Leita í fréttum mbl.is

Shangríla

er land þar sem draumarnir búa. Fæstir draumar manna um frið og farsæld í lífinu rætast. Áföllin dynja yfir, aðstæður breytast, slys, sjúkdómar, hörmungar. Sumar sjálfskaparvíti, önnur óviðráðanleg.

Öll eigum við drauma um langt og farsælt líf. Sumir rætast, sumir rætast í dularlíki. Það sem okkur virðist stundum mikið óhapp reynist síðar hafa verið hið mesta happ sem okkur barst til handa. "Höpp og slys bera dularlíki" segir Einar. Sumir virðast lenda í mun meiri erfiðleikum í lífinu en aðrir sem sigla lygnari sjó, hverju sem slíkt er  að kenna.

Katrín Jakobsdóttir skrifar um drauma sína í Fréttablaðið í dag undir  heitinu Framtiðarsamfélag:

"Um þessar mundir flytja fleiri Íslendingar burt en til landsins. Auðvitað hefur það verið meðvitað markmið okkar í alþjóðlegu samstarfi að Íslendingar geti sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um allan heim. Tölur um búferlaflutninga vekja hins vegar ýmsar spurningar um það hvort okkur er að takast að skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun.

Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar við enda ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingarinnar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma. Þess vegna var m.a. ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga fjölbreyttum atvinnutækifærum. Stefnan var sett á að lengja fæðingarorlof, að hluti námslána myndi breytast í styrk og fleira. Því miður féll núverandi ríkisstjórn frá þessum markmiðum.

Núverandi ríkisstjórn getur hins vegar ekki kosið að líta fram hjá þeirri þróun sem við sjáum núna. Á landsfundi Vinstri-grænna á dögunum var samþykkt sérstök stefna í málefnum ungs fólks. Hún felur m.a. í sér að boðið verði upp á húsnæði á viðráðanlegu verði, menntun verði aðgengileg öllum, námslánakerfi verði þannig að verulegur og vaxandi hluti lánanna verði styrkur, fæðingarorlof verði að minnsta kosti tólf mánuðir og leikskólinn taki við að því loknu án gjaldtöku. Sálfræðiþjónusta verði aðgengileg án endurgjalds á öllum skólastigum og lýðræðisþátttaka verði höfð að leiðarljósi við alla samfélagsþróun. Almenningssamgöngur verði raunverulegur valkostur fyrir alla sem ekki vilja eyða formúum í að eiga bíl. Og síðast en ekki síst verði öflugt netsamband tryggt um allt land.

Ísland hefur alla burði til að verða eftirsóknarverður valkostur fyrir ungt fólk. Við eigum að kappkosta að byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðarsamfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki hvert annað og því verðum við að ná saman um markmið sem skila árangri. Við Vinstri-græn erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þá vinnu."

Er þetta ekki fallegt? Er þetta ekki í samræmi við engilfrítt andlitið á myndinni sem fylgir með. Gersamlega án tengsla við veruleikann?

Ef ekki væri fyrir eitt atriði sem vantar, gætu þetta verið valdir kaflar úr landsfundarályktun unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum.

Það er ekki gerð nein grein fyrir hvaðan peningarnir eiga að koma til að borga fyrir allt þetta á viðráðanlegu verði. 

Man einhver eftir mynd Storms P. af kallinum sem sneið rófuna af hundinum til að gefa honum að éta. Ríkisstjórn hennar Katrínar Jakobsdóttur sjálfrar gat ekki skaffað peninga fyrir markmiðum sínum og það er þessari ríkisstjórn að kenna að markmiðunum er ekki náð núna.

Það er VG sem boðar framtíðina eins og hún á að verða. Hver á að borga hana eru svo einhverjir aðrir en þeirra eigin flokksmenn sem eru yfirleitt allir blánkir að manni skilst.

Aðeins í Shangríla verða til rófur handa hundunum að éta sem ekki eru skornar af einhverjum þeirra sjálfra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband