8.11.2015 | 10:37
FBA
verður Styrmi Gunnarssyni að yrkisefni Í Morgunblaðinu í dag.
"Í fyrradag, fimmtudag, birtist í ViðskiptaMogganum fróðlegt samtal, sem Sigurður Nordal, umsjónarmaður blaðsins, hafði átt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um stöðuna á fjármálamarkaðnum, stöðu slitabúanna og hugsanlega sölu banka í ríkiseign. Í þessu viðtal spurði Sigurður eftirfarandi spurningar:
»Er eitthvað í framkvæmd einkavæðingar bankanna fyrir hrun, sem við getum dregið lærdóm af við sölu bankanna núna?«
Og Bjarni svarar:
»Tvímælalaust. Í fyrsta lagi tel ég að það hafi verið óþarfi að byggja söluáætlun banka á því, að það þurfi að vera mjög stór kjölfestufjárfestir. Í fámennu samfélagi eins og okkar kann þvert á móti að vera mikill ávinningur af því að kerfislega mikilvægir bankar séu í dreifðri eignaraðild. Við eigum tvímælalaust að stefna að dreifðu eignarhaldi á bönkunum.«
Þessi orðaskipti þeirra Sigurðar og Bjarna gefa tilefni til að rifja upp litla en fróðlega sögu.
Á árinu 1997 voru þrír sjóðir, Fiskveiðasjóður, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður, sameinaðir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., FBA. Á svipuðum tíma voru Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands gerðir að hlutafélögum.
Síðan ákvað þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að selja FBA en í dreifðri eignaraðild.
Hinn 8. ágúst 1998, birtist hér í Morgunblaðinu viðtal við þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, og þar sagði:
»Davíð sagði, að þó nú sé í tízku að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti alveg dugað að stærstu eignaraðilarnir, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis. Hann telji hins vegar ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30-40% eignarhlut í bankastofnun...Þó það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn telji hann það koma fyllilega til álita að tryggja það með lagasetningu að eignarhald í bönkunum, þegar ríkið sleppi af þeim hendinni, verði dreift.«
Þetta var stefnumarkandi samtal við þáverandi forsætisráðherra og tveimur mánuðum síðar ákvað ríkisstjórnin að selja 49% hlut í FBA. Almenningi yrði boðið að skrá sig fyrir hlutum að hámarki þremur milljónum króna.
Hvað gerðist þá? Og þar er komið að kjarnanum í lykilspurningu Sigurðar Nordals til Bjarna Benediktssonar um hvað mætti læra af einkavæðingu bankanna fyrir hrun.
Bankar og fjármálafyrirtæki hófu svokallaða kennitölusöfnun. Þessir aðilar keyptu hluti í umboði einstaklinga á grundvelli samninga um að viðkomandi einstaklingar seldu þeim hlutina.
Fjórum mánuðum eftir hið stefnumarkandi viðtal við forsætisráðherra landsins hér í Morgunblaðinu var sú stefnumörkun ríkisstjórnar, sem byggðist á lýðræðislegu umboði kjósenda til þingmanna stjórnarflokkanna brotin á bak aftur með valdi peninga.
Hvað gerðist svo?
Rétt fyrir jól sama ár (1998) skýrði Morgunblaðið frá því að Viðskiptastofa SPRON hefði fyrir hönd sex sparisjóða og Sparisjóðabankans keypt um 9% hlut í FBA af Búnaðarbanka Íslands. Kaupþing, sem þá var í eigu sparisjóðanna átti fyrir önnur 9% og réð að auki yfir 5% fyrir hönd annarra hluthafa. Sparisjóðasamsteypan hafði á skömmum tíma eignast um fjórðungs hlut í FBA, sem ríkisstjórn landsins hafði ákveðið að skyldi verða í dreifðri eignaraðild.
Þessum hlut var komið fyrir í hlutafélagi í Lúxemborg, Scandinavian Holdings SA.
Hvað gerðist svo?
Hinn 4. ágúst 1999 var skýrt frá því hér í blaðinu, að Scandinavian Holdings hefði selt hlut sinn í FBA, sem nam 22,1% til eignarhaldsfélags, sem bar heitið Orca SA og var líka skráð í Lúxemborg. Það félag keypti einnig hlut af öðrum og var samtals komið með 26,5% hlut í FBA. Ekki var gefið upp hverjir væru eigendur Orca SA.
Hvað sagði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, þegar hér var komið sögu?
Í samtali við RÚV tveimur dögum síðar sagði hann:
»Það má vel vera að staðan sé sú, að sú aðferð okkar að reyna að koma hlutabréfunum út með dreifðum hætti haldi ekki til lengdar og þá þarf kannski að kanna, hvort aðrar lagaforsendur þurfi að vera fyrir hendi, sem tryggi hreinlega að eignaraðild að fjármálakerfinu í þessu landi sé dreifð.«
Framhaldið af sögu FBA varð svo, að bankinn sameinaðist Íslandsbanka um aldamótin og varð eins konar stökkbretti fyrir helztu eigendur FBA til þess að ná yfirráðum yfir Íslandsbanka næstu árin á eftir.
Hér liggur fyrir skýrt dæmi um það hvað hægt er að læra af því, sem gerðist í einkavæðingu bankanna fyrir hrun.
Það er ekki hægt að einkavæða ríkisbanka á ný í góðri trú um að dreifð eignaraðild, sem stefnt er að í upphafi, haldi. Það verður hreinlega að tryggja það með löggjöf.
Bjarni Benediktsson hefur alveg rétta sýn á þessa stöðu, eins og hún kemur fram í samtali þeirra Sigurðar Nordals. En það er alveg ljóst að áður en ráðizt verður í nýja einkavæðingu bankanna verður Alþingi að ganga tryggilega frá því með löggjöf að sagan verði ekki endurtekin.
Í samtalinu víkur Bjarni líka að því hvernig hinir einkavæddu bankar voru notaðir til að breyta eignarhaldi á stórum fyrirtækjum í landinu. Sá þáttur málsins er sérstakt umhugsunarefni.
Það er líka vert fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að huga að því að í ljósi fenginnar reynslu skiptir máli fyrir þá flokka hvernig haldið verður á þessum málum nú."
Forsaga málsins er "stóra þjófaveislan" sem haldin var þegar Iðnlánasjóði og hinum sjóðunum raunar líka, var stolið frá eigendum sinum sem myndað höfðu hann með Iðnlánasjóðsgjöldum sem voru ígildi skattlagningar.
Yfir þessa sjóði voru yfirleitt settir allskyns fósar gjarnan með áhuga á félagsmálageiranum. Þeir sáu um að gefa hundunum að éta rófuna af þeim sjálfum með fjárfestingarlánum sem engin voru fáanleg úr samfélagsbankakerfinu. En því var þá stjórnað pólitískt af Alþingi og lánuðu því mest til Framsóknarmanna og SÍS í hlutfalli við atkvæðavægið.
Allt þetta fé var gert upptækt og sett í FBA sem skyldi verða í eigu sjóðsfélaganna. Allt var það auðvitað svikið strax. Yfir bankann var settur ungur maður með próf án þess að vera af bankaættum. Enda var ekkert spurt hvort væri siðsýnn- eða blindur. Allt um það tókst honum fljótlega að eignast bankann að hluta og gerast einn af auðjöfrum landsins. Hann gerði tilraun til að setja Hagkaup og Bónus á markað en gömlu eigendurnir náðu því fljótlega undir sig aftur og mynduðu Baugsveldið.
Bónus var rekinn í fjölda ára og lýðurinn hélt að hann væri að fá vörur á afsláttarverði. Það var ekki fyrr en í hruni að hann almenningur komst að því að var hann sjálfur sem var látinn borga allan afsláttinn en höfuðsvindlararnir sluppu flestir og og eiga enn fyrir dietpepsi.
Nú er verið að reyna að koma Arajón-banka í hendur hinu nýja fjármálaveldis. Með gömlum utanrimla starfsmönnum frá útrásinni á að framkvæma skuldsetta yfirtöku á bankanum með peningum lífeyrissjóðanna sem bréfaguttar sem enginn kaus ráða. Eða ef maður veltir fyrir sér orðum Bjarna og les þau aðeins með öðrum möguleika.."hvernig hinir einkavæddu bankar(les einkavæddir LÍFEYRISSJÓÐIRNIR) voru notaðir til að breyta eignarhaldi á stórum fyrirtækjum í landinu. Sá þáttur málsins er sérstakt umhugsunarefni."
Og nú byrjar allt upp á nýtt. Kratar sem ekki geta rekið einn einasta hlut og skilja aldrei upp né niður í neinu varðandi fjármál frekar en öfundarkommarnir eru nú að búa til nýja samfélagsbanka með velvild og heimsku kjósenda hverra fjármálaspeki er hægt að kynna sér á innhringiþáttum á Útvarpi Sögu. Þó skal viðurkennt að Pétur Gunnlaugsson leiðir marga á betri brautir með sinni alþýðufræðslu.
Þó svo að þessi ríkisstjórn geti komið einhverjum umbótamálum til leiðar þá munu, líklegra en ekki, kratar og hverskyns kommadót, setja hér á samstjórn óskhyggju og fávita eftir næstu kosningar og keyra landið í nýtt samdráttarskeið ef kerfið ekki verður hrunið þá með samstilltu átaki þjóðarinnnar í kjaramálum.
Já er bara ekki saga FBA og alls þess sem á eftir kom umhugsunarefni líka í dag eins og þá?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.