Leita í fréttum mbl.is

Finnar og Evran

DWO-FI-Finnland-ha-1-Kopiehttp://www.welt.de/finanzen/article150301939/Finnen-bewerten-den-Euro-als-historischen-Irrtum.html                                                                                                   Línuritið sem fengið er úr blaðinu "die Welt" sýnir breytingu á þjóðarframleiðslu Finna 0-5 árum fyrir og eftir að kreppur dynja yfir landið.

Sú fyrsta kemur 1929 og sýnir skærblái ferillinn þróun landsframleiðslunnar frá 1924 til 1935. Daufasta línan sýnir landsframleiðslubreytingarnar 1985-1996. Svarta línan sýnir þróunina eftir að núverandi kreppa hófst 2008 eða vaxtartímabilið 2003 fram að hruninu 2008 og þróunina frá 2008 til 2016. Landsframleiðslan hefur ekki náð sér ennþá og er 6 % minni en hún var 2008. Kreppan stendur enn í Finnlandi.

Hver er munurinn? Timo Soini utanríkisráðherra kennir því að í þessari kreppu núna eru Finnar með Evruna síðan 1.janúar 1999. Allt gekk vel fram að 2008. Fylgi við áframhaldandi veru Finna í ESB fer hrað minnkandi eins og í Grikklandi og Bretlandi.

Einmitt þá undirbýr íslensk stjórnmálahreyfing inngöngu Íslands í mynstsamstarfið.

Alveg án tillits til þess hvernig íslenskur vinnumarkaður starfar. En þar spila tvöhundruð kjarafélög fótbolta með íslensku krónuna. Flugi boltans er stýrt með gengislofti Seðlabankans.

"Situr einn með sollið fés,

Seðlabanka Jóhannes,

fellir gengið fyrsta des,

fer þá allt til helvítes."  

Til eru þeir sem kunna þessar ljóðlínur.

Með Evrunni kemur bara enginn fyrsti des. lengur hjá Finnum. Þeirra hagstjórnartæki eru vextir og samdráttur á almenna vinnumarkaðnum.Því opinberir starfsmenn taka aldrei þátt í neinum efnahagsaðgerðum nema verkföllum. 

Ekki hefur heyrst annað en að Viðreisn hans Benedikts undirbúi framboð í öllum kjördæmum. Hvernig skyldu þeir sjá fyrir sér Ísland, Evruna og verkfallsréttinn?

Skyldi verða talað um Icesave, Icexit, Fixit, Grexit og Brexit einhvern fyrsta des..?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 595
  • Sl. sólarhring: 950
  • Sl. viku: 5471
  • Frá upphafi: 3196921

Annað

  • Innlit í dag: 545
  • Innlit sl. viku: 4512
  • Gestir í dag: 492
  • IP-tölur í dag: 480

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband