Leita í fréttum mbl.is

Tillaga á Landsfundi

frá Jóni Magnússyni hæstaréttarlögmanni um málefni útlendinga sem ekki fékk framgang á Landsfundi fylgir hér á eftir. Formaður Allsherjarnefndar, Áslaug Friðriksdóttir Sophoníassonar sagði hana alltof langa og vísaði henni þar með í hafsauga. Ungliðarnir sáu svo um að fella hana með rauðu spjöldunum.  Sjálfur kom liðurinn Málefni Útlendinga ekki á dagskrá fyrr en fundurinn var svo langt liðinn að hálfur salurinn hafði yfirgefið sæti sín nema ungliðarnir sem sátu sem fastast. Einhverjum gat dottið í hug að hér hefðu verið samantekin ráð.

En tillagan er svona:

            "Allsherjar- og menntamálanefnd

Breytingartillögur við drög að landsfunarályktun:

                  Málefni útlendinga

Kaflinn orðist svo:

Ísland hefur frá því að land byggðist tekið við erlendum hugmyndum og menningarstraumum. Innflytjendur hafa komið til landsins,  lagað sig að og orðið hluti af íslensku samfélagi. Íslenska þjóðin hefur jafnan tekið við erlendum áhrifum á móðurmál sitt og menningu á eigin forsendum. Með þeim hætti hefur hún varðveitt tungumál sitt og fornan menningararf í samfélagi þjóðanna. Eitt af hlutverkum Sjálfstæðisflokksins er að standa vörð um þessar meginstoðir þjóðernisvitundar okkar, ef þær bresta, gæti sjálfstæði Íslendinga og þjóðarvitund verið í hættu.

Á síðustu áratugum hefur fjöldi ólöglegra innflytjenda frá þróunarlöndunum aukist gríðarlega í öllum hinum vestræna heimi. Þessi þungi straumur innflytjenda er afleiðing af því að fjöldI landa þróunarlöndunum hefur af mörgum ástæðum  ekki teksist að þróa samfélög, þar sem ungu fólki er boðið upp á eðlileg tækifæri í lífinu, m.a. vegna hernaðarátaka og kennisetninga í stjórnmálum og trúmálum sem  hamla eðlilegum framförum og bættum lífskjörum. Lausnin á vandamálum þessara ríkja er ekki fólgin í því að Ísland eða önnur Evrópuríki opni landamæri sín fyrir snöggum og óskipulögðum straumi innflytjenda sem getur í senn ógnað þeim félagskerfum sem Vesturlönd hafa þróað með sér og gefið öfgaöflum frjóan jarðveg til fjandskapar og jafnvel ofsókna á hendur nýbúum. Lausnin verður að beinast að því að hjálpa þróunarlöndunum til framfara og nútímalegra hátta á grundvelli þeirra gilda sem áttu mestan þátt í að skapa auðlegð Vesturlanda, svo sem  frelsi einstaklinganna,  lýðræði, jafnstaða borgaranna, upplýsing og almannafræðsla.

Sjálfstæðiflokkurinn vill að Ísland axli ábyrgð á því að taka á móti raunverulegu flóttafólki samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna varðandi málefni flóttafólks frá 1951. Flokkurinn vill að þetta sé gert á grundvelli þeirrar stefnu sem landið hefur fylgt í þessum efnum.  Almennt er viðurkennt að þessi stefna hafi reynst einstaklega farsæl, bæði fyrir flóttafólk og landsmenn enda hefur tekist að koma í veg fyrir þau átök og umbrot, sem sett hafa svip sinn á sum samfélög og verið vatn á myllu öfgaafla á báðar hliðar. Lykilatriði í þesari stefnu er að forðast snöggar breytingar sem valdið geta ólgu og átökum í samfélaginu svo sem bent er á í skýrslu nefndar utanríkisráðuneytisins um áhættumat fyrir Ísland  2009. Samkvæmt hefðbundinni stefnu eigum við að kappkosta að taka á vel á móti flóttafólki sem kemur til landsins frá stríðshrjáðum ríkjum eða öðrum sem ógna öryggi viðkomandi einstaklings og gæta þess að réttindi þeirra séu virt og þeir njóti grundvallarréttinda á við aðra. Sjálfstæðisflokkurinn vekur um leið athygli á því að Íslandi ber engin skylda til að taka á móti fólki sem flóttafólki, sem hefur farið á milli öruggra landa í því skyni að sækja sérstaklega um hæli hér á landi..

Innflytjendur sem aðlagast íslensku samfélagi og menningu hafa lagt mikið af mörkum til íslensks samfélag og munu tvímælalaust halda áfram að gera það um ókomna tíð. Kunnátta í íslensku máli hefur reynst þeim mörgum lykill að samfélaginu og því ber að efla íslenskunám fyrir nýbúa. Sjálfstæðisflokkurinn styður að Ísland taki sem fyrr vel á  móti vel hæfu og velmenntuðu fólki sem vill freista gæfunnar á Íslandi og samlagast þjóðinni og veiti þeim öll réttindi svo fljótt sem verða má og gæti þess að þeir ásamt þeim flóttamönnum sem hingað koma með löglegum hætti njóti jafnréttis á við aðra sem hér búa.

Ísland hefur jafnan notið góðs af innflytjendum. Stærsti hluti þeirra hefur aðlagast íslensku samfélagi og sannað að það er duglegt og framtakssamt fólk. Þó að Ísland hafi notið þess að hingað hafi einkum flust nýtir borgarar, verður að gæta þess hve fámenn íslenska þjóðin er. Það er engum til góða að rjúfa jafnvægið í samfélaginu og trufla aðlögun nýbúa með því að opna landið fyrir straumi á borð við þann sem nú flæðir  að landamærum Evrópu og hlýtur fyrr eða síðar að verða stöðvaður, vonandi aðeins með friðsamlegum og sanngjörnum hætti. Íslendingar verða hvað sem öðru líður, að benda yfirvöldum Evrópusambandsins og annarra sem hlut eiga að máli á sérstöðu sína sem þrjúhundruð og þrjátíu þúsund manna þjóð og gæta þess að fá undanþágu frá óheftri för fólks af Evrópska efnahagssvæðinu til landsins."

Þessi tillaga var hrópuð niður og það var með naumindum að hljóð fékkst til þess að flytjandinn fengi að gera grein fyrir henni. Gústaf Níelsson fékk að kenna á því þegar hann vildi segja sína skoðun og fékk bæði öskur´, pú og frammíköll frá ungliðunum og margar truflanir frá fundarstjóra þegar hann vildi flytja sitt mál. Gústaf sen er vaskur maður til orðs og æðis  stóð sem klettur fyrir og lauk skorinorðu máli sínu þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að fyrirliggjandi ályktun hefði fremur getað komið frá fundi VG á Selfossi heldur en frá Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, svo óhugsuð sem hún væri.

Í upphafi skyldi endirinn skoða er háttur vísra manna. Lítt heftur innflutningur fólks af framandi þjóðum með aðra siði hefur óneitanlkegan ekki gefist vel í Þýzkalandi þar sem lögregla með grimma hunda stendur vörð á sjúkrahúsgöngum í München og starfsfólk sjúkrahúsa hefur verið stungið með hnífum meðan múslímar sýna kvenkyns starfsfólki fyrirlitningu sína og neita þjónustu þeirra.

Líklega hafa ungmennin ekki hugleitt hvernig þau muni bregðast við slíkum vandamálum ef upp koma hérlendis þegar þeir neita að ræða hófstillta tillögu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Eru samþykktir Landsfundar ekki það sem flokkurinn á að fara eftir í einu og öllu? Voru það bara ungliðar sem bauluðu á þessa tillögu?

Jón Bjarni, 26.10.2015 kl. 16:00

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Bjarni, viltu nokkuð vera að spekúlera í Sjálfstæðisflokknum?

Halldór Jónsson, 26.10.2015 kl. 18:32

3 Smámynd: Jón Bjarni

Afhverju ætti ég ekki að spá í því sem gerist á landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Skv því sem ég hef séð síðustu ár þá virðast ákvarðanir hans vera nánast ígildi laga þegar flokkurnn er í stjórn? Kemur mér það ekki við

Jón Bjarni, 26.10.2015 kl. 20:26

4 Smámynd: Halldór Jónsson

gerir  þú nokkuð ema rakka þær niður?

Halldór Jónsson, 26.10.2015 kl. 20:41

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er greinilegt að mönnum geðjast samþykktir Landsfundar misjafnlega. Palli Vill skrifar svona:

"Frelsið sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar er frelsi hinna fáu að maka krókinn á kostnað almennings. Þegar fyrir liggur, samanber reynslu af útrás og hruni, að frelsi auðmanna til sjálftöku á gæðum almennings skilar sér í þjóðargjaldþroti þarf verulega pólitíska blindu, að ekki sé sagt siðferðilega, til að boða meira af því sama.

Horfinn er Sjálfstæðisflokkur borgaralegra gilda, stöðugleika og jafnræðishugsunar, ,,stétt með stétt." Flokkurinn leitar til jaðarhópa samfélagins sem sameinast í áhuga á þjófnaði, á hugverkum annars vegar og hins vegar ríkisbönkum.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2015 blandaði saman píratapólitík um frjálsar hassreykingar og sjálfselsku ríka fólksins og kallaði ,,frjálslyndi." Sjálfstæðisflokkurinn stækkar ekki með kverúlantapólitík heldur festir hann sig í sessi sem örflokkur jaðarhópa. "

Ekki upplifði ég þetta nú svona grellt en vissuleg er margt í þessum tillögum "ungu Tyrkjanna" furðulegt fyrir okkur eldri.

 

Halldór Jónsson, 26.10.2015 kl. 20:57

6 Smámynd: Jón Bjarni

Þú varst þá fylgjandi breytingum á auðlindaákvæðum Halldór?

Og nei, ég rakka hann ekki stöðugt niður - hef t.d. hrósað ungliðum flokksins í dag?

Jón Bjarni, 26.10.2015 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband