Leita í fréttum mbl.is

Meistarastykki Jóns Björnssonar

eru flutt á Rás 1 sem pistlar.  Sá síðasti sem ég heyrði var fluttur 13.11.og er alveg óborganlegur.

Jón segist þar vera samsettur úr trilljón frumum sem lúta engri stjórn Jóns og hann nær engu sambandi við. Þær vita ekki einu sinni að maðurinn sem þær mynda heitir Jón. Svo deyja þær reglulega og nýjar koma í staðinn alveg án þess að spyrja Jón. Og það sem verra er. Innan í Jóni búa hundrað trilljónir af einskonar hústökubakteríum sem hann kallar svo, því hann hefur aldrei boðið þeim inn, hvað þá séð þær eða heilsað þeim. Sumar gera honum víst gott en aðrar væru betur komnar í baði af sótthreinsandi segir Jón.

Jón spinnur þessar heimspekilegu vangaveltur sínar á hverjum föstudegi á gömlu Gufunni svo unun er að hlusta á.

Hver er þessi Jón eiginlega? Ekki veit ég. En líklega er hann sálfræðingur og rithöfundur um sextugt að því að Google stingur uppá. En það eru margir með þessu ágæta nafni sem Google þekkir líka sem Jóna Björnssyni svo við njótum þess óþekkta á meðan við hlustum á Jón á næsta föstudegi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þessar upplýsingar fékk ég um hinn skemmtilega Jón á heimasíðu Ormstungu. Vonandi geta sagt þér, hver maðurinn er.:

Jón Björnsson

Jón Benedikt Björnsson er fæddur 1947 norður í Húnavatnssýslu, lærði sálfræði í Freiburg í Breisgau, starfaði lengi sem félagsmálastjóri á Akureyri, síðan um fimm ára skeið sem framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála í Ráðhúsi Reykjavíkur, en lagðist árið 2001 í pílagrímsferð til Santiago de Compostela, og var þó ekki sérlega handgenginn Guði.

Eftir hann liggur bókin Af örlögum mannanna 1991 og fjöldi greina og erinda. Á Jakobsvegi kom út hjá Ormstungu 2002 og Með skör járntjaldsins 2006.  Föðurlaus sonur níu mæðra kom út 2008.

 

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2015 kl. 14:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Guðjörg Snót, þá veit maður þetta og maður giskaði tétt

Halldór Jónsson, 17.11.2015 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418323

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband