Leita í fréttum mbl.is

Hverjir voru að reyna að græða?

Svo segir í Morgunblaðinu:

"Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik í Stím-málinu svokallaða. Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var dæmdur í 2 ára fangelsi, einnig fyrir umboðssvik. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi bankastjóri Saga Capital, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum.

 

Lárus var ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga hjá Glitni banka þegar hann beitti sér fyrir því að félagið FS37, sem síðar varð Stím, fengi um 20 milljarða króna lán frá bankanum með veði í öllu hlutafé félagsins og bréfum í FL Group sem lánsféð var notað til að kaupa. Lánsféð var einnig notað til að kaupa bréf í Glitni.

 

Jóhannes var ákærður fyrir umboðssvik, fyrir að hafa beitt sér fyrir því að fjárfestingasjóðurinn GLB FX, í eigu Glitnis banka, keypti framvirkt skuldabréf í Stím af Saga Capital. Þorvaldur var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum með því að hafa hvatt til þeirra viðskipta og liðsinnt Jóhannesi í þeim. Markmiðið með viðskiptunum hefði verið að tryggja að Saga Capital fengi kröfu sína að fullu bætta."

Hverjir stóðu til þess að græða þegar Lárus og Jóhannes voru að lána peninga Glitnis til FS37 án trygginga? Hversvegna var Jóhannes að gæta hagsmuna Saga Capital umfram Glitnis?

Hverjir áttu mestra hagsmuna að gæta? Hverjir voru yfirboðarar þessarra manna? Réðu þá og ráku? Voru þessir sakborningar að græða fyrir sjálfa sig?  Eða eru þeir það sem kallast "Fall Guys"?

Hverjir voru að reyna að græða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband