afnumin árið 1990, skv. LOFORÐUM Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hnnibalssonar Haustið 1988) / Stimpilgjöld: kjaptæðis furðuverk frá 19. aldar alþingis ósómanum eru ENN við lýði, auk annarrs.

Með: vaxandi upplýsingu yngra fólks - sem sumra hinna eldri, er loksins að rumska til vitundar, að einhverju leyti, hluti almennings að minnsta kosti, um viðvarandi klæki og þjófnaði núverandi flokkakerfis í landinu  - þó allt of hægt fari reyndar, Sindri minn.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 22:56

15 identicon

Bjarni Benediktsson er sjálfsagt hinn besti drengur sem vill öllum vel, en ósköp var hann litill þegar hann var að laumast fram hjá lögreglumönnunum sem stóðu fyrir framan stjórnarráðið hérna um daginn.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 23:15

16 identicon

Ha, ha hvað segiru, á sjálfstæðisflokkurinn í vanda? N...ei það getur EKKI verið satt?

Margrét (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband