Leita í fréttum mbl.is

-Það rignir líkast til fljótlega-

segja Íslendingar gjarna þegar þeir spóka sig í sólskini og blíðu. -Þetta gengur ekki svona áfram-, þegar tveir sólardagar í röð hafa komið.-Þetta tekur enda, blessaður vertu-.

Ég man alltaf eftir "Wirtschaftswundersyndrominu" sem þjakaði þýskan almúga 1958. -Svona getur þetta ekki gengið áfram- sögðu þeir þegar glýjan af gullinu og efnahagsundrinu blasti við hvarvetna. -Þetta tekur enda-, -þetta er of gott til að vera satt- og stríðið bara rétt búið. Allstaðar byggt, allstaðar kranar og nýjir Bensar brunuðu um göturnar. 

Þegar fréttist af því að uppgjör slitabúanna hjá okkur lækki hreinar ríkisskuldir úr þriðjungi af landsframleiðslu í tíunda hluta, þá dæsa menn mæðulega. -Þetta tekur enda- og stynja. -Allt stefnir í nýtt hrun--, sömu gæjarnir allstaðar komnir aftur-.

Er ekki rétt að spyrja sig hvort of lág upphæð hafi verið sett upp miðað við píslirnar?  Var ekki grunsamlega hratt gengið að afarkostunum um stöðugleikaframlag eða stöðugleikaskatt, af hálfu kröfuhafanna? Eða eigum við að vera ánægðir sem töpuðum öllum sparnaðinum í bankahruninu? Við fáum ekki neitt. Nema Bjarni standi við hugmyndina um að senda öllum landsmönnum hlutabréf í Landsbankanum. Af hverju ekki í fleiri ríkisbönkum og stærri hlut en 5 %?

Nefndi Sigmundur nokkuð við Cameron þegar þeir voru komnir í glasið í Þjóðmenningarhúsinu í gærkvöldi og ég komst ekki í bílastæðahúsið vegna þess, að við ættum að fá skaðabætur hjá John Bull?

En annars eigum við ekki bara að njóta sólarinnar meðan hún skín  án þess að vera þjakaðir af rigningu morgundagsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband