Leita í fréttum mbl.is

Baunabyssurnar norsku

er vonandi farnar úr landi. Enda fáránlegt að kaupa eitthvað drasl á útsölu þegar hægt er að fá nýtt á almennilega háu verði.

Lögreglan kallar eftir fleira fólki og búnaði til að fást við hryðjuverkamenn.Ætli það séu handjárn, kylfur og piparúði sem á að kaupa? Og þá aðeins ef að leyfi fæst þá frá VG, Bjartri Framtíð, Pírötum og Samfylkingunni?

Kolfinna Baldvinsdóttir flutti lofræðu um Schengen á Útvarpi Sögu í dag.Fyrir Schengen var ekkert ferðafrelsi í Evrópu að hennar mati. Nú mætti fólk fara um að vild sinni.Þetta væri frelsun frá fornöld vegabréfanna sem Evrópusambandið hefði fært okkur.

Þá veit maður allt um hryðjuverk og óþarfar norskar baunabyssur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn. Var það ekki leyndin yfir þessum þjóð/þing(Ó)kynntu byssuviðskiptum sem sköpuðu mikla tortryggni og eðlilegar spurningar?

Varla dettur nokkrum í hug að lögregla afvopni glæpafólk, án vopnaðrar lögreglu, þegar landamærin eru svo eftirlitslaus sem raun ber vitni? Hér vaða allir sem vilja meir og minna í ólöglegum fíkniefnum, án hindrunar?

Það er að sjálfsögðu ólíðandi og óverjandi að lögreglu/tollgæslu-yfirvöld sjái sér ekki fært að fara eftir lögum landsins. Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. En til þess þarf löggjafa-þingið að vita hvað er að gerast, og hafa valdið sem þarf til að breyta og bæta.

Skiljanlega.

Það þarf kannski að gera greinarmun á innanríkislögréttar-lögreglumálum og heimsveldis-stríðsmálum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2015 kl. 23:04

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einmitt, eins og síðasti ræðumaður benti á.

En aftur: lögreglan er tortyggileg, vegna þess að ríkið er tortyggilegt.  Ekki vill maður hafa tortyggilegt fólk vopnað.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.11.2015 kl. 23:07

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Af velvild til Íslensku landhelgisgæslunnar þá skildi Norska starandgæslan þessar byssur eftir þar sem gæslan gæti gripið til þeirra ef á þyrfti að halda.  ( Gerum ekki lítið úr því)

Ef ekki þá þurfti að farga þeim því það er eingin markaður til fyrir svona notaðar og skrásettar byssur.

En kommúnistar eyðilögðu málið og traust Norsku gæslunnar til íslensku landhelgisgæslunnar.  Þar með fór það Anna Sigríður.

Hinsvegar þá þarf gæslan og lögreglan öflugri byssur eins og Norska gæslan hafði komist að. En vegna þess að Norska gæslan vissi að Íslenska landhelgisgæslan var nánast berrössuð  að þessu leiti, þá vildu þeir frekar skilja þessi vopn eftir handa Íslenskum vinum sínum, en að farga þeim.  

En þetta 9mm skammbyssuskot sem þessar byssur voru gerðar fyrir var hannað á árunnum 1903 til 1905 og var ágætis skot fyrir skammbyssur á þeirri tíð.  En sem hernaðar skot í átökum þá myndi þurfa um tíu til fimmtán lögreglumenn fyrir einn hryðjuverkamann.    

Hrólfur Þ Hraundal, 16.11.2015 kl. 23:57

4 identicon

Ekki komu vopnaðar lögreglusveitir í veg fyrir hryðjuverkin í París. Ekki kom strangt vegabréfaeftirlit Bandaríkjamanna í veg fyrir 9/11. Og sprengjur hafa sprungið í London þó Bretar standi utan Schengen. Lausnin virðist lyggja annarstaðar en þar sem hinir taugaveikluðu og hræddu halda.

Lögreglan kallar eftir fleira fólki og búnaði til að fást við hryðjuverkamenn. En hefur ekki getað sýnt fram á raunverulega þörf. Eins og krakki í dótabúð; þeim langar í, þeim langar svo mikið í, má ég, má ég, gerðu það. Eftir áralangt fjársvelti samanstendur lögreglan af gamlingjum sem bíða eftir eftirlaununum og litlum guttum sem langar í kábojleik.

Espolin (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 03:13

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ótti hefur bjargað mörgu lífi bæði manna og dýra.  Ótti kemur mönnum til að koma sér upp amboðum og byggja varnargarða.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.11.2015 kl. 07:44

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki rétt að lögreglan hafi aðgang að almennilegum byssum sem eru ætluð til að stöðva menn. Elmer Keith segir að 45 cal sé það, 9 mm ekki. Og ég held að hann hafi vitað það.

Halldór Jónsson, 17.11.2015 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband