15.10.2015 | 08:46
Kynjafasismi
er orðið sem mér dettur fyrst í hug þegar ég les tillögur framkvæmdastjórnar Sjálfstæðiskvenna um nýjar skipulagsreglur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Lítum á tillögurnar:
"Við val landsfundarfulltrúa í samræmi við ofangreint skal velja jafn marga karla og konur. Einungis er heimilt að víkja frá því þegar um oddatölu er að ræða og þá aðeins sem nemur einum fulltrúa.
Aftan við 13. grein bætist: Við kosningu fulltrúa í kjördæmisráð í samræmi við ofangreint skal kjósa jafn marga karla og konur. Einungis er heimilt að víkja frá því þegar um oddatölu er að ræða og þá aðeins sem nemur einum fulltrúa.
Ákvæði 23. grein hljóði svo (viðbót skáletruð): Kjördæmisráð kýs úr sínum hópi kjördæmisstjórn sjö manna. Formaður kjördæmisráðs skal kjörinn sérstaklega en stjórn þess skiptir að öðru leyti með sér verkum. Skal hvort kyn eiga a.m.k. 3 fulltrúa í stjórn. Heimilt er þó að stjórnina skipi allt að fimmtán manns, enda sé sú tilhögun samþykkt með minnst tveimur þriðju atkvæða.
Skal þá hlutfall kynja vera sem jafnast svo ekki muni nema einum fulltrúa. Ráðið hefur enn fremur heimild til að skipa skipulagsnefnd, fjármálanefnd, útgáfu- og upplýsinganefnd og aðrar nefndir sem hún telur ástæðu til.
Formenn kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna eru sjálfkjörnir í stjórn kjördæmisráðs. Kjördæmisráð kýs hvert um sig þrjá fulltrúa í miðstjórn og þrjá til vara en fulltrúaráðið í Reykjavík þrjá fulltrúa fyrir hvort Reykjavíkurkjördæmi í miðstjórn og þrjá til vara. Við kosningu fulltrúa í miðstjórn í samræmi við framangreint skal kjósa jafn marga karla og konur."
Er heilabú kvenna annarrar gerðar en heilabú karla? Hverskonar furða er þessi samsuða? Á ekki að kjósa eftir hvað er í heilabúum fólksins? Eða á að kjósa eftir útlitsfegurð?
Ef konur láta karla kjósa úr kvennahópi, er þá líklegt að karlarnir kjósi eftir því hvernig þeim lítist á heilabú frambjóðendanna heldur einhverju öðru? Hvað með fegurðarsamkeppnirnar?
Hverskonar hugsun er þarna á bak við? Eru konur svona miklu lakari körlum að það verði að kjósa þær á annan hátt en karla? Sem eru ekki kosnir eftir vöðvamassa, líkamshæð, tattúum, skeggi eða drykkjulátum. Kjörþokki felst í vitsmunum.
Hvernig á að vera í stjórnmálaflokki við svona ólýðræðislega stjórnarhætti?
Mér, sem elska og virði konur yfirleitt umfram karlmenn, finnst þetta vera hreinn kynjafasismi og neita að taka þátt í því bulli að konur standi körlum eitthvað að baki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Næsta skref verður væntanlega að segja hverjir megi vera í framboði og hverja eigi að kjósa, þ.e. nafnalistum dreift og fulltrúum sagt hvaða nöfn skuli valin.
Ég er sammála þér Halldór, þetta er ótrúlegt, alveg með eindæmum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.10.2015 kl. 11:12
Hokið er ég sammála þér Halldór.
Hafsteinn Reykjalín (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 11:27
Ég legg til að gengið verði lengra. Fólki verði skipt upp eftir aldri (hver hópur innifeli að hámarki 10 ára aldurshóp) og menntunarstigi og gerð umgjörð þannig að fulltrúi hvers flokks komi fram á öllum stigum. Skoða má líka að skipta upp eftir póstnúmerum og þá gefa prímtölum sérstakt vægi.
Annars er þetta bara ekki lýðræði.
Fyrir þá sem eru í vafa, þá er hér um kaldhæðni að ræða.
Þrándur (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 13:50
Svo finns mér einnig til að fullkomna vitleysuna, að tryggt sé að það séu jafn margir karlmenn og kvenmenn sem taka þátt í kosningum. Einungis er heimilt að víkja frá því þegar um oddatölu er að ræða og þá aðeins sem nemur einum atkvæði.“
Nú er kvenna feminista ruglið búið að opinbera sig fullkomnlega í vitleysunni og rétta lýsingin er "Kynjafasismi".
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 14:51
Ég held að við Halldór gætum orðið sammála um að það þurfi líka að velja jafnmarga í hverri stærð og þyngdarflokki, ljoshærða, dökkhærða og sköllótta.
En þessi samkoma er víst heilagasta samkoma sem þið farið á svo reglurnar þurfa að vera skýrar og einfaldar. Nógu mikið vísið þið alla vega í samþykktir þessarar prumpsamkomu, sem aldrei fer eftir þeim samþykktum sem þar eru samþykktar
með kveðju
Kristmann Magnússon, 15.10.2015 kl. 20:15
Reglurnar verða ekki einfaldari en það að þeir aðilar sem eru í framboði og fá kosningu eru inni, aðrir ekki.
Ég ætla að salta þennan landsfund í þetta skiptið og þau skipti verða fleiri ef þessi hugmynd fer í gegn. Þá geta þessar blessaðar kellingar átt þetta.
Sindri Karl Sigurðsson, 15.10.2015 kl. 20:54
Á þetta að koma nokkrum manni á óvart? Hefur sú þróun ekki ágerzt jafnvel á síðustu mánuðum, að Sjálfstæðisflokkurinn verður æ líkari hinum krataflokkunum? Á það ekki við um eindregið stefnumál hans um "hinseginfræðslu" starfsmanna Samtakana 78 í 5 ára bekkjum og allt upp í 15 ára í grunnskólum?! Á það ekki við um stefnu hans í innflytjendamálum? Er þetta ekki eins og stefna Hönnu Birnu og Gísla Marteins í borgarstjórn, "samræðustjórnmál" og fullkomin meðvirkni? Var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem valdi það sérstaklga að kjósa Óttar Proppé í nefndina um flóttamanna- og innflytjendamál og gera hann jafnvel að formanni hennar, um leið og tryggt var líka, að vinstri flokkarnir fengju meirihluta í nefndinni?!
Og er ekki augljós skortur á öðrum flokki, sem nær til hægri og miðjumanna og einnig til kristinna manna, eða er Sjálfstæðis-flokkurinn kannski frábær á því svellinu? Nei, svo sannarlega ekki, hann ber höfuðábyrgð á fósturdeyðingalöggjöfinni frá 1975, lögunum um tilraunir á fósturvísum og öllu undanhaldi frá kristnu siðferði í löggjöf landsins.
Jón Valur Jensson, 16.10.2015 kl. 00:53
Ekki hélt ég að Sjálfstæðiskonur hefðu svona lágt sjálfsmat. Hélt að kynjakvótar og svoleiðis lagabrot tilheyrðu minnimáttarkenndu kommalufsunum. Hvaða flokk geta Sjálfstæðismenn kosið í dag?
Sverrir Stormsker, 16.10.2015 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.