19.10.2015 | 21:29
Nytsamir sakleysingjar
voru þeir nefndir sem létu stjórnmálamenn véla sig til að verja rangt mál þeirra á dögum einræðisseggja tuttugustu aldar.
Mér fannst ég upplifa þetta aftur þegar Dagur Bé. nær saman 20 forsvarsmönnum fyrirtækja til að skrifa undir skuldbindingar um að draga úr losun CO2 til í þeirri boðuðu trú Dags og hirðar hans að allur útblástur véla og iðnaðar sé illur. Fyrirtækin eigi að leggja á sig byrðar til að Dagur geti farið á loftslagsráðstefnu út í löndum til að gera sig breiðan í gæsku sinni við heiminn og fjandskap við útblástur CO2. Jafnvel slökkviliðsstjórinn heldur að bruninn í Skeifunni hafi haft eitthvað að segja í ástandi andrúmsloftsins. Gleymir hann ekki gosinu í Eyjafjallajökli? Og jafnvel fleiri álíka viðburðum á okkar landi?
Dr.Patric Moore var stofnandi Greenpeace á sinni tíð og sigldi með Rainbow Warrior við ýmsar uppákomur. Hann flutti nýverið ræðu þar sem hann lýsti skoðunm sínum á CO2 og útbæstri manna.
Erindið hófst með þessum orðum:
"
Lávarðar mínir og frúr þeirra, dömur mínar og herrar.
Þakka ykkur fyrir tækifærið til að setja fram skoðanir mínar á loftslagsbreytingum. Eins og ég hef tekið fram opinberlega við ýmis tækifæri, þá er engin skýr vísindaleg sönnun fyrir því, sem byggir á raunverulegum mælingum, að koltvísýringur sé ábyrgur fyrir einhverri lítilsháttar hlýnun loftslags á heimsvísu sem orðið hefur á undanförnum 300 árum,frá hámarki litlu ísaldarinnar sem þá stóð sem hæst. Ef það væri slík sönnun til sem væri fengin með prófunum og afritunum þá hefði það verið skrifað niður fyrir alla að sjá.
Fullyrðingar um að losun manna séu nú ráðandi áhrif um loftslag er einfaldlega tilgáta, frekar en almennt viðurkennd vísindaleg kenning. Það er því rétt, reyndar nærri því skylda í vísindalegum hefðum, að vera efins um þá sem tjá okkur þá vissu sína að nú séu "vísindin komin að niðurstöðu" og "umræðunni sé lokið".
En það er óyggjandi að CO2 er að hleðslusteinninn fyrir allt líf á jörðinni og að án nærveru þess í andrúmslofti jarðar í nægjanlegum styrk væri jörðin dauð reikistjarna. Samt er börnum okkar og almenningi kennt að CO2 sé eitrað mengunarefni sem mun eyðileggja líf og koma siðmenningu okkar á kné. Í kvöld vonast ég til að snúa þessum manngerða áróðri á hvolf. Í kvöld ætla ég að sýna fram á að mannleg losun CO2 hefur þegar bjargað lífi á plánetunni okkar frá mjög ótímabærum enda. Að í fjarveru okkar við að setja kolefnið aftur út í andrúmsloftið þaðan sem það kom upphaflega, þá myndi mest allt eða kannski allt líf á jörðinni byrja að deyja innan tveggja milljóna ára frá deginum í dag...."
"...allt CO2 í andrúmsloftinu hefur verið skapað af útblæstri mikilla eldfjalla. Þetta gerðist mest á meðan kjarni jarðar var mun heitari en nú. Síðustu 150 milljón árin hefur ekki bæst við nægilega mikið af CO2 í andrúmsloftið til að vega á móti bindingunni í bergi jarðar.....
"...Síðustu 150 milljón árin hefur magn CO2 í andrúmsloftinu stöðugt minnkað. Þetta er samsett af mörgum atriðum en það sem skiptir máli eru nettó áhrifin, sem eru þau að 37.000 tonn af CO2 hafa dregist úr andrúmsloftinu hvert ár síðustu 150 milljón árin. Það þýðir að CO2 útblástur eldfjallanna hefur verið yfirbugaður af upptöku þess í kalsteinsbergi á margmilljón ára tímaskeiði. Ef þetta heldur áfram mun styrkur CO2 falla niður í mörk þess sem eru lífshættuleg fyrir gróður jarðar, sem þarf 150 ppmtil að lifa af, Ef gróðurinn deyr þá deyja líka öll dýr, skordýr og aðrir hryggleysingjar sem lifa á honum."
Þjóðin hér sem er nýbúin að fá gríðarlegt eldgos í Holuhrauni þar sem margföld árleg losun mannkyns á CO2 fór fram á hverjum degi hleypur núna til undir púkablístru Dags B. Eggertssonar og ámóta loftslagsfræðinga vinstri manna og "Góða fólksins" til að rýra lífskjör sjálfrar sín með því að hlaupa á eftir ósönnuðum gervivísindum um hlýnun af mannavöldum. Jafnvel eldgosið okkar megnar ekki að bæta nægilega við lífsnauðsynlegar birgðirnar af CO2 í andrúmsloftinu. Útblástur manna er algert aukaatriði í þeirri jöfnu eins dr. Patric Moore sýnir fram á.
Margir af fremstu vísindamönnum heims, eins og Dr.Giever, hafa tjáð sig um þessi mál en heimurinn vill heldur hlusta á Al Gore og ámóta dollaraspekinga sem nota IPCC sér til ábata og þeysast um háloftin á "eiturspúandi" einkaþotum sínum. Eða þá bara Dag Bé Eggertsson af öðrum vísindamönnum heimsins.
Það er eitt að vera nytsamur sakleysingi og annað að nenna ekki að leita sannleikans.
(Ræðu Dr. Patricks Moore 2015 GWPF Annual Lecture-Patric Moore Should we celebrate Carbon Dioxide? er að finna á YouTube)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2015 kl. 08:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þú skautar alveg framhjá því að öllu losun eldfjalla á jörðinni á ári hverju að meðaltali, er aðeins lítið brot af losun af mannavöldum.
Ómar Ragnarsson, 20.10.2015 kl. 00:07
Þetta er bara bullshit hjá þér., lestu það sem ég segi. Og berðu svo saman losunina úr Holuhreini á klukkustund miðað við losun manna +i Evrópubandalaginu.Af öllum tegundum loftegunsda
Halldór Jónsson, 20.10.2015 kl. 07:56
Síðustu 150 milljón árin hafa eldfjöll ekki dugað til að halda upp CO2 búskapnum skv. Dr. Patrick, það er staðreyndin
Halldór Jónsson, 20.10.2015 kl. 07:57
Merkilegt Halldór hversu thessi gos sem her urdu eru allt í einu ordin svo lítil og léttvaeg. Thad var nu bent á af vísinda monnum ad bara fyrstu tvaer klukkustundirnar í Eyjafjallajokil, skiladi meira í andrúmsloftid heldur en heilt ár í bíla og skipaflota okkar Íslendinga. Eftir daginn var gosid búid ad skila meira en oll Evrópa samanlagt. Nú er thetta bara einhver tittlingaskítur og adeins orlítid brot af losun manna. Eitur efnin voru slík ad thad myndi taka morg ár fyrir mannkyn ad jafna thad. Já, hún á sér margar myndir CO2 áródurinn.
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 08:21
Tvennt:
Eldgos hafa þau áhrif að kæla andrúmsloftið. Þær lofttegundir sem losna í eldgosum auka útgeislun jarðar. Eldgos hafa í aðalatriðum öfug áhrif við losun gróðurhúsalofttegunda. Dæmi um önnur skaðleg áhrif eldgosa er sennilega undarlegur dauði sauðfjár víða um land síðastliðinn vetur og vor, sem vísindamenn hafa rakið til útfalls eiturefna í bithögum. Eldgos geta sannarleg haft mikil áhrif á andrúmsloftið, líkt og losun gróðurhúsalofttegunda, en eldgos og losun gróðurhúsalofttegunda eru tveir ólíkir hlutir.
Það eru fyrst og fremst brennisteinslofttegundir sem losna í eldgosum. CO2 og aðrar gróðurhúsalofttegundir eru að jafnaði ekki losaðar í eldgosum, sannarlega, og vísindalega sannanlega, ekki í neinu verulegu magni. Það eru undantekningar í sögunni en eldgos á Íslandi eru ekki í þeim hópi.
Að lokum, tilgátan um losun gróðurhúsalofttegunda á andrúmsloft jarðar er vísindaleg tilgáta. Sem slík þá hafa eingöngu vísindaleg rök, t.d. mælingar, tilraunir, útreikningar, o.sv.fr. vægi í deilum um ágæti eða vangæti tilgátunnar. Ég sé ekkert í ræðu dr Patrick Moore sem leggur nokkuð vísindalegt af mörkum. Ræða hans er málflækjuleg (retorísk) sem eru hugvísindi ekki raunvísindi. Hann segir þó eitt sem er rétt; CO2 er snar þáttur í lífríki jarðar þ.e.a.s. ljóstillífun. En í jafnvægi við önnur áhrif.
Svona í forbi farten þá skil ég vel hvernig Dagur Bé og uppátæki hans far í pirrurnar á ykkur hægrimönnum. Dagur spilar á vinsælum nótum í pólitískum réttrúnaðar dúr. LOL! Ég skeyti lítið um pólitíkina, en vísindin fífla ég ekki með.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 15:17
Kristján
Ég held að það sé sannað að mjög mikið magn af CO2 komi upp í eldgosum, sá einhverjar ritgerðir um það ói sambandi við Holuhraunið. En menn reyna auðvitað að mæla eitruðu lofttegundirnar þar sem ær eru okkur hættulegar.
Tilgáta um losun gróðurhúsaloftetunda segir þú. Þetta eru mælistærðir. En áhrif til hlýnunar hafa engin verið mæld og það er rétt hjá dr. Patric.Al Gor fer með rethoric en ekki dr.Patric.
Hvaða vinstri maður og fræðingur ert þú eiginlega?
Halldór Jónsson, 20.10.2015 kl. 22:30
Krustján
Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur um CO2 losun eldogsa:
"Nýlega var sagt frá því að tveir verðir laganna hefðu átt í erfiðleikum með að anda í grennd við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Ég tel líklegast að það hafi verið koldíoxíð gas sem olli því, en ekki brennisteinstvíoxíð. Koldíoxíð er algeng gastegund í eldgosum. Hún er ekki eitrandi, en ef koldíoxíð eða CO2 er fyrir hendi í miklum mæli, þá dregur úr súrefni í loftinu og af því orsakast vandi við öndun og jafnvel köfnun. Þannig fórst einn maður í kjallara sjúkrahússins í Vestmannaeyjum í gosinu árið 1973..."
Þú segir hinsvegar :
"CO2 og aðrar gróðurhúsalofttegundir eru að jafnaði ekki losaðar í eldgosum, sannarlega, og vísindalega sannanlega, ekki í neinu verulegu magni. Það eru undantekningar í sögunni en eldgos á Íslandi eru ekki í þeim hópi."
Sem sýnir að þú virðist ekki vita mikið um jarðfræði.
Halldór Jónsson, 20.10.2015 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.